Óli Valur mættur til Sirius Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 09:30 Óli Valur ritar undir samninginn í Svíþjóð. @siriusfotboll Besta deild karla í fótbolta heldur áfram að missa skemmtikrafta úr deildinni. Fyrr í morgun var staðfest að Kristall Máni Ingason væri búinn að skrifa undir hjá Rosenborg og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið IK Sirius staðfest komu Óla Vals Ómarssonar. Óli Valur kemur úr Garðabænum en hann hefur heillað gríðarlega með frammistöðu sinni í sumar. Hefur hann að öðrum ólöstuðum verið besti maður Stjörnunnar það sem af er sumri. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall þá var hann valinn í U-21 árs landslið Íslands og spilaði hann sinn þátt í að liðið er komið í umspil um sæti á EM U-21 árs landsliða. Hann er nú mættur til Svíþjóðar þar sem hann skrifaði undir samning til ársins 2027. Fyrir tímabilið var Óli Valur titlaður sem „Fylgist með“ leikmaður Stjörnunnar og sá hefur ekki valdið vonbrigðum. Hann hefur verið líkt og rennilás í á hægri væng Stjörnunnar en sókndjarfari bakvörður er vandfundinn á Íslandi og þó víðar væri leitað. Stutt er síðan það var staðfest að Sirius hefði boðið í leikmanninn og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið náð bæði samningum við Stjörnuna sem og Óla Val sjálfan. Var hann svo tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins nú í dag. Fyrir er Aron Bjarnason hjá liðinu og gætu þeir myndað einkar spennandi hægri væng saman, Óli Valur í bakverðinum og Aron á vængnum. Välkommen till Sirius, Óli Valur Ómarsson! Läs mer om Óli Valur på https://t.co/wgYrOUfWhmEn videointervju med dagens två nyförvärv publiceras efter dagens träning. pic.twitter.com/hoo6uVREfn— IK Sirius Fotboll (@siriusfotboll) July 13, 2022 „Mér líður vel með að vera kominn hingað. Sirius er flott félag í mjög góðri deild. Ég er mjög spenntur að koma hingað og reyna hjálpa liðinu með leik mínum,“ sagði Óli Valur við undirskriftina. „Við erum mjög ánægðir með að Óli Valur hafi ákveðið að koma til Sirius. Við höfum fylgst með honum í dágóðan tíma og leikstíll hans passar vel inn í það sem við viljum,“ sagði Ola Andersson, yfirmaður íþróttamála félagsins, um komu Óla Vals. Óli Valur á að baki 37 leiki í efstu deild hér á landi sem og tvo leiki í bikarkeppni. Þá á hann að baki tvo leiki fyrir U-21 árs landsliðið sem og 15 aðra leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þegar 13 umferðum er lokið er Sirius í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti og sjö stigum frá Evrópusæti. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Sænski boltinn Tengdar fréttir Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Sjá meira
Óli Valur kemur úr Garðabænum en hann hefur heillað gríðarlega með frammistöðu sinni í sumar. Hefur hann að öðrum ólöstuðum verið besti maður Stjörnunnar það sem af er sumri. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall þá var hann valinn í U-21 árs landslið Íslands og spilaði hann sinn þátt í að liðið er komið í umspil um sæti á EM U-21 árs landsliða. Hann er nú mættur til Svíþjóðar þar sem hann skrifaði undir samning til ársins 2027. Fyrir tímabilið var Óli Valur titlaður sem „Fylgist með“ leikmaður Stjörnunnar og sá hefur ekki valdið vonbrigðum. Hann hefur verið líkt og rennilás í á hægri væng Stjörnunnar en sókndjarfari bakvörður er vandfundinn á Íslandi og þó víðar væri leitað. Stutt er síðan það var staðfest að Sirius hefði boðið í leikmanninn og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið náð bæði samningum við Stjörnuna sem og Óla Val sjálfan. Var hann svo tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins nú í dag. Fyrir er Aron Bjarnason hjá liðinu og gætu þeir myndað einkar spennandi hægri væng saman, Óli Valur í bakverðinum og Aron á vængnum. Välkommen till Sirius, Óli Valur Ómarsson! Läs mer om Óli Valur på https://t.co/wgYrOUfWhmEn videointervju med dagens två nyförvärv publiceras efter dagens träning. pic.twitter.com/hoo6uVREfn— IK Sirius Fotboll (@siriusfotboll) July 13, 2022 „Mér líður vel með að vera kominn hingað. Sirius er flott félag í mjög góðri deild. Ég er mjög spenntur að koma hingað og reyna hjálpa liðinu með leik mínum,“ sagði Óli Valur við undirskriftina. „Við erum mjög ánægðir með að Óli Valur hafi ákveðið að koma til Sirius. Við höfum fylgst með honum í dágóðan tíma og leikstíll hans passar vel inn í það sem við viljum,“ sagði Ola Andersson, yfirmaður íþróttamála félagsins, um komu Óla Vals. Óli Valur á að baki 37 leiki í efstu deild hér á landi sem og tvo leiki í bikarkeppni. Þá á hann að baki tvo leiki fyrir U-21 árs landsliðið sem og 15 aðra leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þegar 13 umferðum er lokið er Sirius í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti og sjö stigum frá Evrópusæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Sænski boltinn Tengdar fréttir Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Sjá meira
Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30