Aðhaldsaðgerðir skila ríkissjóði um 26 milljörðum á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 19:21 Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana. Ný rammáætlun leit loksins dagsins ljós í dag og stefnt er að afgreiðslu hennar og tuga annarra mála fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Vísir/Vilhelm Ríkið ætlar að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna á næsta ári með aðhaldsaðgerðum og hækkun gjalda. Atvinnuvinnuveganefnd afgreiddi umdeilt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um hækkun endurgreiðslna til kvikmyndagerðar til loka afgreiðslu á Alþingi í dag. Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi í dag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður nefndarinnar segir stjórnarflokkana hafa gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Kristján Jónsson „Það er verið að hækka krónugjöldin, draga úr afslættinum í flugstöðinni Keflavík á áfengi og tóbaki. Það er verið að lækka ferðakostnað hjá stjórnarráðinu til frambúðar. Síðan eru aðhaldsaðgerðir eins og með því að svigrúm ríkisins er minnkað um tvo milljarða. Alveg um helming. Og svo er lagt til að flýta gjaldtöku af hreinorkubílum,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis.Stöð 2/Einar Markmiðið með aðgerðunum væri að draga hraðar úr þeim halla sem myndaðist á ríkissjóði vegna mikilli útgjalda í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta eru svona í kring um níu milljarðar sem við erum að leggja til í hækkun á gjöldum. Síðan eru þetta í kringum sextán milljarðar í alls konar aðhaldi. Það er til dæmis verið að fresta framkvæmdum eða hliðra þeim, til milli ára,“ segir Bjarkey. Þannig séu færðir til fjármunir í ríkisreikningnum vegna seinkunar sem væri á framkvæmdum við Landsspítalann og Hús Íslenskunnar. Samanlagt skili aðgerðirnar ríkissjóði tæpum 26 milljörðum á næsta ári og um tuttugu milljörðum árin á eftir í áætluninni. Almenn aðhaldskrafa verði 2 prósent en 0,5% í framhalds- og háskólum. Engin aðhaldskrafa væri sett á bótakerfi almannatrygginga og atvinnuleysis, sjúkratryggingar og dómstóla, að viðbættum heilbrigðis- og öldrunarstofnunum. Frumvarp Lilju fer til lokaafgreiðslu Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa tekist opinberlega á um frumvarp Lilju um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Nú er það Alþingis að ákveða framhaldið.Vísir/Vilhelm Bjarkey situr einnig í atvinnuveganefnd sem samþykkti í dag tillögu um hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar úr 25 prósentum í 35 prósent að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Nefndin leggur einnig til að ný úttekt verði gerð á þessu kerfi en síðast var gerð úttekt á kerfinu árið 2016. Fjármálaráðuneytið og Bjarni og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa deilt um hvort hækkunin væri að fullu fjármögnuð. „Það er áætlað eitthvað ákveðið fjármagn svo vitum við aldrei hvaða umsóknir koma. Þar af leiðandi hefur málið gjarnan verið leyst á fjáraukalögum. Við þurfum aðeins að færa þetta til betri vegar og minnsta kosti áætla þetta nálægt raunútgjöldum undanfarinna ára. Það er eitthvað sem ráðherra málaflokksins tekur væntanlega til skoðunar þegar hún tekur þátt í gerð fjárlagafrumvarpsins,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14 Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi í dag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður nefndarinnar segir stjórnarflokkana hafa gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Kristján Jónsson „Það er verið að hækka krónugjöldin, draga úr afslættinum í flugstöðinni Keflavík á áfengi og tóbaki. Það er verið að lækka ferðakostnað hjá stjórnarráðinu til frambúðar. Síðan eru aðhaldsaðgerðir eins og með því að svigrúm ríkisins er minnkað um tvo milljarða. Alveg um helming. Og svo er lagt til að flýta gjaldtöku af hreinorkubílum,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis.Stöð 2/Einar Markmiðið með aðgerðunum væri að draga hraðar úr þeim halla sem myndaðist á ríkissjóði vegna mikilli útgjalda í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta eru svona í kring um níu milljarðar sem við erum að leggja til í hækkun á gjöldum. Síðan eru þetta í kringum sextán milljarðar í alls konar aðhaldi. Það er til dæmis verið að fresta framkvæmdum eða hliðra þeim, til milli ára,“ segir Bjarkey. Þannig séu færðir til fjármunir í ríkisreikningnum vegna seinkunar sem væri á framkvæmdum við Landsspítalann og Hús Íslenskunnar. Samanlagt skili aðgerðirnar ríkissjóði tæpum 26 milljörðum á næsta ári og um tuttugu milljörðum árin á eftir í áætluninni. Almenn aðhaldskrafa verði 2 prósent en 0,5% í framhalds- og háskólum. Engin aðhaldskrafa væri sett á bótakerfi almannatrygginga og atvinnuleysis, sjúkratryggingar og dómstóla, að viðbættum heilbrigðis- og öldrunarstofnunum. Frumvarp Lilju fer til lokaafgreiðslu Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa tekist opinberlega á um frumvarp Lilju um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Nú er það Alþingis að ákveða framhaldið.Vísir/Vilhelm Bjarkey situr einnig í atvinnuveganefnd sem samþykkti í dag tillögu um hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar úr 25 prósentum í 35 prósent að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Nefndin leggur einnig til að ný úttekt verði gerð á þessu kerfi en síðast var gerð úttekt á kerfinu árið 2016. Fjármálaráðuneytið og Bjarni og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa deilt um hvort hækkunin væri að fullu fjármögnuð. „Það er áætlað eitthvað ákveðið fjármagn svo vitum við aldrei hvaða umsóknir koma. Þar af leiðandi hefur málið gjarnan verið leyst á fjáraukalögum. Við þurfum aðeins að færa þetta til betri vegar og minnsta kosti áætla þetta nálægt raunútgjöldum undanfarinna ára. Það er eitthvað sem ráðherra málaflokksins tekur væntanlega til skoðunar þegar hún tekur þátt í gerð fjárlagafrumvarpsins,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14 Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14