Mætir Arnari 23 árum eftir að hann mætti honum inni á vellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2022 13:01 Ildefons Lima í baráttu við Jóhann Berg Guðmundsson í leik Andorra og Íslands í undankeppni EM vorið 2019. Þótt Jóhann Berg sé kominn á fertugsaldurinn var hann enn í 7. flokki þegar Lima lék sinn fyrsta A-landsleik. Lima er enn að og verður í eldlínunni í Víkinni í kvöld. getty/Quality Sport Images Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Inter Club d'Escaldes frá Andorra í úrslitaleik um sæti í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Víkinni í kvöld. Í liði gestanna er einn allra reyndasti fótboltamaður heims. Meistaradeild Evrópu tímabilið 2022-23 hófst í Víkinni á þriðjudaginn. Inter Club d'Escaldes vann þá La Fiorita frá San Marinó, 2-1, á meðan Víkingur rústaði Levadia Tallin frá Eistlandi, 6-1. Miðað við leikina tvo á þriðjudaginn eru Víkingar mörgum ljósárum á undan Inter í getu og allt nema stórsigur Íslands- og bikarmeistaranna í kvöld yrði að teljast óvænt. En hver svo sem úrslit leiksins í kvöld verða ætla leikmenn Inter allavega að njóta dvalarinnar í Reykjavík til hins ítrasta. Í gær sást til þeirra á hlaupahjólum á Austurvelli og þá skoðuðu þeir Hallgrímskirkju. Leikmenn Inter Club d Escaldes láta sér amk ekki leiðast í Reykjavík meðan að þeir bíða eftir úrslitaleik gegn @vikingurfc pic.twitter.com/4EuOtayri1— Aron Guðmundsson (@ronnigudmunds) June 23, 2022 Visiting Reykjavík #andorra #ísland #iceland #inter #vikingur #championslesgue pic.twitter.com/BHt7HKbwwJ— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 23, 2022 Þekktasti leikmaður Inter er Ildefons Lima. Óhætt er að kalla hann reynslubolta en Lima er nefnilega á 43. aldursári og hefur spilað í meistaraflokki síðan 1997. Þá voru margir samherja hans ekki fæddir. Lima, sem fæddist 10. desember 1979 í Barcelona, er leikja- og markahæstur í sögu landsliðs Andorra með 134 leiki og ellefu mörk, þrátt fyrir að vera miðvörður. Hann lék sinn fyrsta landsleik 22. júní 1997. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen. Lima rífur kjaft við Joleon Lescott í leik Englands og Andorra á Wembley sumarið 2009.getty/Phil Cole Þegar Lima var enn ungur mætti hann Íslandi í undankeppni EM 2000. Hann var í byrjunarliði Andorra í fyrri leik liðanna 27. mars 1999. Ísland vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Í byrjunarliði Íslands var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Leiðir þeirra liggja nú aftur saman, 23 árum seinna, þótt hlutverkin séu ólík. Arnar er á hliðarlínunni en Lima enn að spila. Arnar Gunnlaugsson endurnýjar kynnin við Lima í kvöld.vísir/Hulda Margrét Lima lék ekki seinni leik Íslands og Andorra í undankeppni EM 2000 sem Íslendingar unnu 3-0. Hann hefur þó mætt Íslandi þrisvar sinnum síðan, í vináttulandsleik 2002 og svo í tveimur leikjum í undankeppni EM 2020. Í marki Íslands í leikjunum gegn Andorra 2019 stóð Hannes Þór Halldórsson, nýjasti leikmaður Víkings. Þeir Lima hittust í Víkinni fyrr í vikunni og hinn síungi Lima birti mynd af þeim saman á Twitter. Nice to see you again @hanneshalldors #andorra #ísland #halldorsson #keeper #reykjavik #vikingur #iceland #legend #worldcup #vikingclap pic.twitter.com/j7rSyR2np2— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 19, 2022 Sigurvegarinn í leik Víkings og Inter mætir Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Þjálfari Malmö er Víkingum vel kunnur; Milos Milojevic, fyrrverandi leikmaður og þjálfari þeirra rauðsvörtu. Leikur Víkings og Inter hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Andorra Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Meistaradeild Evrópu tímabilið 2022-23 hófst í Víkinni á þriðjudaginn. Inter Club d'Escaldes vann þá La Fiorita frá San Marinó, 2-1, á meðan Víkingur rústaði Levadia Tallin frá Eistlandi, 6-1. Miðað við leikina tvo á þriðjudaginn eru Víkingar mörgum ljósárum á undan Inter í getu og allt nema stórsigur Íslands- og bikarmeistaranna í kvöld yrði að teljast óvænt. En hver svo sem úrslit leiksins í kvöld verða ætla leikmenn Inter allavega að njóta dvalarinnar í Reykjavík til hins ítrasta. Í gær sást til þeirra á hlaupahjólum á Austurvelli og þá skoðuðu þeir Hallgrímskirkju. Leikmenn Inter Club d Escaldes láta sér amk ekki leiðast í Reykjavík meðan að þeir bíða eftir úrslitaleik gegn @vikingurfc pic.twitter.com/4EuOtayri1— Aron Guðmundsson (@ronnigudmunds) June 23, 2022 Visiting Reykjavík #andorra #ísland #iceland #inter #vikingur #championslesgue pic.twitter.com/BHt7HKbwwJ— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 23, 2022 Þekktasti leikmaður Inter er Ildefons Lima. Óhætt er að kalla hann reynslubolta en Lima er nefnilega á 43. aldursári og hefur spilað í meistaraflokki síðan 1997. Þá voru margir samherja hans ekki fæddir. Lima, sem fæddist 10. desember 1979 í Barcelona, er leikja- og markahæstur í sögu landsliðs Andorra með 134 leiki og ellefu mörk, þrátt fyrir að vera miðvörður. Hann lék sinn fyrsta landsleik 22. júní 1997. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen. Lima rífur kjaft við Joleon Lescott í leik Englands og Andorra á Wembley sumarið 2009.getty/Phil Cole Þegar Lima var enn ungur mætti hann Íslandi í undankeppni EM 2000. Hann var í byrjunarliði Andorra í fyrri leik liðanna 27. mars 1999. Ísland vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Í byrjunarliði Íslands var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Leiðir þeirra liggja nú aftur saman, 23 árum seinna, þótt hlutverkin séu ólík. Arnar er á hliðarlínunni en Lima enn að spila. Arnar Gunnlaugsson endurnýjar kynnin við Lima í kvöld.vísir/Hulda Margrét Lima lék ekki seinni leik Íslands og Andorra í undankeppni EM 2000 sem Íslendingar unnu 3-0. Hann hefur þó mætt Íslandi þrisvar sinnum síðan, í vináttulandsleik 2002 og svo í tveimur leikjum í undankeppni EM 2020. Í marki Íslands í leikjunum gegn Andorra 2019 stóð Hannes Þór Halldórsson, nýjasti leikmaður Víkings. Þeir Lima hittust í Víkinni fyrr í vikunni og hinn síungi Lima birti mynd af þeim saman á Twitter. Nice to see you again @hanneshalldors #andorra #ísland #halldorsson #keeper #reykjavik #vikingur #iceland #legend #worldcup #vikingclap pic.twitter.com/j7rSyR2np2— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 19, 2022 Sigurvegarinn í leik Víkings og Inter mætir Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Þjálfari Malmö er Víkingum vel kunnur; Milos Milojevic, fyrrverandi leikmaður og þjálfari þeirra rauðsvörtu. Leikur Víkings og Inter hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Andorra Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira