Stúkan um annað mark ÍBV: „Afdrifarík mistök“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 13:00 Leikmenn ÍBV fagna öðru marki sínu þar sem um greinilega rangstöðu var að ræða. Vísir/Diego Stúkan rýndi í annað mark ÍBV er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fram í Úlfarsárdal í Grafarholti. Nýtt myndefni sýnir að „Andri Rúnar Bjarnason er klárlega fyrir innan“ í aðdraganda marksins en atburðarrásin fyrir markið var vægast sagt undarleg. Fram og ÍBV gerðu jafntefli í einkar fjörum leik á mánudagskvöld. Annað mark gestanna frá Vestmannaeyjum fór í taugarnar á heimamönnum og réttilega. Í Stúkunni á mánudag var ekki hægt að sjá nákvæmlega hvað það var sem fór í taugarnar á heimamönnum en þökk sé nýju myndefni var hægt að skoða það í þætti gærdagsins. Atvikið og umræðuna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Hér sjáum við markið sem Andri Rúnar skorar. Hér er Þórir (Guðjónsson) að sparka boltanum fram, hann er meiddur og sest niður,“ segir Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi. Í kjölfarið sést að aðstoðardómarinn biður Þóri um að koma af velli, sem hann og gerir. Þetta gerir það að verkum að aðstoðardómarinn er ekki í línu og sér því ekki þegar Andri Rúnar fær sendingu í gegnum vörn Fram sem hann afgreiddi snyrtilega milli fóta Ólafs Íshólm í marki Fram. Þórir Guðjónsson meiddist í aðdraganda marksins.Vísir/Diego „En Andri Rúnar er klárlega fyrir innan þarna. Í raun eina sem er hægt að segja er að þetta eru mistök hjá aðstoðardómaranum,“ bætti Guðmundur við. „Það er þannig. Ég svo sem kann þessa reglu svo illa en við erum búin að fá góðar útskýringar á því að þetta eru bara mistök. Hann er ekki í línu, sér ekki línuna og treystir sér því ekki til að flagga rangstöðu – eftir að hafa gefið Þóri leyfi til að fara af velli,“ sagði Reynir Leósson um atvikið. „Þórir hefði ekki getað farið sjálfur af velli því að þá hefði hann getað verið að nýta sér það að reyna gera Andra Rúnar rangstæðan með því að stíga út fyrir og vera ekki hluti af leiknum. En hann fékk leyfi en það var bara orðið of seint,“ bætti Guðmundur við. „Ég helt þetta væri þannig og þess vegna hefði aðstoðardómarinn ekki flaggað því Þórir ætlaði að fara af velli til að gera Andra Rúnar rangstæðan. Þetta voru bara mistök, auðvitað gera allir mistök en þessi voru afdrifarík,“ sagði Reynir. Margrét Lára Viðarsdóttir endaði þó á að hrósa dómaranum fyrir að giska ekki út í bláinn. „Ótrúlega skondið atvik einhvern veginn. Mér finnst vel gert hjá aðstoðardómaranum að ef hann sér ekki atvikið þá getur hann ekki dæmt það. Hann er eflaust að meta þetta þannig að hann hafi ekki séð það.“ Klippa: Stúkan: Nýtt myndefni af öðru marki ÍBV gegn Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Stúkan Fram ÍBV Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
Fram og ÍBV gerðu jafntefli í einkar fjörum leik á mánudagskvöld. Annað mark gestanna frá Vestmannaeyjum fór í taugarnar á heimamönnum og réttilega. Í Stúkunni á mánudag var ekki hægt að sjá nákvæmlega hvað það var sem fór í taugarnar á heimamönnum en þökk sé nýju myndefni var hægt að skoða það í þætti gærdagsins. Atvikið og umræðuna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Hér sjáum við markið sem Andri Rúnar skorar. Hér er Þórir (Guðjónsson) að sparka boltanum fram, hann er meiddur og sest niður,“ segir Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi. Í kjölfarið sést að aðstoðardómarinn biður Þóri um að koma af velli, sem hann og gerir. Þetta gerir það að verkum að aðstoðardómarinn er ekki í línu og sér því ekki þegar Andri Rúnar fær sendingu í gegnum vörn Fram sem hann afgreiddi snyrtilega milli fóta Ólafs Íshólm í marki Fram. Þórir Guðjónsson meiddist í aðdraganda marksins.Vísir/Diego „En Andri Rúnar er klárlega fyrir innan þarna. Í raun eina sem er hægt að segja er að þetta eru mistök hjá aðstoðardómaranum,“ bætti Guðmundur við. „Það er þannig. Ég svo sem kann þessa reglu svo illa en við erum búin að fá góðar útskýringar á því að þetta eru bara mistök. Hann er ekki í línu, sér ekki línuna og treystir sér því ekki til að flagga rangstöðu – eftir að hafa gefið Þóri leyfi til að fara af velli,“ sagði Reynir Leósson um atvikið. „Þórir hefði ekki getað farið sjálfur af velli því að þá hefði hann getað verið að nýta sér það að reyna gera Andra Rúnar rangstæðan með því að stíga út fyrir og vera ekki hluti af leiknum. En hann fékk leyfi en það var bara orðið of seint,“ bætti Guðmundur við. „Ég helt þetta væri þannig og þess vegna hefði aðstoðardómarinn ekki flaggað því Þórir ætlaði að fara af velli til að gera Andra Rúnar rangstæðan. Þetta voru bara mistök, auðvitað gera allir mistök en þessi voru afdrifarík,“ sagði Reynir. Margrét Lára Viðarsdóttir endaði þó á að hrósa dómaranum fyrir að giska ekki út í bláinn. „Ótrúlega skondið atvik einhvern veginn. Mér finnst vel gert hjá aðstoðardómaranum að ef hann sér ekki atvikið þá getur hann ekki dæmt það. Hann er eflaust að meta þetta þannig að hann hafi ekki séð það.“ Klippa: Stúkan: Nýtt myndefni af öðru marki ÍBV gegn Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Stúkan Fram ÍBV Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira