Í dag komast Frakklandshjólreiðarnar loksins til Frakklands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 15:30 Það var mjög vel mætt í Danmörku þegar Frakklandshjólreiðarnar fóru þar í gegn. AP/Thibault Camus Tour de France, frægasta hjólreiðakeppni heims, er nú á fjórða degi en fram til þessa hafa Frakklandshjólreiðarnar þó ekki verið hjólaðar í Frakklandi þrátt fyrir að þrír dagar séu að baki. Frakklandshjólreiðar ársins hófust nefnilega í Kaupmannahöfn í ár en fyrstu þrír keppnisdagarnir fóru fram í Danmörku. Danir eru miklu hjólreiðaáhugamenn og fengu því að halda fyrstu þrjár dagleiðirnar í keppni ársins. Það var mikil stemmning eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Þetta er í fyrsta sinn sem Frakklandshjólreiðarnar byrja í Danmörku og þær hafa líka byrjað jafn norðarlega. Keppendur þurftu nú ekki samt að kvarta mikið yfir veðrinu í Danmörku sem var frábært. 23 sinnum áður hafa Frakklandshjólreiðarnar byrjað utan Frakklands en Danmörk er tíunda þjóðin sem fær þann heiður að hýsa fyrstu dagleiðirnar. Danir áttu að fá að gera þetta í fyrra en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta daginn voru hjólaðir þrettán kílómetrar í Kaupmannahöfn, þá 202,5 kílómetrar frá Hróarskeldu til Nyborg á Fjóni og á þeim síðasta hjóluðu kapparnir 182 kílómetra frá Vejle í Jótlandi til Sønderborg við landamærin við Þýskaland. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá danska hlutanum og meðal annars þegar hjólað var yfir Stórabeltisbrúna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Eftir þessa þrjá fyrstu keppnisdaga var Belginn Wout van Aert með forystuna en landi hans Yves Lampaert vann fyrstu dagleiðina en Hollendingarnir Fabio Jakobsen og Dylan Groenewegen næstu tvær. Eftir einn hvíldardag á meðan liðin og hjólreiðakapparnir fluttu sig yfir til Frakklands þá hefst keppnin með fjórðu dagleið. Nú verður hjólað frá Dunkirk til Calais nyrst í Frakklandi og telur 171,5 kílómetra. Eftir flatlendið í Danmörku verður mun meira um hæðir á þessari leið. Alls verður 21 keppnisdagur í Frakklandshjólreiðunum en þeim líkur ekki fyrr en 24. júlí næstkomandi. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Frakkland Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sigvaldi verður ekki með í kvöld Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Sjá meira
Frakklandshjólreiðar ársins hófust nefnilega í Kaupmannahöfn í ár en fyrstu þrír keppnisdagarnir fóru fram í Danmörku. Danir eru miklu hjólreiðaáhugamenn og fengu því að halda fyrstu þrjár dagleiðirnar í keppni ársins. Það var mikil stemmning eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Þetta er í fyrsta sinn sem Frakklandshjólreiðarnar byrja í Danmörku og þær hafa líka byrjað jafn norðarlega. Keppendur þurftu nú ekki samt að kvarta mikið yfir veðrinu í Danmörku sem var frábært. 23 sinnum áður hafa Frakklandshjólreiðarnar byrjað utan Frakklands en Danmörk er tíunda þjóðin sem fær þann heiður að hýsa fyrstu dagleiðirnar. Danir áttu að fá að gera þetta í fyrra en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta daginn voru hjólaðir þrettán kílómetrar í Kaupmannahöfn, þá 202,5 kílómetrar frá Hróarskeldu til Nyborg á Fjóni og á þeim síðasta hjóluðu kapparnir 182 kílómetra frá Vejle í Jótlandi til Sønderborg við landamærin við Þýskaland. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá danska hlutanum og meðal annars þegar hjólað var yfir Stórabeltisbrúna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Eftir þessa þrjá fyrstu keppnisdaga var Belginn Wout van Aert með forystuna en landi hans Yves Lampaert vann fyrstu dagleiðina en Hollendingarnir Fabio Jakobsen og Dylan Groenewegen næstu tvær. Eftir einn hvíldardag á meðan liðin og hjólreiðakapparnir fluttu sig yfir til Frakklands þá hefst keppnin með fjórðu dagleið. Nú verður hjólað frá Dunkirk til Calais nyrst í Frakklandi og telur 171,5 kílómetra. Eftir flatlendið í Danmörku verður mun meira um hæðir á þessari leið. Alls verður 21 keppnisdagur í Frakklandshjólreiðunum en þeim líkur ekki fyrr en 24. júlí næstkomandi.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Frakkland Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sigvaldi verður ekki með í kvöld Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Sjá meira