Skoðun

Vind­myllu­fyrir­tæki í á­skrift hjá ís­lenskum al­menningi

Linda Jónsdóttir skrifar

Fyrir 2 árum fór ég í helgarferð til Glasgow. Í aðfluginu horfði ég út um gluggann á flugvélinni og sá fjöldann allan af vindmyllum umlykja borgina og fór því að skoða hvernig vindmyllumálum er háttað í Skotlandi.

Ég fann fróðlega grein í The Herald um málið og þar segir: „PAYMENTS to energy firms to switch off mainly Scottish wind farm turbines because they produce too much power have cost bill-payers approaching £1bn in just over five years and are expected to soar to £500m a year.“

Það stefndi sem sagt í að Skotar greiði árlega um 90 milljarða í bætur til vindmyllufyrirtækja þegar orkan frá þeim er óþörf. Eitt stærsta fyrirtækið, Ventient Energy er starftækt frá Cayman til að forðast skatta í Skotlandi.

Við Íslendingar finnum pressuna frá mjög svo áköfum fjárfestum, innlendum sem erlendum og svo stjórnmálamönnum og eru eitthvað á fjórða tug vindmyllugarða fyrirhugaðir víðs vegar um landið.

Nú verðum við að standa í lappirnar, krefjast þess að þær vindmyllur sem hér rísa verði fáar og á vegum Landsvirkjunar - fyrirtækis í okkar eigu. Fyrir utan umhverfisslysið sem er annars í vændum er engin ástæða að ætla að einkareksturinn verði eitthvað öðruvísi hér en í Skotlandi – vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá okkur en ekki öfugt.

Höfundur er ráðgjafi.

'Staggering' wind farm switch-offs cost energy customers nearly £1bn | The Herald

British taxpayers to shoulder £3bn energy bill as turbines switched off in high winds




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×