Ævintýralegur flótti upp á líf og dauða er ljóslifandi í huga úkraínskrar fjölskyldu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2022 08:00 Frá vinstri: Mayya Pigida, Valentina Pigida, móðir Mayyu, Katerina Tymoshchuk, systurdóttir Mayyu og Elena Tymoshchuk, systir Mayyu. sigurjón ólason Ævintýralegur flótti upp á líf og dauða er ljóslifandi í huga úkraínskar fjölskyldu sem var föst í hrikalegum aðstæðum í Maríupól í rúman mánuð, en er nú komin til Íslands. Fyrir tæpum tveimur mánuðum hittum við Mayyu sem er úkraínsk og hefur búið hér á landi í yfir tuttugu ár. Þá hafði hún ekki heyrt frá móður sinni og systur í 37 daga en þær búa í Úkraínu og hafa frá því að stríðið hófst falið sig í kjallara í Maríupól þar sem heimili þeirra er gjöreyðilagt eftir sprengingar Rússa. Hér að neðan má blokkina sem móðir Mayyu bjó í. Íbúðin sjálf er gjöreyðilögð en mynd af henni má finna neðar í fréttinni. Blokkin sem móðir Mayyu bjó í er eyðilögð.Mayya Prigida Rússar sátu vikum saman um Maríupól og íbúar einangruðust í borginni án rafmagns og rennandi vatns, en borgin er nú í höndum Rússa. Á þeim tíma sem Mayya hafði ekkert heyrt í móður sinni og systur hringdi hún 109 sinnum í þær í von um að heyra hvort þær væru á lífi eða ekki. Óvissan var mikil og ákvað frændi Mayyu að ferðast inn til Maríupól frá Póllandi til þess að sækja mæðgurnar. Ferðalagið var hættulegt og var hann fimmtán stinnum stoppaður af hinum ýmsu ástæðum en honum tókst að hafa uppi á fjölskyldunni sem nú er komin til Íslands. Systir Mayyu segir erfitt að koma því í orð hversu skelfilegt ástandið í Úkraínu er. „Stríðið er mjög ógnvænlegt. Það er skelfilegt af því maður veit ekki hvað maður á að gera. Þegar allt brennur. Konurnar gráta þegar eldarnir loga allt um kring og það eru sprengingar og ástvinir manns eru nálægt manni, móðir og dóttir, það er hræðilegt að takast á við þetta,“ segir Elena Tymoshchuk, systir Mayyu. Íbúð móður Mayyu.Mayya Prigida. Þakklát Íslendingum Hún segir að allar eigur þeirra séu undir rústum í Maríupól. Eftir mánaðardvöl í kjallaranum hafi fjölskyldan hætt sér út, en þar hafi hryllingurinn blasið við. Átökin eru nú hvað hörðust í Severodonetsk en Úkraínumenn eru enn sagðir veita mótspyrnu í borginni. Selenskí Úkraínuforseti segir 31 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í valinn síðan innrásin hófst í febrúar og að skortur á vopnum hamli gagnsókn Úkraínuhers. Elena færir útlendingastofnun og sjálfboðaliðum á Íslandi sínar bestu þakkir. „Lífið er auðvitað betra hérna. En ég vil þakka Íslendingum kærlega fyrir. Þeir tóku við okkur og veittu okkur skjól og stað til að búa á.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn var opnuð á Aflagranda Í gær var ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn opnuð á Aflagranda. Húsnæðið sem starfsemin var áður í er sprungið utan af starfseminni. Um 300 manns komu saman í nýja húsnæðinu í kvöld. 8. júní 2022 08:00 Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur. 12. apríl 2022 23:00 Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Fyrir tæpum tveimur mánuðum hittum við Mayyu sem er úkraínsk og hefur búið hér á landi í yfir tuttugu ár. Þá hafði hún ekki heyrt frá móður sinni og systur í 37 daga en þær búa í Úkraínu og hafa frá því að stríðið hófst falið sig í kjallara í Maríupól þar sem heimili þeirra er gjöreyðilagt eftir sprengingar Rússa. Hér að neðan má blokkina sem móðir Mayyu bjó í. Íbúðin sjálf er gjöreyðilögð en mynd af henni má finna neðar í fréttinni. Blokkin sem móðir Mayyu bjó í er eyðilögð.Mayya Prigida Rússar sátu vikum saman um Maríupól og íbúar einangruðust í borginni án rafmagns og rennandi vatns, en borgin er nú í höndum Rússa. Á þeim tíma sem Mayya hafði ekkert heyrt í móður sinni og systur hringdi hún 109 sinnum í þær í von um að heyra hvort þær væru á lífi eða ekki. Óvissan var mikil og ákvað frændi Mayyu að ferðast inn til Maríupól frá Póllandi til þess að sækja mæðgurnar. Ferðalagið var hættulegt og var hann fimmtán stinnum stoppaður af hinum ýmsu ástæðum en honum tókst að hafa uppi á fjölskyldunni sem nú er komin til Íslands. Systir Mayyu segir erfitt að koma því í orð hversu skelfilegt ástandið í Úkraínu er. „Stríðið er mjög ógnvænlegt. Það er skelfilegt af því maður veit ekki hvað maður á að gera. Þegar allt brennur. Konurnar gráta þegar eldarnir loga allt um kring og það eru sprengingar og ástvinir manns eru nálægt manni, móðir og dóttir, það er hræðilegt að takast á við þetta,“ segir Elena Tymoshchuk, systir Mayyu. Íbúð móður Mayyu.Mayya Prigida. Þakklát Íslendingum Hún segir að allar eigur þeirra séu undir rústum í Maríupól. Eftir mánaðardvöl í kjallaranum hafi fjölskyldan hætt sér út, en þar hafi hryllingurinn blasið við. Átökin eru nú hvað hörðust í Severodonetsk en Úkraínumenn eru enn sagðir veita mótspyrnu í borginni. Selenskí Úkraínuforseti segir 31 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í valinn síðan innrásin hófst í febrúar og að skortur á vopnum hamli gagnsókn Úkraínuhers. Elena færir útlendingastofnun og sjálfboðaliðum á Íslandi sínar bestu þakkir. „Lífið er auðvitað betra hérna. En ég vil þakka Íslendingum kærlega fyrir. Þeir tóku við okkur og veittu okkur skjól og stað til að búa á.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn var opnuð á Aflagranda Í gær var ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn opnuð á Aflagranda. Húsnæðið sem starfsemin var áður í er sprungið utan af starfseminni. Um 300 manns komu saman í nýja húsnæðinu í kvöld. 8. júní 2022 08:00 Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur. 12. apríl 2022 23:00 Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn var opnuð á Aflagranda Í gær var ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn opnuð á Aflagranda. Húsnæðið sem starfsemin var áður í er sprungið utan af starfseminni. Um 300 manns komu saman í nýja húsnæðinu í kvöld. 8. júní 2022 08:00
Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur. 12. apríl 2022 23:00
Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01