Ölgerðin hringd inn í Kauphöllina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2022 10:05 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og Magnús Harðarsson, forstjóri Kauphallarinnar, með bjölluna góðu. Vísir/Einar Ölgerðin er formlega orðið nýjasta fyrirtækið á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri félagsins, hringdi félagið inn á markað í morgun. Tæplega sjö þúsund hluthafar bættust í hluthafahóp Ölgerðarinnar eftir hlutafjárútboð félagsins sem lauk 27. maí síðastliðinn Hefð er fyrir því að forstjórar nýrra félaga hringi félögin inn á markað á fyrsta degi skráningar í Kauphöllinni, og á því var engin breyting í morgun þegar Andri Þór hringdi bjöllunni í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Rúmlega fjórföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. Við opnun markaða var gengi félagsins 10,04 krónur. Stærstu hluthafarnir áfram þeir stærstu eftir útboð Búið er að birta lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Ölgerðarinnar. Þar má sjá að Horn III er ennþá stærsti hluthafi félagsins eftir skráningu með 17,6 prósent hlut. Alls átti félagið 25,1 prósent hlut fyrir útboðið. Horn III er framtakssjóður með um þrjátíu hluthafa sem meðal annars eru lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og fagfjárfestar. Félagið Sindrandi er næst stærsti hluthafinn með 13,3 prósent hlut. Félagið hélt á 14,1 prósent hlut fyrir skráningu. Félagið er í eigu Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur. Akur ÖES er þriðji stærsti hluthafinn með 12,8 prósent hlut. Fyrir skráningu átti félagið 18,2 prósent. Um er að ræða framtakssjóð sem er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða. OA eignarhaldsfélag, félag í eigu Andra Þórs, forstjóri Ölgerðarinnar, og Októ Einarssonar, stjórnarformanns Ölgerðarinnar, á eftir skráningu 11,3 prósent hlut en hélt á 16,1 prósent hlut fyrir útboð. Aðrir hluthafar eiga minna en sjá má listann yfir tuttugu stærstu hluthafa hér. Samtals eiga þeir um 81,3 prósent hluta í félaginu, aðrir hluthafar eiga 18,7 prósent. Kauphöllin Ölgerðin Tengdar fréttir Í skýjunum með að hafa fært stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar Tæplega sjö þúsund nýir hluthafar hafa bæst í hóp eigenda Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar eftir hlutafjárútboð fyrirtækisins sem lauk á föstudag. Rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. 1. júní 2022 15:44 Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19 Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Tæplega sjö þúsund hluthafar bættust í hluthafahóp Ölgerðarinnar eftir hlutafjárútboð félagsins sem lauk 27. maí síðastliðinn Hefð er fyrir því að forstjórar nýrra félaga hringi félögin inn á markað á fyrsta degi skráningar í Kauphöllinni, og á því var engin breyting í morgun þegar Andri Þór hringdi bjöllunni í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Rúmlega fjórföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. Við opnun markaða var gengi félagsins 10,04 krónur. Stærstu hluthafarnir áfram þeir stærstu eftir útboð Búið er að birta lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Ölgerðarinnar. Þar má sjá að Horn III er ennþá stærsti hluthafi félagsins eftir skráningu með 17,6 prósent hlut. Alls átti félagið 25,1 prósent hlut fyrir útboðið. Horn III er framtakssjóður með um þrjátíu hluthafa sem meðal annars eru lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og fagfjárfestar. Félagið Sindrandi er næst stærsti hluthafinn með 13,3 prósent hlut. Félagið hélt á 14,1 prósent hlut fyrir skráningu. Félagið er í eigu Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur. Akur ÖES er þriðji stærsti hluthafinn með 12,8 prósent hlut. Fyrir skráningu átti félagið 18,2 prósent. Um er að ræða framtakssjóð sem er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða. OA eignarhaldsfélag, félag í eigu Andra Þórs, forstjóri Ölgerðarinnar, og Októ Einarssonar, stjórnarformanns Ölgerðarinnar, á eftir skráningu 11,3 prósent hlut en hélt á 16,1 prósent hlut fyrir útboð. Aðrir hluthafar eiga minna en sjá má listann yfir tuttugu stærstu hluthafa hér. Samtals eiga þeir um 81,3 prósent hluta í félaginu, aðrir hluthafar eiga 18,7 prósent.
Kauphöllin Ölgerðin Tengdar fréttir Í skýjunum með að hafa fært stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar Tæplega sjö þúsund nýir hluthafar hafa bæst í hóp eigenda Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar eftir hlutafjárútboð fyrirtækisins sem lauk á föstudag. Rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. 1. júní 2022 15:44 Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19 Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Í skýjunum með að hafa fært stóran hluta fyrirtækisins í eigu þjóðarinnar Tæplega sjö þúsund nýir hluthafar hafa bæst í hóp eigenda Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar eftir hlutafjárútboð fyrirtækisins sem lauk á föstudag. Rúmlega tvöföld eftirspurn var eftir hlutafé í fyrirtækinu þar sem almenningur keypti á genginu 8,9 krónur á hlut og stærri fjárfestar buðu 10,03 krónur á hlut. 1. júní 2022 15:44
Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30. maí 2022 19:19
Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28. maí 2022 16:00