Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 08:01 Það verður vel fagnað ef að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur þeirra í landsliðinu komasta áfram úr sínum riðli á EM. Því myndi einnig fylgja aukið verðlaunafé. vísir/Hulda Margrét Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. Ísland er nú með á EM í fjórða sinn í röð og byrjar mótið á leik við Belgíu í Manchester 10. júlí, áður en liðið mætir svo Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Öll sextán liðin á EM fá að lágmarki 600.000 evrur fyrir að vera með. Það er tvöfalt hærri upphæð en á EM í Hollandi 2017 og jafngildir í dag um 83 milljónum króna. Á móti kemur hins vegar mikill kostnaður við þátttöku á mótinu og undirbúning fyrir það. Fá fjórtán milljónir fyrir sigur Það mun svo skipta máli fjárhagslega hvaða úrslitum Ísland nær í riðlinum. Fyrir hvern sigur í riðlinum fást 100.000 evrur, eða um 14 milljónir króna, og fyrir jafntefli fæst helmingi lægri upphæð. Tvö lið úr hverjum riðli á EM komast svo áfram í 8-liða úrslit og þangað stefnir Ísland. Takist það tryggir íslenska liðið sér 205.000 evrur í viðbót, eða 28 milljónir króna. Fyrir að komast í undanúrslit fást svo 320.000 evrur (44 milljónir króna) í viðbót, og silfurlið mótsins fær að auki 420.000 evrur (58 milljónir) og Evrópumeistararnir 660.000 evrur (92 milljónir). Það þýðir að Evrópumeistararnir, sem krýndir verða um verslunarmannahelgina, fá alls 2.085.000 evrur eða jafnvirði um það bil 290 milljóna króna, miðað við gengi dagsins. Þrjú íslensk félög fá bætur Þau félög sem eiga fulltrúa á EM fá 500 evrur fyrir hvern dag sem þau eru án sinna leikmanna. Þar er talinn með tíminn sem fer í undirbúning fyrir mótið. Félög fá því að lágmarki 10.000 evrur fyrir hvern leikmann eða um það bil 1,4 milljón króna. Þetta er í fyrsta sinn sem félög fá bætur vegna leikmanna sem þau missa á EM. Í íslenska landsliðshópnum eru sex leikmenn á mála hjá íslenskum félagsliðum. Valur á þrjá fulltrúa á mótinu, þær Söndru Sigurðardóttur, Elínu Mettu Jensen og Elísu Viðarsdóttur. Félagið fær því 4,2 milljónir króna, að lágmarki. Breiðablik á tvo fulltrúa, þær Telmu Ívarsdóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, og fær 2,8 milljónir að lágmarki. Selfoss á svo Sif Atladóttur sem skilar félaginu að lágmarki 1,4 milljón í bætur. Hvað þessar bætur snertir skiptir ekki máli hvort leikmenn spila á mótinu eða hvort þeir sitja á varamannabekknum í öllum leikjum. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Ísland er nú með á EM í fjórða sinn í röð og byrjar mótið á leik við Belgíu í Manchester 10. júlí, áður en liðið mætir svo Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Öll sextán liðin á EM fá að lágmarki 600.000 evrur fyrir að vera með. Það er tvöfalt hærri upphæð en á EM í Hollandi 2017 og jafngildir í dag um 83 milljónum króna. Á móti kemur hins vegar mikill kostnaður við þátttöku á mótinu og undirbúning fyrir það. Fá fjórtán milljónir fyrir sigur Það mun svo skipta máli fjárhagslega hvaða úrslitum Ísland nær í riðlinum. Fyrir hvern sigur í riðlinum fást 100.000 evrur, eða um 14 milljónir króna, og fyrir jafntefli fæst helmingi lægri upphæð. Tvö lið úr hverjum riðli á EM komast svo áfram í 8-liða úrslit og þangað stefnir Ísland. Takist það tryggir íslenska liðið sér 205.000 evrur í viðbót, eða 28 milljónir króna. Fyrir að komast í undanúrslit fást svo 320.000 evrur (44 milljónir króna) í viðbót, og silfurlið mótsins fær að auki 420.000 evrur (58 milljónir) og Evrópumeistararnir 660.000 evrur (92 milljónir). Það þýðir að Evrópumeistararnir, sem krýndir verða um verslunarmannahelgina, fá alls 2.085.000 evrur eða jafnvirði um það bil 290 milljóna króna, miðað við gengi dagsins. Þrjú íslensk félög fá bætur Þau félög sem eiga fulltrúa á EM fá 500 evrur fyrir hvern dag sem þau eru án sinna leikmanna. Þar er talinn með tíminn sem fer í undirbúning fyrir mótið. Félög fá því að lágmarki 10.000 evrur fyrir hvern leikmann eða um það bil 1,4 milljón króna. Þetta er í fyrsta sinn sem félög fá bætur vegna leikmanna sem þau missa á EM. Í íslenska landsliðshópnum eru sex leikmenn á mála hjá íslenskum félagsliðum. Valur á þrjá fulltrúa á mótinu, þær Söndru Sigurðardóttur, Elínu Mettu Jensen og Elísu Viðarsdóttur. Félagið fær því 4,2 milljónir króna, að lágmarki. Breiðablik á tvo fulltrúa, þær Telmu Ívarsdóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, og fær 2,8 milljónir að lágmarki. Selfoss á svo Sif Atladóttur sem skilar félaginu að lágmarki 1,4 milljón í bætur. Hvað þessar bætur snertir skiptir ekki máli hvort leikmenn spila á mótinu eða hvort þeir sitja á varamannabekknum í öllum leikjum.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira