Gefur út skotleyfi á eigin flokkssystkini í kosningaauglýsingu Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 15:51 Eric Greitens sækist nú eftir að verða öldungadeildarþingmaður Missouri. Hann hætti sem ríkisstjóri í skugga alvarlegra ásakana árið 2018. Vísir/afp Frambjóðandi í forvali Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til öldungadeildarþings talar um að gefa út veiðileyfi á flokkssystkini sín í nýrri kosningaauglýsingu. Í henni sést frambjóðandinn vopnaður haglabyssu ráðast inn í hús í fylgd vopnaðra sérsveitarmanna. Auglýsing Erics Greitens, sem skoðanakannanir sýna með forystu fyrir forval Repúblikana í Missouri fyrir kosningar til annars öldungadeildarsætis ríkisins, hefur vakið mikla athygli. Í henni virðist hann hóta ofbeldi gegn öðrum repúblikönum sem eru honum ekki sammála. „Ég er Eric Greitens, sérsveitarmaður sjóhersins, og í dag ætlum við á RINO-veiðar,“ segir Greitens í upphafi myndbandsins. „RINO“ er skammstöfun á ensku sem stendur fyrir „repúblikanar að nafninu einu til“ (e. Republicans in name only). We are sick and tired of the Republicans in Name Only surrendering to Joe Biden & the radical Left.Order your RINO Hunting Permit today! pic.twitter.com/XLMdJnAzSK— Eric Greitens (@EricGreitens) June 20, 2022 Í framhaldinu sést hann sitja um dyr húss ásamt einkennisklæddum mönnum vopnuðum hríðskotarifflum. Greitens, sem sjálfur er vopnaður haglabyssu, lætur þar eins og hann tali inn á náttúrulífsmynd þegar hann segir aðra repúblikana „nærast á spillingu og hafa rendur hugleysis“. Í næstu andrá brjótast Greitens og félagar inn í húsið og virðast sprengja hvellsprengju. Inn í reykfylltu húsinu segir Greitens engin fjöldamörk á veiðileyfinum. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð. Sumir benda á að aukaleikarar í henni skarti einkennismerki sérsveitar hersins og setja spurningamerki við hvort að herinn hafi veitt leyfi fyrir því. Aðrir benda einfaldlega á að auglýsingin sé „sturluð“. I mean, yes it's a dumb joke, but if you wanted to lean into that, you'd have them some on some kind of safari, not breaking into a house where they are presumably going to murder someone. Truly grotesque. https://t.co/FPd970QTIF— Chris Hayes (@chrislhayes) June 20, 2022 "if you don't agree that donald trump is god emperor we'll send brownshirts to murder you" https://t.co/mpd75yFxwm— b-boy bouiebaisse (@jbouie) June 20, 2022 Sakaður um ofbeldi og ógnanir Þó að Greitens lýsi sér sem „utangarðsmanni“ í stjórnmálum í auglýsingunni þá er hann fyrrverandi ríkisstjóri Missouri. Hann neyddist til að segja af sér árið 2018 eftir að hann var ákærður fyrir að taka nektarmyndir af hjákonu sinni og hóta henni með því að birta þær. Í kosningabaráttunni nú hefur fyrrverandi eiginkona Greitens sakað hann um að beita sig ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún sóttist eftir skilnaði eftir hneykslismálið árið 2018. Í skriflegri yfirlýsingu fyrir dómstól sagði hún jafnframt að reynt hafi verið að takmarka aðgang hans að skotvopnum vegna þess að hann sýndi af sér „óstöðuga og ofbeldisfulla hegðun“. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51 Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Auglýsing Erics Greitens, sem skoðanakannanir sýna með forystu fyrir forval Repúblikana í Missouri fyrir kosningar til annars öldungadeildarsætis ríkisins, hefur vakið mikla athygli. Í henni virðist hann hóta ofbeldi gegn öðrum repúblikönum sem eru honum ekki sammála. „Ég er Eric Greitens, sérsveitarmaður sjóhersins, og í dag ætlum við á RINO-veiðar,“ segir Greitens í upphafi myndbandsins. „RINO“ er skammstöfun á ensku sem stendur fyrir „repúblikanar að nafninu einu til“ (e. Republicans in name only). We are sick and tired of the Republicans in Name Only surrendering to Joe Biden & the radical Left.Order your RINO Hunting Permit today! pic.twitter.com/XLMdJnAzSK— Eric Greitens (@EricGreitens) June 20, 2022 Í framhaldinu sést hann sitja um dyr húss ásamt einkennisklæddum mönnum vopnuðum hríðskotarifflum. Greitens, sem sjálfur er vopnaður haglabyssu, lætur þar eins og hann tali inn á náttúrulífsmynd þegar hann segir aðra repúblikana „nærast á spillingu og hafa rendur hugleysis“. Í næstu andrá brjótast Greitens og félagar inn í húsið og virðast sprengja hvellsprengju. Inn í reykfylltu húsinu segir Greitens engin fjöldamörk á veiðileyfinum. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð. Sumir benda á að aukaleikarar í henni skarti einkennismerki sérsveitar hersins og setja spurningamerki við hvort að herinn hafi veitt leyfi fyrir því. Aðrir benda einfaldlega á að auglýsingin sé „sturluð“. I mean, yes it's a dumb joke, but if you wanted to lean into that, you'd have them some on some kind of safari, not breaking into a house where they are presumably going to murder someone. Truly grotesque. https://t.co/FPd970QTIF— Chris Hayes (@chrislhayes) June 20, 2022 "if you don't agree that donald trump is god emperor we'll send brownshirts to murder you" https://t.co/mpd75yFxwm— b-boy bouiebaisse (@jbouie) June 20, 2022 Sakaður um ofbeldi og ógnanir Þó að Greitens lýsi sér sem „utangarðsmanni“ í stjórnmálum í auglýsingunni þá er hann fyrrverandi ríkisstjóri Missouri. Hann neyddist til að segja af sér árið 2018 eftir að hann var ákærður fyrir að taka nektarmyndir af hjákonu sinni og hóta henni með því að birta þær. Í kosningabaráttunni nú hefur fyrrverandi eiginkona Greitens sakað hann um að beita sig ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún sóttist eftir skilnaði eftir hneykslismálið árið 2018. Í skriflegri yfirlýsingu fyrir dómstól sagði hún jafnframt að reynt hafi verið að takmarka aðgang hans að skotvopnum vegna þess að hann sýndi af sér „óstöðuga og ofbeldisfulla hegðun“.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51 Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51
Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent