Afnemum tryggðarskatta Friðrik Þór Snorrason skrifar 10. júní 2022 11:30 Í viðskiptum tíðkast almennt að tryggð viðskiptavina skili sér í betri kjörum til lengri tíma. Einn þeirra geira sem sterkar vísbendingar eru um að sé undanskilinn þessu lögmáli eru tryggingar. Algengt er að nýjum viðskiptavinum tryggingafélaga á Íslandi séu boðin sérkjör, til að mynda á ökutækjatryggingum. Að ári liðnu falla þau kjör jafnan úr gildi og versna enn frekar með tímanum, eftir því sem viðskiptasamband við tryggingafélag lengist. Breska fjármálaeftirlitið (FCA) hefur á síðastliðnum árum rannsakað skort á gagnsæi í verðskrám breskra tryggingafélaga og mögulegar samkeppnishindranir sem verðstefna einstakra tryggingafélaga getur skapað. Rannsóknir FCA leiddu í ljós að tryggir viðskiptavinir, sem ekki höfðu skipt um tryggingafélag í fimm ár, voru að jafnaði að greiða 70% hærri iðgjöld en nýir viðskiptavinir. Með öðrum orðum eru tryggir viðskiptavinir að greiða háa „ tryggðarskatta” með því að óska ekki árlega eftir tilboðum í sínar tryggingar. Önnur niðurstaða rannsókna FCA er að tilboðsverðin sem viðskiptavinir greiddu fyrsta árið væru ekki sjálfbær. Það er að segja, upphafleg tilboðsverð á tryggingum standa ekki undir væntum tjón- og rekstrarkostnaði til lengri tíma. Félögin veðja hins vegar á að geta teymt viðskiptavinina upp í hærri verð, þegar kæmi að endurnýjun trygginga í gegnum árlegar hækkanir iðgjalda. Án þess að þeir hverfi annað. Skipulag markaðar með ökutækjatryggingar er að mörguleiti sambærilegt hér á landi, þótt tölurnar séu ekki jafn ýktar og í Bretlandi. Þannig eru dæmi þess að tryggingafélag hafi boðið nýjum viðskiptavinum tugþúsunda afslátt á fyrsta árinu af ökutækjatryggingum. Einnig hafa sést dæmi þess að viðskiptavinir, sem hafa verið tryggir til fjölda ára hafi lækkað iðgjöldin sín um 25–30% með því að færa sig til annars félags. Varfærnislega má áætla að tryggir viðskiptavinir íslensku félaganna séu að greiða að jafnaði 15% hærra verð en nýir viðskiptavinir, þó að fjölmörg dæmi megi finna um miklu meiri verðmun en svo. Nánast öruggt að tilboðsverðin sem nýjum viðskiptavinum bjóðast séu ekki sjálfbær, því að grunnrekstur ökutækjatrygginga flestra íslensku félaganna er nær alltaf neikvæður. Þetta veldur því að snúnara er fyrir nýja leikendur að hasla sér völl á íslenskum tryggingamarkaði og fyrir vikið er samkeppnin um viðskiptavini minni, vegna áðurnefndra viðskiptahátta stóru tryggingafélaganna. Höfundur er forstjóri Verna, fjártæknifélags á ökutækjamarkaði. Lengri útgáfu þessarar greinar má lesa hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í viðskiptum tíðkast almennt að tryggð viðskiptavina skili sér í betri kjörum til lengri tíma. Einn þeirra geira sem sterkar vísbendingar eru um að sé undanskilinn þessu lögmáli eru tryggingar. Algengt er að nýjum viðskiptavinum tryggingafélaga á Íslandi séu boðin sérkjör, til að mynda á ökutækjatryggingum. Að ári liðnu falla þau kjör jafnan úr gildi og versna enn frekar með tímanum, eftir því sem viðskiptasamband við tryggingafélag lengist. Breska fjármálaeftirlitið (FCA) hefur á síðastliðnum árum rannsakað skort á gagnsæi í verðskrám breskra tryggingafélaga og mögulegar samkeppnishindranir sem verðstefna einstakra tryggingafélaga getur skapað. Rannsóknir FCA leiddu í ljós að tryggir viðskiptavinir, sem ekki höfðu skipt um tryggingafélag í fimm ár, voru að jafnaði að greiða 70% hærri iðgjöld en nýir viðskiptavinir. Með öðrum orðum eru tryggir viðskiptavinir að greiða háa „ tryggðarskatta” með því að óska ekki árlega eftir tilboðum í sínar tryggingar. Önnur niðurstaða rannsókna FCA er að tilboðsverðin sem viðskiptavinir greiddu fyrsta árið væru ekki sjálfbær. Það er að segja, upphafleg tilboðsverð á tryggingum standa ekki undir væntum tjón- og rekstrarkostnaði til lengri tíma. Félögin veðja hins vegar á að geta teymt viðskiptavinina upp í hærri verð, þegar kæmi að endurnýjun trygginga í gegnum árlegar hækkanir iðgjalda. Án þess að þeir hverfi annað. Skipulag markaðar með ökutækjatryggingar er að mörguleiti sambærilegt hér á landi, þótt tölurnar séu ekki jafn ýktar og í Bretlandi. Þannig eru dæmi þess að tryggingafélag hafi boðið nýjum viðskiptavinum tugþúsunda afslátt á fyrsta árinu af ökutækjatryggingum. Einnig hafa sést dæmi þess að viðskiptavinir, sem hafa verið tryggir til fjölda ára hafi lækkað iðgjöldin sín um 25–30% með því að færa sig til annars félags. Varfærnislega má áætla að tryggir viðskiptavinir íslensku félaganna séu að greiða að jafnaði 15% hærra verð en nýir viðskiptavinir, þó að fjölmörg dæmi megi finna um miklu meiri verðmun en svo. Nánast öruggt að tilboðsverðin sem nýjum viðskiptavinum bjóðast séu ekki sjálfbær, því að grunnrekstur ökutækjatrygginga flestra íslensku félaganna er nær alltaf neikvæður. Þetta veldur því að snúnara er fyrir nýja leikendur að hasla sér völl á íslenskum tryggingamarkaði og fyrir vikið er samkeppnin um viðskiptavini minni, vegna áðurnefndra viðskiptahátta stóru tryggingafélaganna. Höfundur er forstjóri Verna, fjártæknifélags á ökutækjamarkaði. Lengri útgáfu þessarar greinar má lesa hér.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun