Bale stefnir á tvö stórmót í viðbót Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júlí 2022 16:30 Gareth Bale ætlar sér ekki að hætta knattspyrnuiðkun alveg strax. James Williamson - AMA/Getty Images Velski knattspyrnumaðurinn Gareth Bale stefnir á að taka þátt á EM í Þýskalandi árið 2024 og jafnvel HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Þessi 32 ára knattspyrnumaður gekk í raðir Los Angeles FC í bandarísku MLS-deildinni á dögunum, en margir höfðu búist við því að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir að þátttöku hans á HM í Katar í lok árs myndi ljúka. Á sínum fyrsta blaðamannafundi eftir vistaskiptin til Bandaríkjanna sagði Bale hins vegar að hann ætti nóg eftir. Gareth Bale: “I still have many years to come. I haven’t come here at Los Angeles just to be here for six or 12 months...”. 🏴 #LAFC“I’ve come here to try and be here as long as possible. It gives me the best opportunity to go to the next Euros, maybe further”. pic.twitter.com/qpEyJ6treV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 11, 2022 „Ég kom ekki til að vera hérna í stuttan tíma,“ sagði Bale. „Ég held að það að ég sé hér gefi mér bestu möguleikana á því að komast á Evrópumótið árið 2024, og hver veit, kannski eitt stórmót enn. Það er markmiðið. Ég kom hingað til að spila stórt hlutverk og ég get ekki beðið eftir því að byrja. Ég hef lengi fylgst með MLS-deildinni þó það hafi stundum verið erfitt út af tímamismuninum, en ég hef alltaf reynt að horfa á hana í sjónvarpinu.“ „Gæðin í deildinni eru að aukast mikið og hún er mun sterkari en fólkið í Evrópu heldur. Deildin er að verða betri, vellirnir eru að verða betri og liðin eru að verða betri þannig að þetta er deild sem er klárlega á uppleið.“ „Ég held að það horfi enginn lengur á MLS-deildina sem eftirlaunadeild. Hún er líkamleg og tekur á,“ sagði Bale að lokum. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Þessi 32 ára knattspyrnumaður gekk í raðir Los Angeles FC í bandarísku MLS-deildinni á dögunum, en margir höfðu búist við því að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir að þátttöku hans á HM í Katar í lok árs myndi ljúka. Á sínum fyrsta blaðamannafundi eftir vistaskiptin til Bandaríkjanna sagði Bale hins vegar að hann ætti nóg eftir. Gareth Bale: “I still have many years to come. I haven’t come here at Los Angeles just to be here for six or 12 months...”. 🏴 #LAFC“I’ve come here to try and be here as long as possible. It gives me the best opportunity to go to the next Euros, maybe further”. pic.twitter.com/qpEyJ6treV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 11, 2022 „Ég kom ekki til að vera hérna í stuttan tíma,“ sagði Bale. „Ég held að það að ég sé hér gefi mér bestu möguleikana á því að komast á Evrópumótið árið 2024, og hver veit, kannski eitt stórmót enn. Það er markmiðið. Ég kom hingað til að spila stórt hlutverk og ég get ekki beðið eftir því að byrja. Ég hef lengi fylgst með MLS-deildinni þó það hafi stundum verið erfitt út af tímamismuninum, en ég hef alltaf reynt að horfa á hana í sjónvarpinu.“ „Gæðin í deildinni eru að aukast mikið og hún er mun sterkari en fólkið í Evrópu heldur. Deildin er að verða betri, vellirnir eru að verða betri og liðin eru að verða betri þannig að þetta er deild sem er klárlega á uppleið.“ „Ég held að það horfi enginn lengur á MLS-deildina sem eftirlaunadeild. Hún er líkamleg og tekur á,“ sagði Bale að lokum.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira