Hátt hygla fasteignasalar sér – Ólögleg sérhagsmunastefna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. júní 2022 08:01 Undanfarið hef ég skrifað um sjálftöku fasteignasala út frá gjaldheimtu og lægra fasteignaverði á kostnað seljenda. Sjálftakan og eiginhagsmunasemin einskorðast þó ekki við þau atriði. Því til stuðnings ætla ég að nefna þrjú atriði, frá einkennilegu yfir í lögbrot. 1. Fasteignasalar tryggja sig fyrst Söluþóknanir fasteignasala eru almennt innheimtar með fyrstu greiðslu af kaupverði. Það þýðir að fjárhagslegur ávinningur fasteignasala er horfinn á þeim tímapunkti, svo ef það koma upp vandamál t.d. áður en verður af lokagreiðslu með afsali hefur það engin áhrif á fjárhag fasteignasalans[1]. Ef söluþóknun er sett upp sem hlutfall af söluverði til að reyna binda saman hagsmuni fasteignasala og seljanda (sem þýðir að fasteignasali vinnur fyrir seljanda en ekki kaupanda), er þá ekki einkennilegt að það sé ekki bundið saman í gegnum allt ferlið? Væri ekki eðlilegra að fasteignasalinn hefði hag af því að klára allt ferlið til að fá sína greiðslu, ekki bara fyrri partinn? 2. Fasteignasalar brjóta samkeppnislög Í umræðunni um himinháar söluþóknanir fasteignasala veltir maður fyrir sér af hverju samkeppnin þeirra á milli hafi ekki verið harðari. Eina skýringu er eflaust að finna í hvernig Félag fasteignasala hegðar sér, en við árslok 2017 skrifaði félagið undir sáttmála við Samkeppniseftirlitið þar sem félagið gekkst við því að hafa brotið samkeppnislög og borgaði stjórnvaldssekt. Nánar tiltekið hafði félagið stundað ólögmætt verðsamráð meðal félagsmanna (fasteignasala) þar sem hvatt var til hækkunar söluþóknana og að lækka þær ekki. Þá gaf félagið ráðleggingar um hvernig mætti réttlæta gjaldtöku af kaupendum og til viðbótar hvatti félagið félagsmenn til að auglýsa eignir eingöngu á vef í eigu félagsins og sniðganga aðra miðla. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafði hins vegar byrjað vegna skrifa í Fréttablaðið um að Félag fasteignasala og lánastofnanir hefðu sammælst um að mjatla eignum hægt og rólega inn á markað á árunum eftir hrun til þess að fjöldi tómra íbúða hefðu sem minnst áhrif á verð. Hér er morgunljóst að sérhagsmunasemin og sjálftakan er svo hömlulaus að hún er ekki bara slæm fyrir neytendur heldur er hún hreinlega ólögleg, eða eins og Samkeppniseftirlitið orðaði það „.. er ljóst af gögnum máls þessa að um umfangsmikil brot á samkeppnislögum var að ræða sem áttu sér stað yfir langt tímabil.“. 3. Fjárkúgun / mútur fasteignasala Ég hef heyrt æði margar ljótar sögur af framferði fasteignasala frá svekktum kaupendum og seljendum. En eina sögu hef ég heyrt ítrekað: Fasteignasali neitar að skila inn tilboði frá kaupanda til seljanda nema að kaupandi skuldbindi sig til þess að selja eigin eign hjá fasteignasalanum. Hér tekur fasteignasalinn eigin hagsmuni umfram hag allra annarra, raunar svo að það hlýtur að vera ólöglegt. Seljandinn fær oft á tíðum ekki besta verð þar sem aðilinn sem skilar inn besta tilboði kann ekki að vilja eða hafa eign fyrir fasteignasalann til að selja. Svo tilboðið skilar sér einfaldlega ekki inn. Á sama tíma fær kaupandi ekki að bjóða í eignina nema að hann greiði fasteignasalanum fyrir það háu gjaldi í formi söluþóknunar á eigin eign. Hér tapa bæði seljendur og kaupendur stórkostlega, kaupandi er beittur fjárkúgun en fasteignasalinn gulltryggir sjálfan sig. Vitanlega á þessi hegðun ekki við alla fasteignasala, en það að ég hafi persónulega heyrt frá fleiri en einum og fleiri en tveimur sem hafa lent illa í því út af nákvæmlega svona atviki segir mér ákveðna sögu. Af framangreindu og fyrri greinaskrifum mínum held ég að það eigi ekki nokkur maður að vera í vafa um það að fasteignasalar starfa fyrst og fremst fyrir sjálfa sig og lítið fyrir aðra. Það er löngu kominn tími á breytingar á markaði þannig að fasteignasalar ráða ekki lengur ferðinni. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði. [1] Sem rímar ágætlega við að fasteignasalar hafa enga lagalega skyldu til að halda afsals fund með kaupanda og seljanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Fasteignamarkaður Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég skrifað um sjálftöku fasteignasala út frá gjaldheimtu og lægra fasteignaverði á kostnað seljenda. Sjálftakan og eiginhagsmunasemin einskorðast þó ekki við þau atriði. Því til stuðnings ætla ég að nefna þrjú atriði, frá einkennilegu yfir í lögbrot. 1. Fasteignasalar tryggja sig fyrst Söluþóknanir fasteignasala eru almennt innheimtar með fyrstu greiðslu af kaupverði. Það þýðir að fjárhagslegur ávinningur fasteignasala er horfinn á þeim tímapunkti, svo ef það koma upp vandamál t.d. áður en verður af lokagreiðslu með afsali hefur það engin áhrif á fjárhag fasteignasalans[1]. Ef söluþóknun er sett upp sem hlutfall af söluverði til að reyna binda saman hagsmuni fasteignasala og seljanda (sem þýðir að fasteignasali vinnur fyrir seljanda en ekki kaupanda), er þá ekki einkennilegt að það sé ekki bundið saman í gegnum allt ferlið? Væri ekki eðlilegra að fasteignasalinn hefði hag af því að klára allt ferlið til að fá sína greiðslu, ekki bara fyrri partinn? 2. Fasteignasalar brjóta samkeppnislög Í umræðunni um himinháar söluþóknanir fasteignasala veltir maður fyrir sér af hverju samkeppnin þeirra á milli hafi ekki verið harðari. Eina skýringu er eflaust að finna í hvernig Félag fasteignasala hegðar sér, en við árslok 2017 skrifaði félagið undir sáttmála við Samkeppniseftirlitið þar sem félagið gekkst við því að hafa brotið samkeppnislög og borgaði stjórnvaldssekt. Nánar tiltekið hafði félagið stundað ólögmætt verðsamráð meðal félagsmanna (fasteignasala) þar sem hvatt var til hækkunar söluþóknana og að lækka þær ekki. Þá gaf félagið ráðleggingar um hvernig mætti réttlæta gjaldtöku af kaupendum og til viðbótar hvatti félagið félagsmenn til að auglýsa eignir eingöngu á vef í eigu félagsins og sniðganga aðra miðla. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafði hins vegar byrjað vegna skrifa í Fréttablaðið um að Félag fasteignasala og lánastofnanir hefðu sammælst um að mjatla eignum hægt og rólega inn á markað á árunum eftir hrun til þess að fjöldi tómra íbúða hefðu sem minnst áhrif á verð. Hér er morgunljóst að sérhagsmunasemin og sjálftakan er svo hömlulaus að hún er ekki bara slæm fyrir neytendur heldur er hún hreinlega ólögleg, eða eins og Samkeppniseftirlitið orðaði það „.. er ljóst af gögnum máls þessa að um umfangsmikil brot á samkeppnislögum var að ræða sem áttu sér stað yfir langt tímabil.“. 3. Fjárkúgun / mútur fasteignasala Ég hef heyrt æði margar ljótar sögur af framferði fasteignasala frá svekktum kaupendum og seljendum. En eina sögu hef ég heyrt ítrekað: Fasteignasali neitar að skila inn tilboði frá kaupanda til seljanda nema að kaupandi skuldbindi sig til þess að selja eigin eign hjá fasteignasalanum. Hér tekur fasteignasalinn eigin hagsmuni umfram hag allra annarra, raunar svo að það hlýtur að vera ólöglegt. Seljandinn fær oft á tíðum ekki besta verð þar sem aðilinn sem skilar inn besta tilboði kann ekki að vilja eða hafa eign fyrir fasteignasalann til að selja. Svo tilboðið skilar sér einfaldlega ekki inn. Á sama tíma fær kaupandi ekki að bjóða í eignina nema að hann greiði fasteignasalanum fyrir það háu gjaldi í formi söluþóknunar á eigin eign. Hér tapa bæði seljendur og kaupendur stórkostlega, kaupandi er beittur fjárkúgun en fasteignasalinn gulltryggir sjálfan sig. Vitanlega á þessi hegðun ekki við alla fasteignasala, en það að ég hafi persónulega heyrt frá fleiri en einum og fleiri en tveimur sem hafa lent illa í því út af nákvæmlega svona atviki segir mér ákveðna sögu. Af framangreindu og fyrri greinaskrifum mínum held ég að það eigi ekki nokkur maður að vera í vafa um það að fasteignasalar starfa fyrst og fremst fyrir sjálfa sig og lítið fyrir aðra. Það er löngu kominn tími á breytingar á markaði þannig að fasteignasalar ráða ekki lengur ferðinni. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði. [1] Sem rímar ágætlega við að fasteignasalar hafa enga lagalega skyldu til að halda afsals fund með kaupanda og seljanda.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar