Töluvert af líkamsárásum yfir helgina og vopn notuð í einhverjum tilfellum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. júlí 2022 09:57 Lögregla var meðal annars kölluð út að skemmtistað við Lækjargötu vegna stórfelldrar líkamsárásar. Mynd/Aðsend Þrjár stórfelldar líkamsárásir áttu sér stað í höfuðborginni á aðfaranótt sunnudags. Mikið álag var hjá lögreglunni um helgina þar sem hátt í tvö hundruð mál voru skráð. Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á aðfaranótt sunnudags en alls voru 87 mál skráð í dagbók lögreglu. Þar standa upp úr þó nokkrar líkamsárásir að sögn Þóru Jónasdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Frá fimm [á laugardagskvöld] til fimm í [gær]nótt þá var tilkynnt um tíu líkamsárásir víðsvegar reyndar um borgina, þetta tengist ekki aðeins miðbænum, þannig það hefur verið erill hjá lögreglunni,“ segir Þóra. Af þeim líkamsárásum voru þrjár flokkaðar sem stórfelldar, þar af tvær í Hlíðunum og ein í miðbænum, við skemmtistaðinn Auto við Lækjargötu. Alls voru fjórir handteknir. Mismiklir áverkar voru á fórnarlömbum árásanna og á lögregla eftir að fá frekari upplýsingar í nokkrum tilfellum. „Í einhverjum tilfellum voru einhvers konar vopn notuð og það er hérna ein sem er stórfelld þar sem aðili var fluttur á slysadeild,“ segir Þóra. Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags voru sömuleiðis þó nokkur mál skráð í dagbók lögreglu, alls 77. Þar af voru tvær líkamsárásir skráðar, ein í Hlíðunum og ein í miðbænum. Aðspurð um hvort þetta séu sérstaklega mörg mál þegar litið er til helgarinnar í heild sinni segir hún svo vera. „Þetta er svona töluvert af líkamsárásum má segja yfir helgina, já,“ segir Þóra. Neyðarlínan, dómsmálaráðuneytið og ríkislögreglustjóri, í samstarfi við lögregluna á landsvísu, fóru í síðustu viku af stað með verkefnið Góða skemmtun, þar sem almenningur er hvattur til að stuðla að ofbeldislausu skemmtanalífi. Segja má að erillinn um helgina sýni fram á mikilvægi þess verkefnis, ekki síst nú þegar Covid er að baki. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag en innslagið má finna hér fyrir neðan. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Sjá meira
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á aðfaranótt sunnudags en alls voru 87 mál skráð í dagbók lögreglu. Þar standa upp úr þó nokkrar líkamsárásir að sögn Þóru Jónasdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Frá fimm [á laugardagskvöld] til fimm í [gær]nótt þá var tilkynnt um tíu líkamsárásir víðsvegar reyndar um borgina, þetta tengist ekki aðeins miðbænum, þannig það hefur verið erill hjá lögreglunni,“ segir Þóra. Af þeim líkamsárásum voru þrjár flokkaðar sem stórfelldar, þar af tvær í Hlíðunum og ein í miðbænum, við skemmtistaðinn Auto við Lækjargötu. Alls voru fjórir handteknir. Mismiklir áverkar voru á fórnarlömbum árásanna og á lögregla eftir að fá frekari upplýsingar í nokkrum tilfellum. „Í einhverjum tilfellum voru einhvers konar vopn notuð og það er hérna ein sem er stórfelld þar sem aðili var fluttur á slysadeild,“ segir Þóra. Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags voru sömuleiðis þó nokkur mál skráð í dagbók lögreglu, alls 77. Þar af voru tvær líkamsárásir skráðar, ein í Hlíðunum og ein í miðbænum. Aðspurð um hvort þetta séu sérstaklega mörg mál þegar litið er til helgarinnar í heild sinni segir hún svo vera. „Þetta er svona töluvert af líkamsárásum má segja yfir helgina, já,“ segir Þóra. Neyðarlínan, dómsmálaráðuneytið og ríkislögreglustjóri, í samstarfi við lögregluna á landsvísu, fóru í síðustu viku af stað með verkefnið Góða skemmtun, þar sem almenningur er hvattur til að stuðla að ofbeldislausu skemmtanalífi. Segja má að erillinn um helgina sýni fram á mikilvægi þess verkefnis, ekki síst nú þegar Covid er að baki. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag en innslagið má finna hér fyrir neðan.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Sjá meira