Ísland tæplega „norrænt velferðarríki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2022 23:25 Í Kjarafréttum Eflingur segir þó að það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu. Vísir/Egill Erfitt er að kalla Ísland „norrænt velferðarríki“ samkvæmt Kjarafréttum stéttarfélagsins Eflingar. Útgjöld til velferðarríkisins á Íslandi eru minni að vöxtum en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt ritinu sem kom út í dag munar verulega á útgjöldum Íslands og annarra Norðurlandaþjóða á sumum sviðum þegar kemur að velferð. Sérstaklega áberandi er munur á barnabótum en í Svíþjóð eru bæturnar tæplega sex sinnum hærri sé miðað við prósentu af meðallaunum. Taflan sýnir hvernig Ísland stendur miðað við aðrar OECD-þjóðir þegar kemur að barnabótum.Efling „Áður stóð Ísland betur að vígi í samanburði á útgjöldum til velferðarþjónustu, en þar hefur hallað á eftir að útgjöld til heilbrigðisþjónustu hafa dregist umtalsvert saman á síðasta einum og hálfum áratugnum,“ segir í ritinu. Ísland var borið saman við önnur OECD-ríki í flokkunum opinber útgjöld til velferðamála, heildarútgjöld velferðarmála, opinber útgjöld í tekjutilfærslur, tekjutilfærslur til vinnandi fólks, barnabætur fyrir hjón með tvö börn, heildarútgjöld hins opinbera til lífeyrisgreiðslna og heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ísland skoraði lægst af öllum Norðurlandaþjóðunum í öllum flokkum nema í flokknum sem fjallar um tekjutilfærslur til vinnandi fólks. Taflan sýnir stöðu Íslands þegar kemur að tekjutilfærslum til vinnandi fólks samanborið við aðrar OECD-þjóðir.Efling Ábyrgðarmaður ritsins er Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, og telur hann með þessum gögnum blasi við að íslenska velferðarríkið nái ekki máli sem „norrænt velferðarríki“. „Hvernig stendur á þessu? Nærtæk skýring er sú að stjórnvöld hafi ekki haft nægan skilning eða vilja til að standa betur að uppbyggingu og rekstri íslenska velferðarríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem lengst af hefur haldið uppi mestri andstöðu gegn aukningu velferðarútgjalda til kjarabóta fyrir þjóðina og raunar oft talað gegn tilvist velferðarríkisins og hafnað meginleið norrænu velferðarríkjanna,“ segir í ritinu. Þá er sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að umtalsverðu leyti náð fram markmiðum sínum í velferðarmálum með því að „tryggja að íslenska velferðarríkið sé veigaminna og vanbúnara en tíðkast á hinum Norðurlöndunum“. Í ritinu segir þó að þó það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu þá sé staðan í meginþáttum þess of lök miðað við frændþjóðir okkar. Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sjá meira
Samkvæmt ritinu sem kom út í dag munar verulega á útgjöldum Íslands og annarra Norðurlandaþjóða á sumum sviðum þegar kemur að velferð. Sérstaklega áberandi er munur á barnabótum en í Svíþjóð eru bæturnar tæplega sex sinnum hærri sé miðað við prósentu af meðallaunum. Taflan sýnir hvernig Ísland stendur miðað við aðrar OECD-þjóðir þegar kemur að barnabótum.Efling „Áður stóð Ísland betur að vígi í samanburði á útgjöldum til velferðarþjónustu, en þar hefur hallað á eftir að útgjöld til heilbrigðisþjónustu hafa dregist umtalsvert saman á síðasta einum og hálfum áratugnum,“ segir í ritinu. Ísland var borið saman við önnur OECD-ríki í flokkunum opinber útgjöld til velferðamála, heildarútgjöld velferðarmála, opinber útgjöld í tekjutilfærslur, tekjutilfærslur til vinnandi fólks, barnabætur fyrir hjón með tvö börn, heildarútgjöld hins opinbera til lífeyrisgreiðslna og heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ísland skoraði lægst af öllum Norðurlandaþjóðunum í öllum flokkum nema í flokknum sem fjallar um tekjutilfærslur til vinnandi fólks. Taflan sýnir stöðu Íslands þegar kemur að tekjutilfærslum til vinnandi fólks samanborið við aðrar OECD-þjóðir.Efling Ábyrgðarmaður ritsins er Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, og telur hann með þessum gögnum blasi við að íslenska velferðarríkið nái ekki máli sem „norrænt velferðarríki“. „Hvernig stendur á þessu? Nærtæk skýring er sú að stjórnvöld hafi ekki haft nægan skilning eða vilja til að standa betur að uppbyggingu og rekstri íslenska velferðarríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem lengst af hefur haldið uppi mestri andstöðu gegn aukningu velferðarútgjalda til kjarabóta fyrir þjóðina og raunar oft talað gegn tilvist velferðarríkisins og hafnað meginleið norrænu velferðarríkjanna,“ segir í ritinu. Þá er sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að umtalsverðu leyti náð fram markmiðum sínum í velferðarmálum með því að „tryggja að íslenska velferðarríkið sé veigaminna og vanbúnara en tíðkast á hinum Norðurlöndunum“. Í ritinu segir þó að þó það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu þá sé staðan í meginþáttum þess of lök miðað við frændþjóðir okkar.
Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sjá meira