Bæjarar fengu einn eftirsóttasta mann Evrópu á gjafaprís Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 10:31 Ryan Gravenberch er mættur til Bayern. Patrick Goosen/Getty Images Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München. Hann kemur frá Ajax á sannkölluðu gjafaverði. Hinn tvítugi Gravenberch var vægast sagt eftirsóttur er ljóst var að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning við Hollandsmeistara Ajax. Samningurinn hefði runnið út næsta sumar og því var Ajax tilbúið að selja þennan tvítuga miðjumann ódýrt frekar en að missa hann frítt eftir tæplega ár. Það nýttu Bæjarar sér en þeir borga aðeins tæpar 16 milljónir punda fyrir leikmanninn. Heildarverðið gæti þó numið 20 milljónum punda ef allar árangurstengdar greiðslur verða greiddar. Um er að ræða sannkallað gjafaverð ef miðað er við félagaskiptamarkaðinn í dag. Til að mynda er samlandi Gravenberch – Frenkie de Jong – mögulega á leið til Manchester United fyrir 80 milljónir punda. Gravenberch sjálfur var orðaður við Man United þar sem hans fyrrum þjálfari, Erik Ten Hag, er nú við stjórnvölin . „Þegar tilboðið kom frá Bayern þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Ég er kominn hingað til að vinna fjölda titla. Man United er stórt og fallegt félag en ég hafði þegar góða tilfinningu fyrir Bayern og hafði gefið þeim orð mitt.“ 2 0 2 7 @FCBayern Proud to be part of the Bayern family now. Ready for all that's coming and can't wait to start #MiaSanMia pic.twitter.com/QJqiOQvUse— Ryan Jiro Gravenberch (@RGravenberch) June 13, 2022 Skrifaði miðjumaðurinn undir fimm ára samning við Bayern. Verður forvitnilegt að sjá hvar Julian Nagelsmann stillir þessum spennandi leikmanni upp en hann getur leyst flestar stöður á miðsvæðinu. Líklegast mun hann spila eina af tveimur miðjumannsstöðunum í hinu skemmtilega 3-2-4-1 leikkerfi Bæjara. Fótbolti Þýski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Hinn tvítugi Gravenberch var vægast sagt eftirsóttur er ljóst var að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning við Hollandsmeistara Ajax. Samningurinn hefði runnið út næsta sumar og því var Ajax tilbúið að selja þennan tvítuga miðjumann ódýrt frekar en að missa hann frítt eftir tæplega ár. Það nýttu Bæjarar sér en þeir borga aðeins tæpar 16 milljónir punda fyrir leikmanninn. Heildarverðið gæti þó numið 20 milljónum punda ef allar árangurstengdar greiðslur verða greiddar. Um er að ræða sannkallað gjafaverð ef miðað er við félagaskiptamarkaðinn í dag. Til að mynda er samlandi Gravenberch – Frenkie de Jong – mögulega á leið til Manchester United fyrir 80 milljónir punda. Gravenberch sjálfur var orðaður við Man United þar sem hans fyrrum þjálfari, Erik Ten Hag, er nú við stjórnvölin . „Þegar tilboðið kom frá Bayern þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Ég er kominn hingað til að vinna fjölda titla. Man United er stórt og fallegt félag en ég hafði þegar góða tilfinningu fyrir Bayern og hafði gefið þeim orð mitt.“ 2 0 2 7 @FCBayern Proud to be part of the Bayern family now. Ready for all that's coming and can't wait to start #MiaSanMia pic.twitter.com/QJqiOQvUse— Ryan Jiro Gravenberch (@RGravenberch) June 13, 2022 Skrifaði miðjumaðurinn undir fimm ára samning við Bayern. Verður forvitnilegt að sjá hvar Julian Nagelsmann stillir þessum spennandi leikmanni upp en hann getur leyst flestar stöður á miðsvæðinu. Líklegast mun hann spila eina af tveimur miðjumannsstöðunum í hinu skemmtilega 3-2-4-1 leikkerfi Bæjara.
Fótbolti Þýski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira