Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bjarki Sigurðsson og Eiður Þór Árnason skrifa 16. júní 2022 09:22 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna næstu stýrivaxtahækkun sína þann 22. júní. Vísir/Sigurjón Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. Þegar hagfræðideild Landsbankans birti þjóðhagsspá sína í maí gerði hún ráð fyrir að stýrivextir myndu hækka um 0,5 prósent og er því um að ræða umtalsverða hækkun á stuttum tíma. Vísað er til þess að verðbólguhorfur hafi nú versnað, nýlegar tölur sýni mikinn hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi og gögn um innlenda kortaveltu sýni að eftirspurnarþrýstingur sé mikill. Fari stýrivextir upp í 4,5 prósent síðar í mánuðinum, líkt og gert er ráð fyrir, verða þeir orðnir jafnháir og þeir voru áður en peningastefnunefnd Seðlabankans hóf að lækka vexti árið 2019. Þrátt fyrir umtalsverðar stýrivaxtahækkanir síðustu misseri eru raunstýrivextir áfram neikvæðir. Greining Íslandsbanka telur líklegt að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé hvergi nærri lokið enda vilji bankinn trúlega koma raunstýrivöxtum yfir núllið fyrr en seinna. „Trúlega mun bankinn vilja stíga fast til jarðar því ef brugðist er of seint við gæti þurft að hækka vexti meira en ella. Það veltur svo ekki síst á því hvort, og þá hversu mikið, aðrir hagstjórnaraðilar á borð við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðar leggja hönd á plóg við að minnka verðbólguþrýsting á komandi misserum hversu hátt stýrivextirnir fara áður en yfir líkur í yfirstandandi vaxtahækkunarferli.“ Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðunina „Við teljum líklegt að nefndin muni ræða 0,5-1,0 prósentustiga hækkun vaxta, en á síðasta fundi var rætt um 0,75-1,0 prósentustiga hækkun. Nefndin var þá einróma í þeirri ákvörðun að hækka vextina um 1,0 prósentustig og gaf jafnframt til kynna að vextir yrðu einnig hækkaðir næst. Að þessu sinni teljum við líklegast að hækkun um 0,75 prósentustig verði niðurstaðan, sem er vissulega stórt skref þó það sé ekki jafn stórt og síðast,“ segir í spá Landsbankans. Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti en í nýjustu verðbólguspá er gert ráð fyrir því að verðbólgan verði 8,7 prósent í júní. Fréttin hefur verið uppfærð til að bæta við umfjöllun um nýja spá Greiningar Íslandsbanka. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. 15. júní 2022 10:13 Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. 9. júní 2022 21:17 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þegar hagfræðideild Landsbankans birti þjóðhagsspá sína í maí gerði hún ráð fyrir að stýrivextir myndu hækka um 0,5 prósent og er því um að ræða umtalsverða hækkun á stuttum tíma. Vísað er til þess að verðbólguhorfur hafi nú versnað, nýlegar tölur sýni mikinn hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi og gögn um innlenda kortaveltu sýni að eftirspurnarþrýstingur sé mikill. Fari stýrivextir upp í 4,5 prósent síðar í mánuðinum, líkt og gert er ráð fyrir, verða þeir orðnir jafnháir og þeir voru áður en peningastefnunefnd Seðlabankans hóf að lækka vexti árið 2019. Þrátt fyrir umtalsverðar stýrivaxtahækkanir síðustu misseri eru raunstýrivextir áfram neikvæðir. Greining Íslandsbanka telur líklegt að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé hvergi nærri lokið enda vilji bankinn trúlega koma raunstýrivöxtum yfir núllið fyrr en seinna. „Trúlega mun bankinn vilja stíga fast til jarðar því ef brugðist er of seint við gæti þurft að hækka vexti meira en ella. Það veltur svo ekki síst á því hvort, og þá hversu mikið, aðrir hagstjórnaraðilar á borð við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðar leggja hönd á plóg við að minnka verðbólguþrýsting á komandi misserum hversu hátt stýrivextirnir fara áður en yfir líkur í yfirstandandi vaxtahækkunarferli.“ Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðunina „Við teljum líklegt að nefndin muni ræða 0,5-1,0 prósentustiga hækkun vaxta, en á síðasta fundi var rætt um 0,75-1,0 prósentustiga hækkun. Nefndin var þá einróma í þeirri ákvörðun að hækka vextina um 1,0 prósentustig og gaf jafnframt til kynna að vextir yrðu einnig hækkaðir næst. Að þessu sinni teljum við líklegast að hækkun um 0,75 prósentustig verði niðurstaðan, sem er vissulega stórt skref þó það sé ekki jafn stórt og síðast,“ segir í spá Landsbankans. Versnandi verðbólguhorfur styðji við ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti en í nýjustu verðbólguspá er gert ráð fyrir því að verðbólgan verði 8,7 prósent í júní. Fréttin hefur verið uppfærð til að bæta við umfjöllun um nýja spá Greiningar Íslandsbanka.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. 15. júní 2022 10:13 Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. 9. júní 2022 21:17 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. 15. júní 2022 10:13
Hækka stýrivexti í fyrsta sinn í ellefu ár Evrópski seðlabankinn hyggst færa stýrivexti sína upp um 0,25 prósentustig í júlí sem verður fyrsta hækkunin í ellefu ár. Þá boðar seðlabankinn aðra hækkun í september sem gæti reynst umfangsmeiri ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. 9. júní 2022 21:17