Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júlí 2022 14:49 Kristín Tómasdóttir hefur hvatt foreldra í svipaðri stöðu til þess að mæta með börnin sín á áhorfendapallana í Ráðhúsinu á næsta fund borgarstjórnar. Hún er langþreytt á innantómum orðum borgarfulltrúa um leikskólapláss. Vísir/samsett Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. Kristín Tómasdóttir er ein þeirra. Hún sendi borgarfulltrúum í Reykjavík opið bréf á Facebook þar sem hún segist ekki geta hlustað á fleiri stjórnmálamenn ljúga í fjölmiðlum um leikskólapláss. Barn hennar sem varð eins árs í mars situr enn á biðlistum og fátt er um svör hjá leikskólum borgarinnar. Hún hvetur því aðra foreldra í sömu stöðu til að mæta með barnavagninn í Ráðhúsið á næsta fund borgarstjórnar. Kristín Tómasdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta veldur mér bara mjög miklum kvíða, ég er með barn sem er að verða 18 mánaða í haust. Ég hef ekki gert mér neinar vonir um að fá leikskólapláss fyrr en núna sem mér finnst líka bara rosa lélegt, að maður búist ekki við dagvistum fyrir börnin sín fyrr en þau verða 18 mánáða,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Metnaðarleysi og skortur á forgangsröðun Í vor hafi verið mikil fjölmiðlaumfjöllun um að öll börn 12 mánaða og eldri muni fá leikskólapláss í haust. Kristín segist því ekki hafi stressað sig mikið á ástandinu. „Ég hugsaði bara að þá hlýtur mitt barn að fá pláss fyrst það verður 18 mánaða í haust, en svo er bara ekkert útlit fyrir það. Það er búið að úthluta og hún er bara á biðlista. Það er auðvitað óþolandi þjónusta að ég þurfi að hringja í leikskóla og grátbiðja um leikskólapláss. Þegar hún byrjar svo í skóla, fær hún bara boð um að koma í skóla í okkar hverfi. Af hverju er þetta ekki þannig?“ Kristín segir ástandið afleiðingu metnaðarleysis og skorts á forgangsröðun. „Það er verið að opna sundlaugar á nóttunni og reka næturstrætó, það er verið að gera þetta allt saman en það er ekki hægt að borga fólki sómasamleg laun á leikskólum. Þetta er bara grunnþjónusta, það er ekki grunnþjónusta að geta mætt í sund á nóttunni.“ Afsakanir sem duga ekki Kristín hefur fengið svar frá Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa Samfylkingar sem veitti alls kyns útskýringar á því hvers vegna ekki gangi betur að innrita börn á leikskóla. Plássleysið skýrist meðal annars af myglum og rakaskemmdum en að nú sé búið að gera samning við einkarekna leikskóla og borgarráð hefur samþykkt rekstrarleyfi fyrir Hjallastefnuna. Þetta eigi að bæta úr ástandinu, samkvæmt bréfi Skúla. Skúli Helgason svaraði bréfi Kristínar.Vísir/Arnar „Mér er bara alveg sama, þessar afsakanir duga mér bara engan veginn. Þau hefðu átt að vera að pæla í þessu fyrir tveimur árum síðan þegar þau vissu hvað það yrðu mörg börn sem þyrftu pláss núna.“ Skúli hafi þó í raun sagst ætla að sjá til þess að barn Kristínar fengi pláss. „Það sem að mér finnst asnalegt er að ég þurfi að gera þetta til að fá svör. Það getur vel verið að ég fái pláss af því ég hef hátt og þau nenna ekki að fá mig á pallana með börn. En svo er fullt, fullt af fólki sem hefur ekki þessa rödd eða bolmagn til að eyða tíma sínum í að berjast fyrir einhverju svona. Það hefur bara tíma til að vinna og passa börnin sín,“ segir Krístín en hún hefur fengið mikil viðbrögð frá öðrum foreldrum sem séu til í að mæta í Ráðhúsið með börn sín á fund borgarstjórnar. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Kristín Tómasdóttir er ein þeirra. Hún sendi borgarfulltrúum í Reykjavík opið bréf á Facebook þar sem hún segist ekki geta hlustað á fleiri stjórnmálamenn ljúga í fjölmiðlum um leikskólapláss. Barn hennar sem varð eins árs í mars situr enn á biðlistum og fátt er um svör hjá leikskólum borgarinnar. Hún hvetur því aðra foreldra í sömu stöðu til að mæta með barnavagninn í Ráðhúsið á næsta fund borgarstjórnar. Kristín Tómasdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta veldur mér bara mjög miklum kvíða, ég er með barn sem er að verða 18 mánaða í haust. Ég hef ekki gert mér neinar vonir um að fá leikskólapláss fyrr en núna sem mér finnst líka bara rosa lélegt, að maður búist ekki við dagvistum fyrir börnin sín fyrr en þau verða 18 mánáða,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Metnaðarleysi og skortur á forgangsröðun Í vor hafi verið mikil fjölmiðlaumfjöllun um að öll börn 12 mánaða og eldri muni fá leikskólapláss í haust. Kristín segist því ekki hafi stressað sig mikið á ástandinu. „Ég hugsaði bara að þá hlýtur mitt barn að fá pláss fyrst það verður 18 mánaða í haust, en svo er bara ekkert útlit fyrir það. Það er búið að úthluta og hún er bara á biðlista. Það er auðvitað óþolandi þjónusta að ég þurfi að hringja í leikskóla og grátbiðja um leikskólapláss. Þegar hún byrjar svo í skóla, fær hún bara boð um að koma í skóla í okkar hverfi. Af hverju er þetta ekki þannig?“ Kristín segir ástandið afleiðingu metnaðarleysis og skorts á forgangsröðun. „Það er verið að opna sundlaugar á nóttunni og reka næturstrætó, það er verið að gera þetta allt saman en það er ekki hægt að borga fólki sómasamleg laun á leikskólum. Þetta er bara grunnþjónusta, það er ekki grunnþjónusta að geta mætt í sund á nóttunni.“ Afsakanir sem duga ekki Kristín hefur fengið svar frá Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa Samfylkingar sem veitti alls kyns útskýringar á því hvers vegna ekki gangi betur að innrita börn á leikskóla. Plássleysið skýrist meðal annars af myglum og rakaskemmdum en að nú sé búið að gera samning við einkarekna leikskóla og borgarráð hefur samþykkt rekstrarleyfi fyrir Hjallastefnuna. Þetta eigi að bæta úr ástandinu, samkvæmt bréfi Skúla. Skúli Helgason svaraði bréfi Kristínar.Vísir/Arnar „Mér er bara alveg sama, þessar afsakanir duga mér bara engan veginn. Þau hefðu átt að vera að pæla í þessu fyrir tveimur árum síðan þegar þau vissu hvað það yrðu mörg börn sem þyrftu pláss núna.“ Skúli hafi þó í raun sagst ætla að sjá til þess að barn Kristínar fengi pláss. „Það sem að mér finnst asnalegt er að ég þurfi að gera þetta til að fá svör. Það getur vel verið að ég fái pláss af því ég hef hátt og þau nenna ekki að fá mig á pallana með börn. En svo er fullt, fullt af fólki sem hefur ekki þessa rödd eða bolmagn til að eyða tíma sínum í að berjast fyrir einhverju svona. Það hefur bara tíma til að vinna og passa börnin sín,“ segir Krístín en hún hefur fengið mikil viðbrögð frá öðrum foreldrum sem séu til í að mæta í Ráðhúsið með börn sín á fund borgarstjórnar.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira