„Þar er mjög hvasst og eru viðbragðsliðar að aðstoða fólk vegna þessa. Þá eru að minnsta kosti tveir húsbílar mikið skemmdir eftir að hafa fokið og að auki mun vera tjón á húsum við Fjallsárlón. Frekari upplýsingar verða gefnar þegar þær liggja fyrir, meðal annars um það hvenær vegurinn opnar á ný,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.
