„Skemmtilegasta helgi ársins“ á troðfullri Akureyri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júlí 2022 14:23 Metþátttaka er bæði á Pollamótinu og N1 mótinu. Þór Metþátttaka er bæði á Pollamóti Þórs og Samskipa og N1 mótinu en samanlagt keppa vel á þriðja þúsund í knattspyrnu fyrir norðan um helgina. Akureyrarbær hefur gert ráðstafanir til að auka umferðaröryggi og fjölga bílastæðum til að rúma betur þann mikla fjölda sem sækir bæinn heim. Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs segir komandi helgi vera þá skemmtilegustu á árinu. Það stendur mikið til á Akureyri um helgina en ungir knattspyrnuiðkendur á N1 mótinu sem og gamlar kempur á Pollamótinu spila af lífs og sálarkröftum fyrir norðan. Tvö þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks á N1 mótinu sem er stærsta mótið til þessa. Sömu sögu er að segja af Pollamóti Samskipa og Þórs. „Það er gaman að segja frá því að við erum með metþátttöku í ár. Við erum með 67 lið og 25 kvennalið sem er alveg sprengja og líka met. Þetta eru yfir 800 keppendur,“ segir Reimar. Tuttugu ára aldurstakmark er á Pollamóti Þórs og Samskipa. „Þetta er sem sagt mót fyrir þá sem eru komnir af léttasta skeiðinu og hættir í keppnisbolta í efstu deildunum. Þeim er skipt í aldursflokka með átta ára millibili þannig að menn séu að keppa svona nokkuð á jafningjagrundvelli.“ Er ekki alveg pakkað í bænum? „Jú, það er sko vægt til orða tekið að það sé pakkað. Að fara um bæinn núna er pínu eins og að keyra um í stórborg. En eins og ég segi, þá þekkja menn orðið mótin og stærðargráðuna og taka tillit til þess.“ Akureyrarbær hefur gert öryggisráðstafanir til að taka á móti fjöldanum. „Það var mjög vel gert. Við funduðum um að reyna að forða því að fólk væri að fara inn í íbúðabyggð til að leggja svo þetta truflaði nú ekki þennan almenna íbúa meira en orðið er.“ Annað kvöld verður síðan 1200 manna Páls Óskars ball í Boganum. „Sem er að verða árlegur viðburður; eitt stykki Pallaball á Pollamóti. Þetta er æðislega gaman og skemmtilegasta helgi ársins.“ Fótbolti Íþróttir barna Akureyri Tengdar fréttir Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí. 29. júní 2022 14:12 Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. 29. júní 2022 07:00 Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum. 16. júlí 2021 07:01 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það stendur mikið til á Akureyri um helgina en ungir knattspyrnuiðkendur á N1 mótinu sem og gamlar kempur á Pollamótinu spila af lífs og sálarkröftum fyrir norðan. Tvö þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks á N1 mótinu sem er stærsta mótið til þessa. Sömu sögu er að segja af Pollamóti Samskipa og Þórs. „Það er gaman að segja frá því að við erum með metþátttöku í ár. Við erum með 67 lið og 25 kvennalið sem er alveg sprengja og líka met. Þetta eru yfir 800 keppendur,“ segir Reimar. Tuttugu ára aldurstakmark er á Pollamóti Þórs og Samskipa. „Þetta er sem sagt mót fyrir þá sem eru komnir af léttasta skeiðinu og hættir í keppnisbolta í efstu deildunum. Þeim er skipt í aldursflokka með átta ára millibili þannig að menn séu að keppa svona nokkuð á jafningjagrundvelli.“ Er ekki alveg pakkað í bænum? „Jú, það er sko vægt til orða tekið að það sé pakkað. Að fara um bæinn núna er pínu eins og að keyra um í stórborg. En eins og ég segi, þá þekkja menn orðið mótin og stærðargráðuna og taka tillit til þess.“ Akureyrarbær hefur gert öryggisráðstafanir til að taka á móti fjöldanum. „Það var mjög vel gert. Við funduðum um að reyna að forða því að fólk væri að fara inn í íbúðabyggð til að leggja svo þetta truflaði nú ekki þennan almenna íbúa meira en orðið er.“ Annað kvöld verður síðan 1200 manna Páls Óskars ball í Boganum. „Sem er að verða árlegur viðburður; eitt stykki Pallaball á Pollamóti. Þetta er æðislega gaman og skemmtilegasta helgi ársins.“
Fótbolti Íþróttir barna Akureyri Tengdar fréttir Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí. 29. júní 2022 14:12 Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. 29. júní 2022 07:00 Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum. 16. júlí 2021 07:01 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí. 29. júní 2022 14:12
Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. 29. júní 2022 07:00
Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum. 16. júlí 2021 07:01