Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. júlí 2022 20:53 Framarar fagna marki Diego Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. Framarar mættu mun öflugri til leiks í kvöld og voru mun sóknarsinnaðri heldur en gestirnir í fyrri hálfleik. Varnarleikur Fram hefur ekki verið upp á marga fiska í síðustu leikjum en með komu Brynjars Gauta Guðjónssonar, sem spilaði sinn fyrsta leik í kvöld, bættist hann til muna. Framarar fengu ágætisfæri í fyrri hálfleiknum en ekki tókst þeim að koma knettinum í netið. FH-ingar voru alls ekki sannfærandi og komu sér nánast ekki í almennilegt færi og svo var varnarleikurinn slakur. Í seinni hálfleik mættu FH-ingar sprækari til leiks en í þeim fyrri. Á 50. mínútu kom eina mark leiksins sem hafði legið í loftinu frá upphafi. Framarar keyrðu fram og myndaðist darraðadans í teig FH-inga. Guðmundur Magnússon tekur skot sem Gunnar Nielsen ver, boltinn hrekkur á Tiago Manuel Da Silva Fernandes sem rennir boltanum framhjá Gunnari, staðan 1-0 fyrir Fram. Markið virtist kveikja í FH-ingum og komu þeir sér í ágætis færi en vantaði sjálfstraustið til að klára þau. Það gerðist lítíð á síðustu 20 mínútum leiksins og endaði leikurinn með 1-0 sigri Fram. Afhverju vann Fram? Þeir mættu fullir sjálfstrausts. Sóknarleikurinn hjá þeim hefur ekki verið vandamál í sumar þar sem þeir hafa verið að skora mörkin en varnarleikurinn hefur verið slakur. Í dag var allt upp á tíu hjá þeim. Þeir spiluðu góða vörn og komust FH-ingar ekki í gott færi til þess að koma sér inn í leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Fram var maður leiksins Brynjar Gauti Guðjónsson. Hann var eins og klettur í vörninni og allt í öllu. Tiago Manuel Da Silva Fernandes var maðurinn á bak við mark Framara og kom sér oft í ágætis færi í leiknum. Hvað gekk illa? Varnarleikur FH var ekki upp á marga fiska og myndaðist oft darraðadans í teignum hjá þeim. Sóknarlega voru þeir ekki að koma sér í nógu góð færi og svo voru fyrirgjafirnar hjá þeim almennt slakar. Hvað gerist næst? Laugardaginn 16. júlí kl 18:00 fá FH-ingar Víkinga í heimsókn í Kaplakrika. Sunnudaginn 17. júlí kl 19:15 sækja Framarar KR heim. Jón Þórir Sveinsson: „Við vorum meira skipulagðari heldur en við höfum verið oft í sumar“ Jón Þórir var sáttur með sigur sinna manna í kvöldVísir: Diego „Mér líður mjög vel að sjálfsögðu, alltaf gott að vinna. Þetta var hörkuleikur hérna í dag, frábær umgjörð á nýjum velli og ég er virkilega sáttur að taka þennan sigur í dag,“ sagði Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, eftir 1-0 á FH í kvöld. „Við vorum meira skipulagðari heldur en við höfum verið oft í sumar. Við vörðumst mjög vel og gáfum þeim fá færi á okkur. Síðan erum við alltaf hættulegir fram á við þó ég hefði viljað sjá þá nýta sumar stöðurnar á vellinum betur, að koma okkur framar á völlinn þegar að leið á leikinn. FH sat aðeins á okkur en við sigldum þessu heim.“ Varnarleikur Fram hefur ekki verið upp á marga fiska í sumar en með komu Brynjars Gauta Guðjónssonar og Almarrs Ormarssonar bættist hann til muna. „Báðir eru gífurlega reyndir leikmenn og gefa okkur mikið með því. Þeir eru báðir fyrirliðar þannig að þeir tala, skipuleggja og stjórna í kringum sig og það hjálpar okkur alveg helling að fá svona reynslu inn í þessa deild. Það er það sem að þeir gera best fyrir okkur.“ Langþráður sigur Framara í hús og vill Jón Þórir að liðið haldi áfram á þessari braut. „Við þurfum að halda áfram á þessari braut, að menn leggja sig svona fram og eru tilbúnir að verjast og berjast fyrir klúbbinn. Við erum búnir að skora í hverjum einasta leik. Við viljum fækka mörkunum á okkur og við höfum kannski ekki haft miklar áhyggjur af því. Við settum meiri fókus á það fyrir þennan leik. Við vissum að FH er í erfiðri stöðu og vildu sækja sigur, við vildum vera tilbúnir í það.“ Framarar mæta KR í næsta leik og ætlar liðið að undirbúa sig vel fyrir þann leik. „KR er kannski svipað og FH, ekki gengið eins vel og þeir vildu í deildinni. Þeir eru kannski í svolítið erfiðu prógrammi núna í Evrópukeppninni. Við undirbúum okkur vel fyrir það og það verður annar hörkuleikur á móti reyndu og öflugu liði.“ Eiður Smári Guðjohnsen: „Það er alltaf svekkjandi að tapa, það er líka spurning hvernig þú tapar“ Eiður Smári var svekktur í leikslokFH „Það er alltaf svekkjandi að tapa, það er líka spurning hvernig þú tapar. Ég held að miðað við spilamennsku okkar í fyrri hálfleik þá áttum við ekkert meira skilið en það sem við fengum út úr leiknum. Það kom aðeins meiri ákefð og við hreyfðum boltann aðeins betur í seinni hálfleik en margt ábótavant í dag,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, svekktur eftir 1-0 tap á móti Fram í kvöld. „Það vantaði að menn hreyfðu sig betur án bolta. Við vorum aðeins of statískir. Það vantaði uppá gæði í sendingum, sendingar þar sem leikmenn eru ekki undir pressu og við erum að tapa boltanum auðveldlega frá okkur. Þetta eru allt hlutir sem að við þurfum að vinna með. Svo að spá í hvort sjálfstraustið er ekki meira en þetta í liðinu eins og staðan er núna, það er eitthvað sem við þurfum að snúa við.“ Eiður gerði breytingu á sínu liði og setti Harald Loga Guðlaugsson og Vuk Oskar Dimitrijevic inn á og þá kom aðeins meira líf í leik FH-inga. „Mér fannst Haraldur koma frábærlega inn, mikill kraftur í honum, kannski aðeins meiri sóknarbakvörður heldur en Óli. Það var hugsun á bakvið það að leyfa honum að spila aðeins ofar. Vuk á hægri kantinum, kannski ekki hans náttúrulega staða en við vildum reyna að brjóta þetta upp.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Fram FH Besta deild karla Tengdar fréttir „Þetta var iðnaðarsigur“ „Mér líður dásamlega, það er ekki annað hægt, 1-0 sigur í hörkuleik. Þetta gæti ekki byrjað betur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram, í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið vann FH 1-0. 11. júlí 2022 21:49
Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. Framarar mættu mun öflugri til leiks í kvöld og voru mun sóknarsinnaðri heldur en gestirnir í fyrri hálfleik. Varnarleikur Fram hefur ekki verið upp á marga fiska í síðustu leikjum en með komu Brynjars Gauta Guðjónssonar, sem spilaði sinn fyrsta leik í kvöld, bættist hann til muna. Framarar fengu ágætisfæri í fyrri hálfleiknum en ekki tókst þeim að koma knettinum í netið. FH-ingar voru alls ekki sannfærandi og komu sér nánast ekki í almennilegt færi og svo var varnarleikurinn slakur. Í seinni hálfleik mættu FH-ingar sprækari til leiks en í þeim fyrri. Á 50. mínútu kom eina mark leiksins sem hafði legið í loftinu frá upphafi. Framarar keyrðu fram og myndaðist darraðadans í teig FH-inga. Guðmundur Magnússon tekur skot sem Gunnar Nielsen ver, boltinn hrekkur á Tiago Manuel Da Silva Fernandes sem rennir boltanum framhjá Gunnari, staðan 1-0 fyrir Fram. Markið virtist kveikja í FH-ingum og komu þeir sér í ágætis færi en vantaði sjálfstraustið til að klára þau. Það gerðist lítíð á síðustu 20 mínútum leiksins og endaði leikurinn með 1-0 sigri Fram. Afhverju vann Fram? Þeir mættu fullir sjálfstrausts. Sóknarleikurinn hjá þeim hefur ekki verið vandamál í sumar þar sem þeir hafa verið að skora mörkin en varnarleikurinn hefur verið slakur. Í dag var allt upp á tíu hjá þeim. Þeir spiluðu góða vörn og komust FH-ingar ekki í gott færi til þess að koma sér inn í leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Fram var maður leiksins Brynjar Gauti Guðjónsson. Hann var eins og klettur í vörninni og allt í öllu. Tiago Manuel Da Silva Fernandes var maðurinn á bak við mark Framara og kom sér oft í ágætis færi í leiknum. Hvað gekk illa? Varnarleikur FH var ekki upp á marga fiska og myndaðist oft darraðadans í teignum hjá þeim. Sóknarlega voru þeir ekki að koma sér í nógu góð færi og svo voru fyrirgjafirnar hjá þeim almennt slakar. Hvað gerist næst? Laugardaginn 16. júlí kl 18:00 fá FH-ingar Víkinga í heimsókn í Kaplakrika. Sunnudaginn 17. júlí kl 19:15 sækja Framarar KR heim. Jón Þórir Sveinsson: „Við vorum meira skipulagðari heldur en við höfum verið oft í sumar“ Jón Þórir var sáttur með sigur sinna manna í kvöldVísir: Diego „Mér líður mjög vel að sjálfsögðu, alltaf gott að vinna. Þetta var hörkuleikur hérna í dag, frábær umgjörð á nýjum velli og ég er virkilega sáttur að taka þennan sigur í dag,“ sagði Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, eftir 1-0 á FH í kvöld. „Við vorum meira skipulagðari heldur en við höfum verið oft í sumar. Við vörðumst mjög vel og gáfum þeim fá færi á okkur. Síðan erum við alltaf hættulegir fram á við þó ég hefði viljað sjá þá nýta sumar stöðurnar á vellinum betur, að koma okkur framar á völlinn þegar að leið á leikinn. FH sat aðeins á okkur en við sigldum þessu heim.“ Varnarleikur Fram hefur ekki verið upp á marga fiska í sumar en með komu Brynjars Gauta Guðjónssonar og Almarrs Ormarssonar bættist hann til muna. „Báðir eru gífurlega reyndir leikmenn og gefa okkur mikið með því. Þeir eru báðir fyrirliðar þannig að þeir tala, skipuleggja og stjórna í kringum sig og það hjálpar okkur alveg helling að fá svona reynslu inn í þessa deild. Það er það sem að þeir gera best fyrir okkur.“ Langþráður sigur Framara í hús og vill Jón Þórir að liðið haldi áfram á þessari braut. „Við þurfum að halda áfram á þessari braut, að menn leggja sig svona fram og eru tilbúnir að verjast og berjast fyrir klúbbinn. Við erum búnir að skora í hverjum einasta leik. Við viljum fækka mörkunum á okkur og við höfum kannski ekki haft miklar áhyggjur af því. Við settum meiri fókus á það fyrir þennan leik. Við vissum að FH er í erfiðri stöðu og vildu sækja sigur, við vildum vera tilbúnir í það.“ Framarar mæta KR í næsta leik og ætlar liðið að undirbúa sig vel fyrir þann leik. „KR er kannski svipað og FH, ekki gengið eins vel og þeir vildu í deildinni. Þeir eru kannski í svolítið erfiðu prógrammi núna í Evrópukeppninni. Við undirbúum okkur vel fyrir það og það verður annar hörkuleikur á móti reyndu og öflugu liði.“ Eiður Smári Guðjohnsen: „Það er alltaf svekkjandi að tapa, það er líka spurning hvernig þú tapar“ Eiður Smári var svekktur í leikslokFH „Það er alltaf svekkjandi að tapa, það er líka spurning hvernig þú tapar. Ég held að miðað við spilamennsku okkar í fyrri hálfleik þá áttum við ekkert meira skilið en það sem við fengum út úr leiknum. Það kom aðeins meiri ákefð og við hreyfðum boltann aðeins betur í seinni hálfleik en margt ábótavant í dag,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, svekktur eftir 1-0 tap á móti Fram í kvöld. „Það vantaði að menn hreyfðu sig betur án bolta. Við vorum aðeins of statískir. Það vantaði uppá gæði í sendingum, sendingar þar sem leikmenn eru ekki undir pressu og við erum að tapa boltanum auðveldlega frá okkur. Þetta eru allt hlutir sem að við þurfum að vinna með. Svo að spá í hvort sjálfstraustið er ekki meira en þetta í liðinu eins og staðan er núna, það er eitthvað sem við þurfum að snúa við.“ Eiður gerði breytingu á sínu liði og setti Harald Loga Guðlaugsson og Vuk Oskar Dimitrijevic inn á og þá kom aðeins meira líf í leik FH-inga. „Mér fannst Haraldur koma frábærlega inn, mikill kraftur í honum, kannski aðeins meiri sóknarbakvörður heldur en Óli. Það var hugsun á bakvið það að leyfa honum að spila aðeins ofar. Vuk á hægri kantinum, kannski ekki hans náttúrulega staða en við vildum reyna að brjóta þetta upp.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Fram FH Besta deild karla Tengdar fréttir „Þetta var iðnaðarsigur“ „Mér líður dásamlega, það er ekki annað hægt, 1-0 sigur í hörkuleik. Þetta gæti ekki byrjað betur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram, í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið vann FH 1-0. 11. júlí 2022 21:49
„Þetta var iðnaðarsigur“ „Mér líður dásamlega, það er ekki annað hægt, 1-0 sigur í hörkuleik. Þetta gæti ekki byrjað betur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram, í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið vann FH 1-0. 11. júlí 2022 21:49
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti