Óskiljanlegt Einar Helgason skrifar 24. júní 2022 12:30 Það er margt í þessum heimi sem maður ekki skilur og allra síst í íslensku þjóðlífi. Ég botna til dæmis ekkert í íslenskri verkalýðsforystu sem virðist berjast af heilum hug fyrir bættum hag félagsmanna sinna. Aldrei nokkurn tímann hef ég heyrt þessa forkólfa tala um að Íslensk alþýða gæti öðlast stöðuleika og meira öryggi með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í fyllingu tímans. Getur það verið að þessir forkólfar hafi aldrei heyrt talað um að vextir og lánakjör til húsnæðiskaupa á evrusvæðinu sé mun manneskulegri en á Íslandi. Er það hugsanlegt að þeir viti ekkert um að Íslenska krónan heldur allri alþýðu manna á Íslandi í fjötrum sérhagsmuna þar sem örfá fyrirtæki skipta markaðnum á milli sín. Hafa þeir ekki hugmynd um að tryggingar á heimilisbílnum er uppundir helmingi ódýrari á evrusvæðinu. Vita þeir ekkert um að Íslenskir bankar sjúga sig fasta á Íslenska alþýðu eins og blóðsugur og taka gjald fyrir þjónustu sína sem er einhver sú dýrasta í vestrænum heimi. Ég byrjaði þessar hugleiðingar mínar á því að tala um það sem mér finnst óskiljanlegt í íslensku þjóðlífi. Og kannski er það bara svo að ég sé svona heimskur að ég hafi ekki skilning á Íslenskum veruleika. Kannski er forystufólk fyrir Íslenskum verkalýð í þeim flokki að vera uppfullir af þjóðrembu og telja að við eigum ekki að koma nálægt þeim félagsskap því þá missum við sjálfstæðið. En auðvita hljómar það eins og öfugmæli þegar við verðum að hlíta öllum reglugerðum sem kemur frá Evrópusambandinu en taka ekki þátt í að móta þær með öðrum frjálsum þjóðum í Evrópu. Eða finnst kannski forystufólki fyrir Íslenskum verkalýð þetta brjálæði með Íslensku krónuna vera í fínu lagi og bara eðlilegur liður í Íslensku samfélagi þar sem ráðamenn og seðlabanki geta breitt kjörum venjulegs fólks með einu pennastriki. Það má kannski segja að þau uppveðrist og finni til sín í hvert sinn sem vöxtum á lánum er breitt og þá geta þau gjammað í fjölmiðla. En fyrst ég er farin að tala um Evrópusambandið og að Ísland gerst þar fullgildur aðili þá get ég ekki hætt þessum skrifum án þess að minnast á íslenska stjórnmálaflokka. Fyrir einhverjum árum var krataflokkur stofnaður á Íslandi og átti að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem hér er búin að vera við völd meira og minna í hundrað ár. En við vitum öll að sá flokkur stendur dyggilegan vörð um sérhagsmunaöflin í þjóðfélaginu og um leið þessa handónýtu krónu. En Samfylkingin hafði í byrjun á sinni stefnuskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu sem þeir töldu réttilega að væri til hagsbóta fyrir þjóðfélagið. En hver fjandinn skeði? Nú heyrist ekki bofs frá þeim flokki þrátt fyrir að stuðningur við þetta mál hafi stóraukist meðal annars út af þessari morðárás Rússa á Úkraínu. Það er eins og fyrstu drögin í stefnuskrá þessa flokks hafi tínst og ekki fundist aftur. Og mér er minnisstætt að það var talað við einn frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og hún spurð út í þessi mál (Þórunn Sveinbjarnardóttir) og virtist hún koma af fjöllum. Hún reyndar svaraði með annarri spurningu og spurði hálfundrandi hvort einhver á Íslandi væri að hugsa um þau mál núna. Ef þetta er skoðun allra þingmanna Samfylkingarinnar að þegja mál í hel ef þau eru ekki í almennri umræðu þrátt fyrir að þau séu í upphaflegri stefnuskrá þeirra þá er þetta ekki flokkur sem er þess virði að fylgja að málum. Ég reikna með að það dyljist engum sem lesið hafa þessar línur að ég er stuðningsmaður þess að Ísland gerist fullgildur aðili að Evrópusambandinu. Ekki eingöngu fyrir þá vonarglætu að einhver festa komist á fjármál venjulegs fólks á Íslandi í stað þess að það veltist um í einhverjum hoppukastala óstöðuleika sem það hefur enga stjórn á. Heldur fyrir það að Evrópusambandið er fyrst og fremst friðar og mannúðarsamband sem Ísland á heima í sem fullgildur aðili. Mér finnst það ekki stórmannlegt af lítilli frekjuþjóð norður í ballarhafi að reyna troðast sem einhver aukaaðili inn í samtök þjóða til þess eins að njóta gæðanna sem þar bjóðast. Friður í heiminum verður ekki unnin með því að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn eða að beina ljósgeisla upp í loftið í Viðey. Það þarf að leggja meira á sig heldur en það. Höfundur er fyrrverandi bílstjóri og sjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er margt í þessum heimi sem maður ekki skilur og allra síst í íslensku þjóðlífi. Ég botna til dæmis ekkert í íslenskri verkalýðsforystu sem virðist berjast af heilum hug fyrir bættum hag félagsmanna sinna. Aldrei nokkurn tímann hef ég heyrt þessa forkólfa tala um að Íslensk alþýða gæti öðlast stöðuleika og meira öryggi með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í fyllingu tímans. Getur það verið að þessir forkólfar hafi aldrei heyrt talað um að vextir og lánakjör til húsnæðiskaupa á evrusvæðinu sé mun manneskulegri en á Íslandi. Er það hugsanlegt að þeir viti ekkert um að Íslenska krónan heldur allri alþýðu manna á Íslandi í fjötrum sérhagsmuna þar sem örfá fyrirtæki skipta markaðnum á milli sín. Hafa þeir ekki hugmynd um að tryggingar á heimilisbílnum er uppundir helmingi ódýrari á evrusvæðinu. Vita þeir ekkert um að Íslenskir bankar sjúga sig fasta á Íslenska alþýðu eins og blóðsugur og taka gjald fyrir þjónustu sína sem er einhver sú dýrasta í vestrænum heimi. Ég byrjaði þessar hugleiðingar mínar á því að tala um það sem mér finnst óskiljanlegt í íslensku þjóðlífi. Og kannski er það bara svo að ég sé svona heimskur að ég hafi ekki skilning á Íslenskum veruleika. Kannski er forystufólk fyrir Íslenskum verkalýð í þeim flokki að vera uppfullir af þjóðrembu og telja að við eigum ekki að koma nálægt þeim félagsskap því þá missum við sjálfstæðið. En auðvita hljómar það eins og öfugmæli þegar við verðum að hlíta öllum reglugerðum sem kemur frá Evrópusambandinu en taka ekki þátt í að móta þær með öðrum frjálsum þjóðum í Evrópu. Eða finnst kannski forystufólki fyrir Íslenskum verkalýð þetta brjálæði með Íslensku krónuna vera í fínu lagi og bara eðlilegur liður í Íslensku samfélagi þar sem ráðamenn og seðlabanki geta breitt kjörum venjulegs fólks með einu pennastriki. Það má kannski segja að þau uppveðrist og finni til sín í hvert sinn sem vöxtum á lánum er breitt og þá geta þau gjammað í fjölmiðla. En fyrst ég er farin að tala um Evrópusambandið og að Ísland gerst þar fullgildur aðili þá get ég ekki hætt þessum skrifum án þess að minnast á íslenska stjórnmálaflokka. Fyrir einhverjum árum var krataflokkur stofnaður á Íslandi og átti að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem hér er búin að vera við völd meira og minna í hundrað ár. En við vitum öll að sá flokkur stendur dyggilegan vörð um sérhagsmunaöflin í þjóðfélaginu og um leið þessa handónýtu krónu. En Samfylkingin hafði í byrjun á sinni stefnuskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu sem þeir töldu réttilega að væri til hagsbóta fyrir þjóðfélagið. En hver fjandinn skeði? Nú heyrist ekki bofs frá þeim flokki þrátt fyrir að stuðningur við þetta mál hafi stóraukist meðal annars út af þessari morðárás Rússa á Úkraínu. Það er eins og fyrstu drögin í stefnuskrá þessa flokks hafi tínst og ekki fundist aftur. Og mér er minnisstætt að það var talað við einn frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og hún spurð út í þessi mál (Þórunn Sveinbjarnardóttir) og virtist hún koma af fjöllum. Hún reyndar svaraði með annarri spurningu og spurði hálfundrandi hvort einhver á Íslandi væri að hugsa um þau mál núna. Ef þetta er skoðun allra þingmanna Samfylkingarinnar að þegja mál í hel ef þau eru ekki í almennri umræðu þrátt fyrir að þau séu í upphaflegri stefnuskrá þeirra þá er þetta ekki flokkur sem er þess virði að fylgja að málum. Ég reikna með að það dyljist engum sem lesið hafa þessar línur að ég er stuðningsmaður þess að Ísland gerist fullgildur aðili að Evrópusambandinu. Ekki eingöngu fyrir þá vonarglætu að einhver festa komist á fjármál venjulegs fólks á Íslandi í stað þess að það veltist um í einhverjum hoppukastala óstöðuleika sem það hefur enga stjórn á. Heldur fyrir það að Evrópusambandið er fyrst og fremst friðar og mannúðarsamband sem Ísland á heima í sem fullgildur aðili. Mér finnst það ekki stórmannlegt af lítilli frekjuþjóð norður í ballarhafi að reyna troðast sem einhver aukaaðili inn í samtök þjóða til þess eins að njóta gæðanna sem þar bjóðast. Friður í heiminum verður ekki unnin með því að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn eða að beina ljósgeisla upp í loftið í Viðey. Það þarf að leggja meira á sig heldur en það. Höfundur er fyrrverandi bílstjóri og sjómaður.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun