Martröð í Montpellier: „Allt mjög þungt og erfitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júní 2022 09:00 Ólafur Andrés lítur björtum augum til framtíðar eftir strembinn vetur. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Ólafur Andrés Guðmundsson skrifaði í gær formlega undir samning hjá svissneska félaginu Amicitia Zürich. Hann batt þar með enda á martraðardvöl hjá Montpellier í Frakklandi. Ólafur hefur glímt við meiðsli frá leik Íslands og Noregs á EM karla í handbolta í janúar. Hann segir meðhöndlun á þeim meiðslum hafa verið misgóða hjá félagi sínum frá þeim tíma. „Það má náttúrulega deila um það hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að þessum málum. Ég hefði viljað gera hlutina töluvert öðruvísi, í samráði við mína þekkingu og þeirra sem ég leitaði til þá voru kannski ekki alltaf mínir hagsmunir sem voru númer 1, 2, og 3 þegar kemur að því hvenær ég átti að koma til baka og hvenær ekki og hvernig endurhæfingunni var háttað,“ Ólafur hefur varla spilað frá leik Íslands og Noregs um 5. sæti á EM í janúar.Nikola Krstic/MB Media/Getty Images Ólafur náði aðeins að spila einn leik fyrir Montpellier eftir EM í janúar. Sá leikur var gegn Kiel í Meistaradeildinni og varði skammt. „Þegar þetta er fyrst að stríða mér og ég er að koma til baka [eftir EM], þá koma mikil meiðsli inn í hópinn hjá Montpellier og ég er kannski smá pressaður af stað, þó mér líði eins og ég væri ekki tilbúinn. En þeir vildu meina að tíminn væri nægur og það væri fínt að keyra bara á þetta en svo klikkar það bara í fyrsta leik,“ „Ég veit ekki alveg hvort maður hefði átt að standa fastar á sínu og neita að spila, en samt hafði maður kannski ekki svo mikið val heldur, en þetta var allavega dýrt.“ segir Ólafur. Líkt og ítrekaðar slöngur í slönguspili „Ég er ekki alveg sáttur með hvernig var staðið að málum í kringum liðið,“ segir Ólafur. Hann kom til liðsins frá Kristianstad í Svíþjóð og var um að ræða töluvert stökk, í sterkari deild og sterkt lið í evrópskum handbolta. Ólafur segir þetta hafa farið vel af stað en vorið hafi svo verið vægast sagt erfitt. „Ég tók þetta stökk og lét á þetta reyna, en það er ýmislegt sem hefði getað farið öðruvísi. Þetta byrjaði mjög vel og leit mjög vel út og var með flott hlutverk, svo ég sá þetta ekki alveg taka þennan farveg. Oft á tíðum leið mér eins og ég væri í einhverju slönguspili, maður er kominn af stað og gengur vel en áður en maður veit af er maður kominn á byrjunarreit,“ „Ég er búinn að lenda helvíti oft í því að þegar ég held að ég sé kominn af stað, þá rennur maður niður slönguna og byrjar upp á nýtt. Þegar maður heldur að hlutirnir séu að fara að rúlla þá er manni kippt niður á jörðina. Svo það er dálítið búið að reyna á andlegu hliðina í því öllu saman. Það var krefjandi og þetta er búinn að vera erfiður vetur,“ segir Ólafur. View this post on Instagram A post shared by Ólafur Andrés Guðmundsson (@oligudmunds) Ekki bara erfitt fyrir hann Það eru töluverð viðbrigði sem fylgja því að flytja úr þægilegu umhverfi í Kristianstad í Svíþjóð til Frakklands. Ólafur á tvær dætur ásamt konu sinni og höfðu þau komið sér þar vel fyrir, enda verið í Kristianstad frá 2015. Ólafur segir hluti einfaldlega hvorki hafa smollið innan vallar né utan í Frakklandi. „Þetta var ekki alveg að klikka. Það er margt sem að er mjög skrýtið þegar kemur að þessu liði. Ég held að ég sé ekkert einn um það að finnast skrýtið hvernig var staðið að sumum hlutum þarna, en ég vil ekkert vera að tala of mikið um það og vil ekki fara að tala illa um Montpellier klúbbinn. En bara bæði handboltalega og fjölskyldulega þá small þetta bara ekki.“ Segir Ólafur sem segir ákvörðunina að semja við franska liðið hafa verið töluvert bratta. „Þetta gerðist hratt þegar ég fór til klúbbsins. Við flytjum í svolitlum flýti og náum ekkert að undirbúa okkur neitt eitthvað svakalega mikið fyrir þessa flutninga. Ég er með tvær dætur og það svolítið stökk fyrir þær að fara bara í franskan skóla var dálítið hent út í djúpu laugina. Ofan í það fæ ég ekki að spila og ekki að blómstra og hlutirnir ekki að virka eins og maður hefði viljað. Þá verður allt pínu þyngra. Eftir áramót var þetta allt mjög þungt og erfitt,“ Ólafur átti frábær sex ár með Kristianstad í Svíþjóð áður en hann tók stökkið til Frakklands.Christoffer Borg Mattisson / BILDBYRÅN / COP 261 Nokkrir kostir í stöðunni en Sviss metinn sá besti „Það er búið að vera dálítill túrbúlans og stress síðustu vikur en ég er mjög ánægður með lendinguna. Að fara inn í þetta verkefni er mjög spennnandi og þetta lítur vel út,“ segir Ólafur um komandi verkefni í Sviss. „Það hefði kannski verið best fyrir fjölskylduna að finna eitthvað í Skandinavíu, sem var það sem við vorum mest að skoða fyrst og bíða eftir að það myndi eitthvað opnast þar en það var ekkert nógu spennandi,“ segir Ólafur, sem er 32 ára gamall, en fékk engu að síður fjögurra ára samning hjá svissneksa félagi. Honum leist vel á traustið sem það sýndi og segir boð hafa verið of gott til að hafna. „Það þarf að skoða heildarpakkann og það er mikill kostur hvað þetta er langur samningur í Zurich, fjögur ár, og spennandi verkefni og passaði allt vel með það. Það voru alveg kostir í stöðunni en ef maður skoðar allt þá fannst mér þetta passa best. En þetta hefur ekki verið auðveld ákvörðun og maður hefur skoðað þetta í margar, margar vikur.“ Ólafur var kynntur sem nýr leikmaður Amiticia Zürich í gær.Mynd/Amiticia Zürich Framtíðin björt Ólafur er nú laus við kálfameiðslin og var í raun laus við þau áður en tímabilið kláraðist. Hann þakkar Montpellier fyrir að hafa ekki neytt hann í að spila undir lok tímabilsins þegar hann var að leita sér að félagi. „Núna er ég alveg heill og var í raun orðinn alveg heill þegar voru einhverjir tveir til þrír leikir eftir hjá Montpellier. En það var bara sameiginleg ákvörðun, því ég hef ekki spilað almennilegan handbolta síðan í janúar, og liðið búið að spila sig saman í langan tíma á meðan, að það hefði verið erfitt fyrir mig að koma inn í eitthvað hlutverk síðustu tvo leikina,“ Þessi strembni vetur er nú að baki og Ólafur lítur björtum augum til framtíðar og betri tíma. „Veturinn er ekki búinn að vera auðveldur, að vera endalaust í þessu harki, mig hlakkar bara til að breyta um umhverfi, komast í nýtt lið, með mín markmið, og spila bara handbolta aftur og njóta þess. Ég hlakka rosalega til þess að spila handbolta, það verður alveg yndislegt,“ „Mest hlakkar maður samt til að komast til Íslands, hitta fólkið sitt og núllstilla sig svolítið og mæta ferskur andlega og líkamlega í júlí,“ segir Ólafur. Franska Gvæjana Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ólafur hefur glímt við meiðsli frá leik Íslands og Noregs á EM karla í handbolta í janúar. Hann segir meðhöndlun á þeim meiðslum hafa verið misgóða hjá félagi sínum frá þeim tíma. „Það má náttúrulega deila um það hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að þessum málum. Ég hefði viljað gera hlutina töluvert öðruvísi, í samráði við mína þekkingu og þeirra sem ég leitaði til þá voru kannski ekki alltaf mínir hagsmunir sem voru númer 1, 2, og 3 þegar kemur að því hvenær ég átti að koma til baka og hvenær ekki og hvernig endurhæfingunni var háttað,“ Ólafur hefur varla spilað frá leik Íslands og Noregs um 5. sæti á EM í janúar.Nikola Krstic/MB Media/Getty Images Ólafur náði aðeins að spila einn leik fyrir Montpellier eftir EM í janúar. Sá leikur var gegn Kiel í Meistaradeildinni og varði skammt. „Þegar þetta er fyrst að stríða mér og ég er að koma til baka [eftir EM], þá koma mikil meiðsli inn í hópinn hjá Montpellier og ég er kannski smá pressaður af stað, þó mér líði eins og ég væri ekki tilbúinn. En þeir vildu meina að tíminn væri nægur og það væri fínt að keyra bara á þetta en svo klikkar það bara í fyrsta leik,“ „Ég veit ekki alveg hvort maður hefði átt að standa fastar á sínu og neita að spila, en samt hafði maður kannski ekki svo mikið val heldur, en þetta var allavega dýrt.“ segir Ólafur. Líkt og ítrekaðar slöngur í slönguspili „Ég er ekki alveg sáttur með hvernig var staðið að málum í kringum liðið,“ segir Ólafur. Hann kom til liðsins frá Kristianstad í Svíþjóð og var um að ræða töluvert stökk, í sterkari deild og sterkt lið í evrópskum handbolta. Ólafur segir þetta hafa farið vel af stað en vorið hafi svo verið vægast sagt erfitt. „Ég tók þetta stökk og lét á þetta reyna, en það er ýmislegt sem hefði getað farið öðruvísi. Þetta byrjaði mjög vel og leit mjög vel út og var með flott hlutverk, svo ég sá þetta ekki alveg taka þennan farveg. Oft á tíðum leið mér eins og ég væri í einhverju slönguspili, maður er kominn af stað og gengur vel en áður en maður veit af er maður kominn á byrjunarreit,“ „Ég er búinn að lenda helvíti oft í því að þegar ég held að ég sé kominn af stað, þá rennur maður niður slönguna og byrjar upp á nýtt. Þegar maður heldur að hlutirnir séu að fara að rúlla þá er manni kippt niður á jörðina. Svo það er dálítið búið að reyna á andlegu hliðina í því öllu saman. Það var krefjandi og þetta er búinn að vera erfiður vetur,“ segir Ólafur. View this post on Instagram A post shared by Ólafur Andrés Guðmundsson (@oligudmunds) Ekki bara erfitt fyrir hann Það eru töluverð viðbrigði sem fylgja því að flytja úr þægilegu umhverfi í Kristianstad í Svíþjóð til Frakklands. Ólafur á tvær dætur ásamt konu sinni og höfðu þau komið sér þar vel fyrir, enda verið í Kristianstad frá 2015. Ólafur segir hluti einfaldlega hvorki hafa smollið innan vallar né utan í Frakklandi. „Þetta var ekki alveg að klikka. Það er margt sem að er mjög skrýtið þegar kemur að þessu liði. Ég held að ég sé ekkert einn um það að finnast skrýtið hvernig var staðið að sumum hlutum þarna, en ég vil ekkert vera að tala of mikið um það og vil ekki fara að tala illa um Montpellier klúbbinn. En bara bæði handboltalega og fjölskyldulega þá small þetta bara ekki.“ Segir Ólafur sem segir ákvörðunina að semja við franska liðið hafa verið töluvert bratta. „Þetta gerðist hratt þegar ég fór til klúbbsins. Við flytjum í svolitlum flýti og náum ekkert að undirbúa okkur neitt eitthvað svakalega mikið fyrir þessa flutninga. Ég er með tvær dætur og það svolítið stökk fyrir þær að fara bara í franskan skóla var dálítið hent út í djúpu laugina. Ofan í það fæ ég ekki að spila og ekki að blómstra og hlutirnir ekki að virka eins og maður hefði viljað. Þá verður allt pínu þyngra. Eftir áramót var þetta allt mjög þungt og erfitt,“ Ólafur átti frábær sex ár með Kristianstad í Svíþjóð áður en hann tók stökkið til Frakklands.Christoffer Borg Mattisson / BILDBYRÅN / COP 261 Nokkrir kostir í stöðunni en Sviss metinn sá besti „Það er búið að vera dálítill túrbúlans og stress síðustu vikur en ég er mjög ánægður með lendinguna. Að fara inn í þetta verkefni er mjög spennnandi og þetta lítur vel út,“ segir Ólafur um komandi verkefni í Sviss. „Það hefði kannski verið best fyrir fjölskylduna að finna eitthvað í Skandinavíu, sem var það sem við vorum mest að skoða fyrst og bíða eftir að það myndi eitthvað opnast þar en það var ekkert nógu spennandi,“ segir Ólafur, sem er 32 ára gamall, en fékk engu að síður fjögurra ára samning hjá svissneksa félagi. Honum leist vel á traustið sem það sýndi og segir boð hafa verið of gott til að hafna. „Það þarf að skoða heildarpakkann og það er mikill kostur hvað þetta er langur samningur í Zurich, fjögur ár, og spennandi verkefni og passaði allt vel með það. Það voru alveg kostir í stöðunni en ef maður skoðar allt þá fannst mér þetta passa best. En þetta hefur ekki verið auðveld ákvörðun og maður hefur skoðað þetta í margar, margar vikur.“ Ólafur var kynntur sem nýr leikmaður Amiticia Zürich í gær.Mynd/Amiticia Zürich Framtíðin björt Ólafur er nú laus við kálfameiðslin og var í raun laus við þau áður en tímabilið kláraðist. Hann þakkar Montpellier fyrir að hafa ekki neytt hann í að spila undir lok tímabilsins þegar hann var að leita sér að félagi. „Núna er ég alveg heill og var í raun orðinn alveg heill þegar voru einhverjir tveir til þrír leikir eftir hjá Montpellier. En það var bara sameiginleg ákvörðun, því ég hef ekki spilað almennilegan handbolta síðan í janúar, og liðið búið að spila sig saman í langan tíma á meðan, að það hefði verið erfitt fyrir mig að koma inn í eitthvað hlutverk síðustu tvo leikina,“ Þessi strembni vetur er nú að baki og Ólafur lítur björtum augum til framtíðar og betri tíma. „Veturinn er ekki búinn að vera auðveldur, að vera endalaust í þessu harki, mig hlakkar bara til að breyta um umhverfi, komast í nýtt lið, með mín markmið, og spila bara handbolta aftur og njóta þess. Ég hlakka rosalega til þess að spila handbolta, það verður alveg yndislegt,“ „Mest hlakkar maður samt til að komast til Íslands, hitta fólkið sitt og núllstilla sig svolítið og mæta ferskur andlega og líkamlega í júlí,“ segir Ólafur.
Franska Gvæjana Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira