Markasúpa á nýjum heimavelli Fram, Ísak Snær sneri aftur og Atli bjargaði KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 10:30 Guðmundur Magnússon bauð gesti og gangandi velkomna í Úlfarsárdal. Vísir/Diego Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Fram vígði nýjan heimavöll og bauð til veislu er ÍBV kom í heimsókn. Stjarnan tók á móti KR og Breiðablik skoraði fjögur gegn KA. Fram spilaði sinn fyrsta leik í Úlfarsárdal og fengu Eyjamenn í heimsókn. Guðmundur Magnússon virðist kunna vel við sig í dalnum þrátt fyrir að vera alinn upp í mýrinni en framherjinn skoraði öll þrjú mörk Fram í stórskemmtilegu 3-3 jafntefli. Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö fyrir ÍBV og Alex Freyr Hilmarsson eitt. Klippa: Besta deild karla: Fram 3-3 Stjarnan Á Kópavogsvelli var KA í heimsókn en topplið Breiðabliks tapaði gegn Val í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Ísak Snær Þorvaldsson sneri aftur úr leikbanni og öllum að óvörum skoraði hann fyrsta mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. Eftir mikla pressu gestanna skoraði Jason Daði Svanþórsson annað mark Blika á 65. mínútu og Viktor Karl Einarsson það þriðja skömmu síðar. Ísak Snær lagði upp bæði mörkin. Jason Daði bætti svo við fjórða markinu áður en Elfar Árni Aðalsteinsson minnkaði muninn fyrir gestina, lokatölur 4-1 og Breiðablik komið aftur á beinu brautina. Klippa: Breiðablik 4-1 KA Í Garðabænum var KR í heimsókn. Daníel Finns Matthíasson kom Stjörnunni yfir snemma leiks. Stefndi í að það yrði eina mark leiksins en undir lok leiks skóflaði Theódór Elmar Bjarnason – sem brenndi af víti fyrr í leiknum - boltanum inn í og Atli Sigurjónsson jafnaði með frábærum skalla. Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli. Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 1-1 KR Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Stjarnan KA Breiðablik Fram ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum. 20. júní 2022 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-KR 1-1 | Atli náði að næla í stig fyrir KR gegn Stjörnunni Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. 20. júní 2022 21:07 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Fram spilaði sinn fyrsta leik í Úlfarsárdal og fengu Eyjamenn í heimsókn. Guðmundur Magnússon virðist kunna vel við sig í dalnum þrátt fyrir að vera alinn upp í mýrinni en framherjinn skoraði öll þrjú mörk Fram í stórskemmtilegu 3-3 jafntefli. Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö fyrir ÍBV og Alex Freyr Hilmarsson eitt. Klippa: Besta deild karla: Fram 3-3 Stjarnan Á Kópavogsvelli var KA í heimsókn en topplið Breiðabliks tapaði gegn Val í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Ísak Snær Þorvaldsson sneri aftur úr leikbanni og öllum að óvörum skoraði hann fyrsta mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. Eftir mikla pressu gestanna skoraði Jason Daði Svanþórsson annað mark Blika á 65. mínútu og Viktor Karl Einarsson það þriðja skömmu síðar. Ísak Snær lagði upp bæði mörkin. Jason Daði bætti svo við fjórða markinu áður en Elfar Árni Aðalsteinsson minnkaði muninn fyrir gestina, lokatölur 4-1 og Breiðablik komið aftur á beinu brautina. Klippa: Breiðablik 4-1 KA Í Garðabænum var KR í heimsókn. Daníel Finns Matthíasson kom Stjörnunni yfir snemma leiks. Stefndi í að það yrði eina mark leiksins en undir lok leiks skóflaði Theódór Elmar Bjarnason – sem brenndi af víti fyrr í leiknum - boltanum inn í og Atli Sigurjónsson jafnaði með frábærum skalla. Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli. Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 1-1 KR Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Stjarnan KA Breiðablik Fram ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum. 20. júní 2022 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-KR 1-1 | Atli náði að næla í stig fyrir KR gegn Stjörnunni Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. 20. júní 2022 21:07 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum. 20. júní 2022 21:20
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-KR 1-1 | Atli náði að næla í stig fyrir KR gegn Stjörnunni Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. 20. júní 2022 21:07
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45