Ítalía tryggði sér sigur gegn Íslandi með seinasta skoti leiksins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 12:35 Íslenska U20 ára landsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við súrt tap í dag. HSÍ Íslenska U20 ára landsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við súrt eins marks tap er liðið mætti Ítalíu á EM U20 ára landsliða í Portúgal í dag. Lokatölur 27-26, en Ítalir skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins eftir að íslenska liðið hafði unnið upp sex marka forskot. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Ítalir yfirhöndinni. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 10-6, en mest náði ítalska liðið fimm marka forskoti í fyrri hálfleik. Staðan þegar flautað var til hálfleiks var 15-11, Ítölum í vil, og útlitið svart fyrir íslenska liðið. Íslensku strákunum gekk bölvanlega að koma sér inn í leikinn lengst af í síðari hálfleik og Ítalir héldu fjögurra til sex marka forskoti þar til um tíu mínútur voru til leiksloka. Markvörðurinn Adam Thorstensen var kom þá inn á völlinn og hann átti eftir að breyta leiknum. Adam varði eins og óður maður og þessari markvörslu fylgdu ódýr mörk. Íslenska liðið skorað sex mörk í röð og jafnaði leikinn í stöðunni 23-23. Við tóku æsispennandi lokamínútur þar sem liðin skiptust á að skora. Andri Már Rúnarsson virtist vera að tryggja íslenska liðinu jafntefli er hann jafnaði metin þegar um hálf mínúta var til leiksloka, en Ítalir skoruðu seinasta mark þegar um fimm sekúndur voru eftir á klukkunni og niðurstaðan eins marks sigur Ítalíu, 27-26. Andri Már Rúnarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hvor. Adam Thorstensen átti eins og áður segir góða innkomu í markið og varði fimm skot af þeim tíu sem hann fékk á sig. Ísland er nú á botni D-riðils með eitt stig eftir tvo leiki, en Ítalir sitja í öðru sæti með tvö stig. Tvö efstu lið riðilsins halda áfram í næstu umferð. Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Ítalir yfirhöndinni. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 10-6, en mest náði ítalska liðið fimm marka forskoti í fyrri hálfleik. Staðan þegar flautað var til hálfleiks var 15-11, Ítölum í vil, og útlitið svart fyrir íslenska liðið. Íslensku strákunum gekk bölvanlega að koma sér inn í leikinn lengst af í síðari hálfleik og Ítalir héldu fjögurra til sex marka forskoti þar til um tíu mínútur voru til leiksloka. Markvörðurinn Adam Thorstensen var kom þá inn á völlinn og hann átti eftir að breyta leiknum. Adam varði eins og óður maður og þessari markvörslu fylgdu ódýr mörk. Íslenska liðið skorað sex mörk í röð og jafnaði leikinn í stöðunni 23-23. Við tóku æsispennandi lokamínútur þar sem liðin skiptust á að skora. Andri Már Rúnarsson virtist vera að tryggja íslenska liðinu jafntefli er hann jafnaði metin þegar um hálf mínúta var til leiksloka, en Ítalir skoruðu seinasta mark þegar um fimm sekúndur voru eftir á klukkunni og niðurstaðan eins marks sigur Ítalíu, 27-26. Andri Már Rúnarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hvor. Adam Thorstensen átti eins og áður segir góða innkomu í markið og varði fimm skot af þeim tíu sem hann fékk á sig. Ísland er nú á botni D-riðils með eitt stig eftir tvo leiki, en Ítalir sitja í öðru sæti með tvö stig. Tvö efstu lið riðilsins halda áfram í næstu umferð.
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira