Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar 2. apríl 2025 08:03 Við Íslendingar erum með ríkustu þjóðum heims og eigum frábært land, náttúru og samfélag þar sem ríkir frelsi. Hér eru tækifæri til sköpunar og uppbyggingar en landið er ríkt af auðlindum, mannauði og hugviti. Í því samhengi er áhugaverð þróun að orðræða í samfélagi, stjórnmálum og jafnvel atvinnulífi snúist um þessar mundir mest um; skort, skuldir og nauðsyn hagræðingar. Þessi síendurteknu stef dynja á okkur alla daga. Minna er talað um metnaðarfull markmið, stóra sigra, tækifæri, spennandi verkefni, skapandi hugmyndir, framkvæmdagleði og gæði. Skortstaða eða tækifæri til nýsköpunar? Skapandi fólk; hönnuðir, arkitektar, listafólk og frumkvöðlar stefna yfirleitt á stóra sigra og sjá tækifæri til nýsköpunar og spennandi möguleika í hverju verkefni. Það er sterk og bjartsýn nálgun sem skilar miklum gæðum. Hjá þeim er glasið fullt en ekki hálftómt sem virðist oftast vera staðan hjá hagræðingum þessa heims. Vissulega er gott og gilt að leita að ofgnótt og sóun þar sem hana gæti verið að finna. Þegar það tekst er mikilvægt að horfa raunsætt á málin og hafa kjark og þor til að forgangsraða og einfaldlega hætta verkefnum. En það er líka mikilvægt að hafa vit á því að sóa ekki tíma og orku í að leita að aurum til að spara þar sem enga er að finna. Þar sem hver króna margfaldast Ríkisstjórnin fékk sendar yfir 4 þúsund tillögur til hagræðingar í ríkisrekstri gegnum samráðsgátt stjórnvalda en ein þeirra er gömul og margrýnd hugmynd um ríkisvædda Listamiðstöð. Það er merkilegt til þess að hugsa að hún hafi þótt svo áhugaverð og líkleg til árangurs að hún rataði inn í lokatillögur sem voru um 60 talsins. Það er grátbroslegt að leita að fjárhagslegri hagræðingu í minnstu upphæðum ríkisreikningsins og dapurlegt að einhverjum detti í hug að hagræðingu sé að finna í vanfjármögnuðum bjartsýnisverkefnum eins og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og öðrum Miðstöðvum sem ætlað er að efla skapandi greinar og listir. Óvíða er ríkisfé eins vel nýtt, en sýnt hefur verið fram á að hver króna frá ríkinu margfaldast í þeim geirum enda hagsýni og ráðdeild innbyggð í þann heim. Hagræðing í andstöðu við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar og stefnuskrám flokkanna eru metnaðarfull markmið um kraftmikla uppbyggingu á sviði skapandi greina. Stjórnvöld vilja styðja við menningarlíf, listafólk og áframhaldandi vöxt skapandi greina á Íslandi af myndarskap og horfa til efnahagslegrar þýðingar menningarstarfsemi og skapandi greina, sem verða sífellt mikilvægari hluti atvinnulífs og verðmætasköpunar. Uppbyggingin getur byggt á markvissri vinnu undanfarinna ára, vandaðri stefnumótun og fjárfestingu greinanna sjálfra og stjórnvalda. Áhersla á skapandi greinar og listir snýst um að efla greinarnar, auka áhrifamátt þeirra sem í þeim starfa og gefa þeim tækifæri til að vaxa og eflast, hverri á sínum forsendum. Samanburðarlönd veðja á skapandi greinar Framtíðarsýn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er að Ísland verði alþjóðlega þekkt fyrir hönnun og arkitektúr og að þær greinar verði megin hreyfiafl í samfélagi okkar og atvinnulífi til framtíðar. Aðferðafræði hönnunar og arkitektúrs má beita markvisst til að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á sjálfbæra verðmætasköpun fyrir samfélagið. Þannig geta stjórnvöld og atvinnulíf aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og aukið nýsköpun á ólíkum sviðum. Í örum tæknibreytingum nútímans leggja þau lönd sem við berum okkur helst saman við, megináherslu á skapandi greinar til að tryggja áframhaldandi lífsgæði. Einstakt tækifæri Við blasir einstakt tækifæri framsýnnar ríkisstjórnar með Loga Einarsson arkitekt og ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla í fararbroddi en hann býr yfir mikilli þekkingu á skapandi greinum. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að á undanförnum árum hefur störfum í greinum hönnunar og arkitektúrs fjölgað um helming, rekstrartekjur hafa þrefaldast og laun hækkað. Þar að auki hafa um 500 ungir og skapandi hönnuðir og arkitektar útskrifast úr háskólum hér á landi og erlendis á síðastliðnum tíu árum. Hlaupum í rétta átt! Við erum fámenn þjóð í stóru landi og búum yfir snerpu, seiglu, einstökum sköpunarkrafti og getum hlaupið hratt þegar þarf. Við vekjum athygli og aðdáun víða um heim fyrir einstakan árangur á fjölbreyttu sviði skapandi greina, en þrátt fyrir það ýtum við skapandi greinum ítrekað aftast í röðina þegar kemur að áhrifum og fjármagni. Nú þarf metnaðarfull markmið, við höfum fullkomnar aðstæður til að gera skapandi greinar, hönnun og arkitektúr að megintækjum til framfara. Mikil undirbúningsvinna hefur verið unnin og við erum tilbúin. Eina sem þarf er kjarkur og þor til að setja skapandi greinar í forgrunn og fjárfesta af alvöru í þeim eins og við höfum gert af myndarskap við aðrar atvinnugreinar. Við lifum á víðsjárverðum tímum og búum í heimi sem bráðvantar áherslu á samfélag, listir, sköpun, frjálsa hugsun, samveru, mannúð, samskipti fegurð og nýsköpun á forsendum góðs mannlífs, umhverfis, sjálfbærni og gæða. Hlaupum þangað, því þar finnum við stóra sigra. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem stendur að HönnunarMars 2. - 6. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum með ríkustu þjóðum heims og eigum frábært land, náttúru og samfélag þar sem ríkir frelsi. Hér eru tækifæri til sköpunar og uppbyggingar en landið er ríkt af auðlindum, mannauði og hugviti. Í því samhengi er áhugaverð þróun að orðræða í samfélagi, stjórnmálum og jafnvel atvinnulífi snúist um þessar mundir mest um; skort, skuldir og nauðsyn hagræðingar. Þessi síendurteknu stef dynja á okkur alla daga. Minna er talað um metnaðarfull markmið, stóra sigra, tækifæri, spennandi verkefni, skapandi hugmyndir, framkvæmdagleði og gæði. Skortstaða eða tækifæri til nýsköpunar? Skapandi fólk; hönnuðir, arkitektar, listafólk og frumkvöðlar stefna yfirleitt á stóra sigra og sjá tækifæri til nýsköpunar og spennandi möguleika í hverju verkefni. Það er sterk og bjartsýn nálgun sem skilar miklum gæðum. Hjá þeim er glasið fullt en ekki hálftómt sem virðist oftast vera staðan hjá hagræðingum þessa heims. Vissulega er gott og gilt að leita að ofgnótt og sóun þar sem hana gæti verið að finna. Þegar það tekst er mikilvægt að horfa raunsætt á málin og hafa kjark og þor til að forgangsraða og einfaldlega hætta verkefnum. En það er líka mikilvægt að hafa vit á því að sóa ekki tíma og orku í að leita að aurum til að spara þar sem enga er að finna. Þar sem hver króna margfaldast Ríkisstjórnin fékk sendar yfir 4 þúsund tillögur til hagræðingar í ríkisrekstri gegnum samráðsgátt stjórnvalda en ein þeirra er gömul og margrýnd hugmynd um ríkisvædda Listamiðstöð. Það er merkilegt til þess að hugsa að hún hafi þótt svo áhugaverð og líkleg til árangurs að hún rataði inn í lokatillögur sem voru um 60 talsins. Það er grátbroslegt að leita að fjárhagslegri hagræðingu í minnstu upphæðum ríkisreikningsins og dapurlegt að einhverjum detti í hug að hagræðingu sé að finna í vanfjármögnuðum bjartsýnisverkefnum eins og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og öðrum Miðstöðvum sem ætlað er að efla skapandi greinar og listir. Óvíða er ríkisfé eins vel nýtt, en sýnt hefur verið fram á að hver króna frá ríkinu margfaldast í þeim geirum enda hagsýni og ráðdeild innbyggð í þann heim. Hagræðing í andstöðu við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar og stefnuskrám flokkanna eru metnaðarfull markmið um kraftmikla uppbyggingu á sviði skapandi greina. Stjórnvöld vilja styðja við menningarlíf, listafólk og áframhaldandi vöxt skapandi greina á Íslandi af myndarskap og horfa til efnahagslegrar þýðingar menningarstarfsemi og skapandi greina, sem verða sífellt mikilvægari hluti atvinnulífs og verðmætasköpunar. Uppbyggingin getur byggt á markvissri vinnu undanfarinna ára, vandaðri stefnumótun og fjárfestingu greinanna sjálfra og stjórnvalda. Áhersla á skapandi greinar og listir snýst um að efla greinarnar, auka áhrifamátt þeirra sem í þeim starfa og gefa þeim tækifæri til að vaxa og eflast, hverri á sínum forsendum. Samanburðarlönd veðja á skapandi greinar Framtíðarsýn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er að Ísland verði alþjóðlega þekkt fyrir hönnun og arkitektúr og að þær greinar verði megin hreyfiafl í samfélagi okkar og atvinnulífi til framtíðar. Aðferðafræði hönnunar og arkitektúrs má beita markvisst til að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á sjálfbæra verðmætasköpun fyrir samfélagið. Þannig geta stjórnvöld og atvinnulíf aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og aukið nýsköpun á ólíkum sviðum. Í örum tæknibreytingum nútímans leggja þau lönd sem við berum okkur helst saman við, megináherslu á skapandi greinar til að tryggja áframhaldandi lífsgæði. Einstakt tækifæri Við blasir einstakt tækifæri framsýnnar ríkisstjórnar með Loga Einarsson arkitekt og ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla í fararbroddi en hann býr yfir mikilli þekkingu á skapandi greinum. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að á undanförnum árum hefur störfum í greinum hönnunar og arkitektúrs fjölgað um helming, rekstrartekjur hafa þrefaldast og laun hækkað. Þar að auki hafa um 500 ungir og skapandi hönnuðir og arkitektar útskrifast úr háskólum hér á landi og erlendis á síðastliðnum tíu árum. Hlaupum í rétta átt! Við erum fámenn þjóð í stóru landi og búum yfir snerpu, seiglu, einstökum sköpunarkrafti og getum hlaupið hratt þegar þarf. Við vekjum athygli og aðdáun víða um heim fyrir einstakan árangur á fjölbreyttu sviði skapandi greina, en þrátt fyrir það ýtum við skapandi greinum ítrekað aftast í röðina þegar kemur að áhrifum og fjármagni. Nú þarf metnaðarfull markmið, við höfum fullkomnar aðstæður til að gera skapandi greinar, hönnun og arkitektúr að megintækjum til framfara. Mikil undirbúningsvinna hefur verið unnin og við erum tilbúin. Eina sem þarf er kjarkur og þor til að setja skapandi greinar í forgrunn og fjárfesta af alvöru í þeim eins og við höfum gert af myndarskap við aðrar atvinnugreinar. Við lifum á víðsjárverðum tímum og búum í heimi sem bráðvantar áherslu á samfélag, listir, sköpun, frjálsa hugsun, samveru, mannúð, samskipti fegurð og nýsköpun á forsendum góðs mannlífs, umhverfis, sjálfbærni og gæða. Hlaupum þangað, því þar finnum við stóra sigra. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem stendur að HönnunarMars 2. - 6. apríl.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun