Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Eiður Þór Árnason skrifar 8. júní 2022 11:50 Gabríel Daði Vignisson segir óvenjulegt andrúmsloft ríkja í höfuðborg Þýskalands í dag. Samsett Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Gabríel Daði Vignisson er staddur í stuttu fríi í Berlín ásamt kærustu sinni, móður og systur og gista þau á hóteli nærri vettvangnum. Hann frétti fyrst af því hvað hafi átt sér stað þegar áhyggjufullur vinur á Íslandi hringdi til að athuga með fjölskylduna. „Ég ætlaði að vakna klukkan níu og við ætluðum að fara út og byrja daginn en við konan sváfum yfir okkur. Annars hefðum við verið á staðnum þar sem þetta gerðist,“ segir Gabríel í samtali við fréttastofu en að sögn lögreglu átti atvikið sér stað um klukkan 10:30 að staðartíma. „Við komum út þegar þetta er eiginlega að gerast og það eru bara lokaðar götur hérna. Þegar ég stóð í fimm mínútur fyrir utan Primark á horninu þá fóru fram hjá fimm lögreglubílar, fullir af lögreglumönnum, tíu inn í hverjum bíl og þrír sjúkrabílar.“ Þar áður hafi hann séð átta sjúkrabíla keyra götuna á meðan hann sat fyrir utan nærliggjandi kaffihús. Vildi athuga hvort hann væri á lífi Gabríel segir það mjög óraunverulegt að vera staddur svo nálægt þegar svona gerist. Mjög skrítið andrúmsloft sé á svæðinu og fólk skiljanlega mjög slegið. Hann hafi fljótlega áttað sig á því að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað en ekki vitað hvað hafi gerst fyrr en að vinur hans hringdi frá Íslandi. „Þá var fréttin komin inn og hann las hana fyrir mig. Hann var bara að athuga hvort ég myndi svara og hvort ég væri á lífi. Hann sagði að ef ég hefði ekki svarað þá hefði hann farið að panicka smá.“ Í kjölfarið lét Gabríel vita af sér á Facebook til að tilkynna vinum og vandamönnum að það væri í lagi með sig og fjölskylduna. „Maður bregst aðeins við þessu eftir á. Maður áttar sig ekki á því strax en svo þegar maður stendur og sér lögreglubíl eftir lögreglubíl og sjúkrabíl eftir sjúkrabíl þá veit maður hvað þetta var mikið.“ Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Gabríel Daði Vignisson er staddur í stuttu fríi í Berlín ásamt kærustu sinni, móður og systur og gista þau á hóteli nærri vettvangnum. Hann frétti fyrst af því hvað hafi átt sér stað þegar áhyggjufullur vinur á Íslandi hringdi til að athuga með fjölskylduna. „Ég ætlaði að vakna klukkan níu og við ætluðum að fara út og byrja daginn en við konan sváfum yfir okkur. Annars hefðum við verið á staðnum þar sem þetta gerðist,“ segir Gabríel í samtali við fréttastofu en að sögn lögreglu átti atvikið sér stað um klukkan 10:30 að staðartíma. „Við komum út þegar þetta er eiginlega að gerast og það eru bara lokaðar götur hérna. Þegar ég stóð í fimm mínútur fyrir utan Primark á horninu þá fóru fram hjá fimm lögreglubílar, fullir af lögreglumönnum, tíu inn í hverjum bíl og þrír sjúkrabílar.“ Þar áður hafi hann séð átta sjúkrabíla keyra götuna á meðan hann sat fyrir utan nærliggjandi kaffihús. Vildi athuga hvort hann væri á lífi Gabríel segir það mjög óraunverulegt að vera staddur svo nálægt þegar svona gerist. Mjög skrítið andrúmsloft sé á svæðinu og fólk skiljanlega mjög slegið. Hann hafi fljótlega áttað sig á því að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað en ekki vitað hvað hafi gerst fyrr en að vinur hans hringdi frá Íslandi. „Þá var fréttin komin inn og hann las hana fyrir mig. Hann var bara að athuga hvort ég myndi svara og hvort ég væri á lífi. Hann sagði að ef ég hefði ekki svarað þá hefði hann farið að panicka smá.“ Í kjölfarið lét Gabríel vita af sér á Facebook til að tilkynna vinum og vandamönnum að það væri í lagi með sig og fjölskylduna. „Maður bregst aðeins við þessu eftir á. Maður áttar sig ekki á því strax en svo þegar maður stendur og sér lögreglubíl eftir lögreglubíl og sjúkrabíl eftir sjúkrabíl þá veit maður hvað þetta var mikið.“
Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira