Ísland heldur áfram að heilla ferðamenn upp úr skónum: „Þetta er yndislegur staður, alveg yndislegur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júlí 2022 23:22 Ferðamenn frá Bandaríkjunum og Bretlandseyjum sem fréttastofa ræddi við í dag voru hæstánægðir með Íslandsferð sína. Ferðamenn streyma nú til landsins eftir kórónuveirufaraldurinn. Fréttastofa náði tali af nokkrum þeirra en íslenska náttúran virtist heilla þá hvað mest. Allir voru sammála um að vilja koma aftur, sumir fyrr en aðrir. Það þarf ekki að leita lengra en í miðbæ Reykjavíkur til að finna hluta af þeim fjölda ferðamanna sem er nú staddur á landinu. Margir eru í sinni fyrstu stóru ferð sinni eftir Covid og er ljóst að Ísland er áfram vinsæll áfangastaður nú þegar ferðasumarið er komið á fullt. Bandaríkjamenn eru stærsti hópurinn þegar litið er til samsetningar ferðamanna og koma Bretar sömuleiðis sterkt inn. En hvað er það sem heillar? Koma aftur eftir þrjá daga „Þetta var gamall draumur og loksins er ég kominn hingað,“ sagði Igor frá New York um komuna þegar fréttastofa náði tali af honum og konu hans, Lönu, við Hallgrímskirkju í dag. „Við vildum sjá goshveri, Bláa lónið fræga, og eldgíga,“ sagði Lana. Þetta er þeirra fyrsta ferð til Íslands en þau ætla ekki að bíða lengi með að heimsækja landið aftur, þau fljúga til Danmörku á morgun og koma svo aftur eftir þrjá daga til að sjá meira, og slá ekki hendinni á móti annarri ferð. „Við viljum taka börnin með líka, þetta er fallegt land,“ sagði Igor. Igor og Lana frá New York. Ákváðu að koma til Íslands eftir ferð til Noregs Þær Liz og Ivonne frá Bretlandi ákváðu að koma eftir að hafa ferðast til Noregs en þær höfðu aldrei komið til Íslands. Þær voru alsælar með ferðina en henni hafði verið frestað um tvö og hálft ár vegna faraldursins. „Ég dáðist að landslagi og sögu þessarar eyjar. Þetta er yndislegur staður, alveg yndislegur. Og fólkið er vingjarnlegt, í alvöru, mjög vingjarnlegt fólk,“ sagði Liz og tók Ivonne undir. „Við munum örugglega koma aftur, við elskum þetta land,“ sagði Liz enn fremur. Þær kipptu sér lítið upp við veðrið en höfðu þó orð á hitabylgjunni sem geisar í Evrópu um þessar mundir. „Ég verð að viðurkenna að þegar þau hringja að heiman og segja að það sé 31 gráða, vil ég helst ekki heyra það,“ sagði Ivonne og hló. Liz og Ivonne frá Bretlandi. Rigningin kom ekki að sök Þá virtist veðrið ekki heldur trufla feðgana Orin og Pierre frá Vermont. „Við héldum að það myndi rigna af krafti alla vikuna þannig þetta er ekki eins alvarlegt og við héldum að það yrði,“ sagði Orin en þeir heilluðust af landinu út frá auglýsingum. „Við flugum til Englands fyrir fimm árum með Icelandair og við vorum mjög hrifnir. Allar auglýsingarnar virkuðu. Þegar við vorum að hugsa um hvað við ættum að gera í sumar vorum við spenntir fyrir að koma hingað, sérstaklega vegna náttúrunnar,“ sagði Pierre. Ferðin til Íslands var fyrsta fjölskylduferðin eftir Covid og sögðust þeir báðir vilja koma aftur til að sjá meira af landinu. „Við höfum séð rosalega fallega hluti í klukkutímafjarlægð frá Reykjavík en ég vil endilega fara hringveginn,“ sagði Pierre og tók Orin undir. Orin og Pierre frá Vermont. Íslenska landslagið draumur fyrir jarðfræðiáhugamenn Skotinn Andrew kom síðan til Íslands með dóttur sinni, Megan. „Ég kom af því hún vildi koma til Íslands, því hún er mjög spennt fyrir jöklum og eldfjöllum,“ sagði hann. „Ég er hrifin af jarðfræði og svoleiðis,“ sagði Megan enn fremur. Þetta var fyrsta ferð Meghan til Íslands og var hún alsæl. „Ég elska það,“ sagði hún en hún hafði meðal annars gengið á jöklum, farið í Bláa lónið og labbað undir fossum. Þá sagðist hún hiklaust koma aftur. „Þetta er í annað sinn sem ég kem hingað, þannig ég hef komið aftur og ég mun koma aftur,“ sagði Andrew enn fremur. Andrew og Megan frá Skotlandi. Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Bretland Skotland Tengdar fréttir Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. 12. júlí 2022 20:42 Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei meiri Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 28,3 milljarðar króna í júní. Það er aukning um 27,4 prósent á milli ára og hefur veltan aldrei mælst hærri í júnímánuði frá því mælingar hófust árið 2012. 12. júlí 2022 11:10 Bandaríkjamenn bera af í brottförum Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust. 11. júlí 2022 18:31 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Það þarf ekki að leita lengra en í miðbæ Reykjavíkur til að finna hluta af þeim fjölda ferðamanna sem er nú staddur á landinu. Margir eru í sinni fyrstu stóru ferð sinni eftir Covid og er ljóst að Ísland er áfram vinsæll áfangastaður nú þegar ferðasumarið er komið á fullt. Bandaríkjamenn eru stærsti hópurinn þegar litið er til samsetningar ferðamanna og koma Bretar sömuleiðis sterkt inn. En hvað er það sem heillar? Koma aftur eftir þrjá daga „Þetta var gamall draumur og loksins er ég kominn hingað,“ sagði Igor frá New York um komuna þegar fréttastofa náði tali af honum og konu hans, Lönu, við Hallgrímskirkju í dag. „Við vildum sjá goshveri, Bláa lónið fræga, og eldgíga,“ sagði Lana. Þetta er þeirra fyrsta ferð til Íslands en þau ætla ekki að bíða lengi með að heimsækja landið aftur, þau fljúga til Danmörku á morgun og koma svo aftur eftir þrjá daga til að sjá meira, og slá ekki hendinni á móti annarri ferð. „Við viljum taka börnin með líka, þetta er fallegt land,“ sagði Igor. Igor og Lana frá New York. Ákváðu að koma til Íslands eftir ferð til Noregs Þær Liz og Ivonne frá Bretlandi ákváðu að koma eftir að hafa ferðast til Noregs en þær höfðu aldrei komið til Íslands. Þær voru alsælar með ferðina en henni hafði verið frestað um tvö og hálft ár vegna faraldursins. „Ég dáðist að landslagi og sögu þessarar eyjar. Þetta er yndislegur staður, alveg yndislegur. Og fólkið er vingjarnlegt, í alvöru, mjög vingjarnlegt fólk,“ sagði Liz og tók Ivonne undir. „Við munum örugglega koma aftur, við elskum þetta land,“ sagði Liz enn fremur. Þær kipptu sér lítið upp við veðrið en höfðu þó orð á hitabylgjunni sem geisar í Evrópu um þessar mundir. „Ég verð að viðurkenna að þegar þau hringja að heiman og segja að það sé 31 gráða, vil ég helst ekki heyra það,“ sagði Ivonne og hló. Liz og Ivonne frá Bretlandi. Rigningin kom ekki að sök Þá virtist veðrið ekki heldur trufla feðgana Orin og Pierre frá Vermont. „Við héldum að það myndi rigna af krafti alla vikuna þannig þetta er ekki eins alvarlegt og við héldum að það yrði,“ sagði Orin en þeir heilluðust af landinu út frá auglýsingum. „Við flugum til Englands fyrir fimm árum með Icelandair og við vorum mjög hrifnir. Allar auglýsingarnar virkuðu. Þegar við vorum að hugsa um hvað við ættum að gera í sumar vorum við spenntir fyrir að koma hingað, sérstaklega vegna náttúrunnar,“ sagði Pierre. Ferðin til Íslands var fyrsta fjölskylduferðin eftir Covid og sögðust þeir báðir vilja koma aftur til að sjá meira af landinu. „Við höfum séð rosalega fallega hluti í klukkutímafjarlægð frá Reykjavík en ég vil endilega fara hringveginn,“ sagði Pierre og tók Orin undir. Orin og Pierre frá Vermont. Íslenska landslagið draumur fyrir jarðfræðiáhugamenn Skotinn Andrew kom síðan til Íslands með dóttur sinni, Megan. „Ég kom af því hún vildi koma til Íslands, því hún er mjög spennt fyrir jöklum og eldfjöllum,“ sagði hann. „Ég er hrifin af jarðfræði og svoleiðis,“ sagði Megan enn fremur. Þetta var fyrsta ferð Meghan til Íslands og var hún alsæl. „Ég elska það,“ sagði hún en hún hafði meðal annars gengið á jöklum, farið í Bláa lónið og labbað undir fossum. Þá sagðist hún hiklaust koma aftur. „Þetta er í annað sinn sem ég kem hingað, þannig ég hef komið aftur og ég mun koma aftur,“ sagði Andrew enn fremur. Andrew og Megan frá Skotlandi.
Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Bretland Skotland Tengdar fréttir Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. 12. júlí 2022 20:42 Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei meiri Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 28,3 milljarðar króna í júní. Það er aukning um 27,4 prósent á milli ára og hefur veltan aldrei mælst hærri í júnímánuði frá því mælingar hófust árið 2012. 12. júlí 2022 11:10 Bandaríkjamenn bera af í brottförum Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust. 11. júlí 2022 18:31 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. 12. júlí 2022 20:42
Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei meiri Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 28,3 milljarðar króna í júní. Það er aukning um 27,4 prósent á milli ára og hefur veltan aldrei mælst hærri í júnímánuði frá því mælingar hófust árið 2012. 12. júlí 2022 11:10
Bandaríkjamenn bera af í brottförum Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust. 11. júlí 2022 18:31