Áfram veginn á Vestfjörðum Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 13. júní 2022 11:00 Við Vestfirðingar líkt og íbúar annarra landshluta erum háð greiðum samgöngum í okkar daglega lífi alla daga ársins. Með samþjöppun grunnþjónustu og stærri atvinnusvæðum skiptir nú enn meira máli en áður að hafa greiðar samgöngur og útséð með að sú þróun komi til með að breytast næstu áratugi. Vestfirðingar eiga örugglega Íslandsmet í þolinmæði þegar kemur að bið eftir samgöngubótum en nú er útlit fyrir að þeir sem búa og stafa á Vestfjörðum geti farið að anda léttar. Framkvæmdir síðustu fimm ára eru þakkaverðar en við Vestfirðingar verðum þó ávallt að vera í baráttugírnum ef við viljum komast til jafns við aðra landshluta hvað varðar nútíma samgöngur. Milljarða framkvæmdir Tuttugu milljarð króna metnaðarfullar og langþráðar samgönguframkvæmdir á Vestfjörðum eru nú á áætlun og fullfjármagnaðar í samræmi við 5 ára samgönguáætlun 2020-2024. Á þessu fimm ára tímabili verður fjárfest í vegaframkvæmdum fyrir 18,2 milljarða kr., höfnum og sjóvörnum fyrir tæpan 1,5 milljarð kr. og flugvöllum fyrir 212 milljónir kr. Upphafið var stórframkvæmd við Dýrafjarðargöng sem kallar á enn meiri framkvæmdir. Já tölum um Dynjandisheiðina Framkvæmdir við mikilvægar endurbætur á Vestfjarðavegi yfir Dynjandisheiði eru nú þegar hafnar. Nýlega var auglýst útboð á 13 km kafla sem skal vera lokið árið 2024, frá Norðdalsá og um háheiðina sem skal vera lokið árið 2024. Þá er lokið fyrsta áfanga, þegar unnir voru 12 km kaflar annars vegar við Þverdalsá og hins vegar kafli fyrir Meðalnesið. Þegar þessum hluta er lokið erum við að sjá nýframkvæmdir á um 25 km kafla. Frá opnum Dýrafjarðarganga hefur ekki alltaf verið auðvelt halda veginum um heiðina opnum yfir verstu veðramánuðina. Þessi uppbygging vegarins bætir aðstæður til vetrarþjónustu og þegar hann verður tilbúinn verður það raunverulegur möguleiki að halda greiðum samgöngum milli norður og suðursvæðisins allt árið um kring. Vegabætur í Gufudalssveit Þá er enn eitt stórverkefnið hafið í Gufudalssveit og það hillir undir að vegur um Teigskóg verði loksins að veruleika. Vinna er hafin við veginn og þar með er séð fyrir endann á áratuga deilu um vegstæðið. Það er ánægjulegt að sjá að þeir sem fengu verkið eru meðvitaðir um að það er verið að vinna á ósnortnu landi og hafa það að leiðarljósi að lágmarka röskun. Víðar er unnið að endurbótum í fjórðungnum og samtals er verið að vinna á nærri 18 km kafla í þessu svæði. Allar þessar endurbætur eru mikilvægar fyrir þjóðina í heild sinni, hvort sem það er vegna verðmætra þjóðartekna sem verða til á Vestfjörðum, byggðasjónarmiða eða ferðaþjónustu. Allt hjálpar þetta hvort öðru. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Vesturbyggð Ísafjarðarbær Teigsskógur Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við Vestfirðingar líkt og íbúar annarra landshluta erum háð greiðum samgöngum í okkar daglega lífi alla daga ársins. Með samþjöppun grunnþjónustu og stærri atvinnusvæðum skiptir nú enn meira máli en áður að hafa greiðar samgöngur og útséð með að sú þróun komi til með að breytast næstu áratugi. Vestfirðingar eiga örugglega Íslandsmet í þolinmæði þegar kemur að bið eftir samgöngubótum en nú er útlit fyrir að þeir sem búa og stafa á Vestfjörðum geti farið að anda léttar. Framkvæmdir síðustu fimm ára eru þakkaverðar en við Vestfirðingar verðum þó ávallt að vera í baráttugírnum ef við viljum komast til jafns við aðra landshluta hvað varðar nútíma samgöngur. Milljarða framkvæmdir Tuttugu milljarð króna metnaðarfullar og langþráðar samgönguframkvæmdir á Vestfjörðum eru nú á áætlun og fullfjármagnaðar í samræmi við 5 ára samgönguáætlun 2020-2024. Á þessu fimm ára tímabili verður fjárfest í vegaframkvæmdum fyrir 18,2 milljarða kr., höfnum og sjóvörnum fyrir tæpan 1,5 milljarð kr. og flugvöllum fyrir 212 milljónir kr. Upphafið var stórframkvæmd við Dýrafjarðargöng sem kallar á enn meiri framkvæmdir. Já tölum um Dynjandisheiðina Framkvæmdir við mikilvægar endurbætur á Vestfjarðavegi yfir Dynjandisheiði eru nú þegar hafnar. Nýlega var auglýst útboð á 13 km kafla sem skal vera lokið árið 2024, frá Norðdalsá og um háheiðina sem skal vera lokið árið 2024. Þá er lokið fyrsta áfanga, þegar unnir voru 12 km kaflar annars vegar við Þverdalsá og hins vegar kafli fyrir Meðalnesið. Þegar þessum hluta er lokið erum við að sjá nýframkvæmdir á um 25 km kafla. Frá opnum Dýrafjarðarganga hefur ekki alltaf verið auðvelt halda veginum um heiðina opnum yfir verstu veðramánuðina. Þessi uppbygging vegarins bætir aðstæður til vetrarþjónustu og þegar hann verður tilbúinn verður það raunverulegur möguleiki að halda greiðum samgöngum milli norður og suðursvæðisins allt árið um kring. Vegabætur í Gufudalssveit Þá er enn eitt stórverkefnið hafið í Gufudalssveit og það hillir undir að vegur um Teigskóg verði loksins að veruleika. Vinna er hafin við veginn og þar með er séð fyrir endann á áratuga deilu um vegstæðið. Það er ánægjulegt að sjá að þeir sem fengu verkið eru meðvitaðir um að það er verið að vinna á ósnortnu landi og hafa það að leiðarljósi að lágmarka röskun. Víðar er unnið að endurbótum í fjórðungnum og samtals er verið að vinna á nærri 18 km kafla í þessu svæði. Allar þessar endurbætur eru mikilvægar fyrir þjóðina í heild sinni, hvort sem það er vegna verðmætra þjóðartekna sem verða til á Vestfjörðum, byggðasjónarmiða eða ferðaþjónustu. Allt hjálpar þetta hvort öðru. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun