Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 2. apríl 2025 10:00 Með stuttu millibili hafa orðið nokkur alvarleg bílslys hér á landi með þeim afleiðingum að nokkrir hafa látist. Lítið barn, maður á besta aldri og kona sem var á ferð um landið. Vegir um allt land eru að molna í sundur og víða er vörnum við vegi ábótavant. Slys sem koma mátti í veg fyrir Í fyrradag lést einstaklingur vegna grjóthruns úr Steinafjalli, hruns sem auðveldlega hefði verið hægt að verjast. Það er enda engin nýlunda að stórt grjót falli úr fjallinu og niður á veginn. Grjót sem venjulega er fjarlægt eins fljótt og hægt er af bændum í kring eða eftir atvikum Vegagerðinni. Málið stendur mér nærri en fyrir nokkrum árum klessti mamma mín á grjót sem fallið hafði úr fjallinu. Bíllinn eyðilagðist en mamma var heppinn, hún komst frá þessu ósködduð. Staðreyndin er sú að hægt er að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi eigi sér stað. Varnir við veginn strax Víða um land er að finna varnir við vegi sem liggja við skriður, svo sem við Hvalnesskriður. Brýnt er að settar verði upp varnir sem grípi grjótið áður en það lendir á veginum eða bílum sem keyra framhjá fjallinu. Um þessa leið aka mörg þúsund manns á degi hverjum, fólk sem sækir vinnu til Hvolsvallar eða Víkur, skutlar börnum í leikskóla og skólabílar sem fara þarna nokkrar ferðir á dag. Hvers vegna er ekki búið að koma upp vörnum? Hvers virði eru líf okkar? Vegirnir hringinn í kringum landið eru að þolmörkum komnir. Vegurinn um Holtsnúp er bæði mjór og liggur í dæld svo skyggnið er ekki alltaf frábært. Fyrir nokkrum árum var tekið til þess bragðs að lækka hámarkshraði lækkaður á veginum. Eftir að mamma klessti á grjótið voru sett upp blikkljós sem fengu að standa í um það bil mánuð. Slikt hið sama hefur verið gert núna, í kjölfar banaslyss. Þar að auki vaktaði Vegagerðin svæðið eftir slysið fram að kvöldmat og hefur ekki sést síðan. Ég spyr, hvers virði er líf okkar íbúa á svæðinu? Er virðið mælt í blikkandi keilum eða raunverulegum vörnum við veginn? Er það mælt í fjölda grjóthnullunga sem falla á veginn og fólk keyrir á? Varnir við vegin eiga ekki að fara í nefnd eða mat - heldur beint í framkvæmd, þetta gengur ekki lengur. Það má öllum vera orðið ljóst. Vegagerðin verður að svara fyrir aðgerðarleysi sitt og bregðast almennilega við. Blikkandi viðvörunarljós eru ekki nægjanleg. Undirrituð býr við Steinafjall á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum og er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Umferðaröryggi Rangárþing eystra Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Með stuttu millibili hafa orðið nokkur alvarleg bílslys hér á landi með þeim afleiðingum að nokkrir hafa látist. Lítið barn, maður á besta aldri og kona sem var á ferð um landið. Vegir um allt land eru að molna í sundur og víða er vörnum við vegi ábótavant. Slys sem koma mátti í veg fyrir Í fyrradag lést einstaklingur vegna grjóthruns úr Steinafjalli, hruns sem auðveldlega hefði verið hægt að verjast. Það er enda engin nýlunda að stórt grjót falli úr fjallinu og niður á veginn. Grjót sem venjulega er fjarlægt eins fljótt og hægt er af bændum í kring eða eftir atvikum Vegagerðinni. Málið stendur mér nærri en fyrir nokkrum árum klessti mamma mín á grjót sem fallið hafði úr fjallinu. Bíllinn eyðilagðist en mamma var heppinn, hún komst frá þessu ósködduð. Staðreyndin er sú að hægt er að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi eigi sér stað. Varnir við veginn strax Víða um land er að finna varnir við vegi sem liggja við skriður, svo sem við Hvalnesskriður. Brýnt er að settar verði upp varnir sem grípi grjótið áður en það lendir á veginum eða bílum sem keyra framhjá fjallinu. Um þessa leið aka mörg þúsund manns á degi hverjum, fólk sem sækir vinnu til Hvolsvallar eða Víkur, skutlar börnum í leikskóla og skólabílar sem fara þarna nokkrar ferðir á dag. Hvers vegna er ekki búið að koma upp vörnum? Hvers virði eru líf okkar? Vegirnir hringinn í kringum landið eru að þolmörkum komnir. Vegurinn um Holtsnúp er bæði mjór og liggur í dæld svo skyggnið er ekki alltaf frábært. Fyrir nokkrum árum var tekið til þess bragðs að lækka hámarkshraði lækkaður á veginum. Eftir að mamma klessti á grjótið voru sett upp blikkljós sem fengu að standa í um það bil mánuð. Slikt hið sama hefur verið gert núna, í kjölfar banaslyss. Þar að auki vaktaði Vegagerðin svæðið eftir slysið fram að kvöldmat og hefur ekki sést síðan. Ég spyr, hvers virði er líf okkar íbúa á svæðinu? Er virðið mælt í blikkandi keilum eða raunverulegum vörnum við veginn? Er það mælt í fjölda grjóthnullunga sem falla á veginn og fólk keyrir á? Varnir við vegin eiga ekki að fara í nefnd eða mat - heldur beint í framkvæmd, þetta gengur ekki lengur. Það má öllum vera orðið ljóst. Vegagerðin verður að svara fyrir aðgerðarleysi sitt og bregðast almennilega við. Blikkandi viðvörunarljós eru ekki nægjanleg. Undirrituð býr við Steinafjall á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum og er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun