Ógeðslega spillingarsamfélagið Ragnhildur L. Guðmundsdóttir skrifar 14. júlí 2022 12:00 Við lifum í landi sem á að geta brauðfætt alla, veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og þar með geðheilbrigðisþjónustu en NEI við fáum ekki notið þess. Það kemur sífellt betur í ljós í hvers konar landi við lifum í landi þar sem lítill hluti þjóðarinnar getur skarað eld að sinni köku og skilið eftir rústir einar fyrir ca. 90% landsmanna. Heilbrigðisþjónusta, félagsleg þjónusta og almenn velferð borgara hefur setið á hakanum. Sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að sjá fólki fyrir húsnæði sem getur það ekki sjálft en margbrýtur þau lög með því að selja frá sér félagslegt húsnæði án þess að kaupa annað. Fólk fær heilbrigðisþjónustu eftir dúk og disk og þá algera lágmarksþjónustu. Fólk sem þarf á geðheilbrigðisþjónustu fær hana af skornum skammti og alls ekki eftir þörfum sbr. unga konan með búsetu í Reykjavík þarf að leita læknisþjónustu norður á Þórshöfn verandi í sjálfsvígshættu. Einstaklingar sem eru með mikinn og fjölkvilla geðrænan vanda fær endalaust lyf en ekki aðstoð við undirliggjandi vanda sem lyfin eru ekki að hjálpa til við, einstaklingur þurfti á dögunum að tala við lækni á vaktinni á sunnudagsmorgni sá benti honum á að finna leið á götunni til þess að láta sér líða betur, hvurslags læknisþjónusta er það? Ríkið gengur fremst í flokki þess að selja eigur þjóðarinnar og auðlindir hafsins sem hefðu svo vel getað staðið undir þeirri þjónustu sem skylt er með lögum að veita. Fólki er haldið í gíslingu í bið eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, langir biðlistar eftir læknisaðgerðum, börn bíða allt upp í 1-2 ár eftir greiningum og hjálp á geðsviði, fullorðnir bíða enn lengur nema það geti greitt sig framar í þjónustu en fullorðnir þurfa að greiða sjálft fyrir dýrar greiningar. Ríkið selur mjólkurkýr þjóðarinnar, bankana, til vina og vandamanna og finnst það bara allt í lagi. Lífeyrissjóðirnir gambla svo með lífeyri landsmanna í fjárfestingum til misgóðra verkefna eða blautra drauma sumra um stóriðju og það kemur svo niður á almenningi sem á sitt undir í lífeyrissjóðum þegar eftirlaunaaldri er náð en þá þarf e.t.v að skerða hann vegna óráðsíu þeirra sem sjóðunum stjórna. Hversu margir félagar í þessum sjóðum eru í stjórn þeirra? Eru það allt „fagfjárfestar“ og atvinnurekendur sem sitja þar við stjórn? Er markvisst unnið að því undir ráðríki Sjálfstæðisflokks að samþykkja að efla geðheilbrigðisþjónustu og aðra læknisþjónustu en án þess að setja það fé sem þarf í þennan málaflokk heldur bíða færis á að setja þjónustuna í einkarekstur, koma almenning í þá stöðu að tryggja sig fyrir heilbrigðisþjónustu líkt og gerist í USA svo einkaaðilar og tryggingafélög geti alveg örugglega kreist síðasta lífsdropann úr fólki. Það eru allir stjórnmálamenn undir í þessum hatti, þeir sem framkvæma svona gjörninga og þeir sem blaðra bara um hvað þetta sé hræðilegt og lýsa yfir áhyggjum en gera nákvæmlega ekkert. Núna ætlar fyrirtækið Vísir að selja Síldarvinnslunni/Samherja fyrirtækið, þetta eru tengdir aðilar sama hvernig þeir reyna að moka yfir flórinn og setja allt í kross út og suður svo almenningur „fatti ekki djókið“, alvöru stjórnmálamenn sem virkilega væru að vinna fyrir þjóðina myndu stöðva þennan gjörning. Þessi samþjöppun mun skilja eftir sviðna jörð sbr. útgerðina á Ísafirði með Gugguna gulu og á þessu þurfum við ekki á að halda á Suðurnesjum við höfum endalaust þurft að rífa upp atvinnu á svæðinu vegna vinnubragða ráðamanna og þessara 10% sem fara með auðlindir þjóðarinnar sem sinn sparigrís. Sameina ætti alla lífeyrissjóði í einn, fólk fengi greitt úr sjóðnum sinn lífeyri eftir þeim réttindum sem það hefur aflað sér óháð starfsvettvangi, við þurfum bara eina stjórn fyrir einn eftirlaunasjóð, mikill sparnaður og í stjórn á að skipa a.m.k að hluta fólk sem er á plani og á sitt undir að sjóðnum gangi vel en atvinnurekendur eiga ekki að vera þar til þess að hafa áhrif á hvernig sjóðurinn er ávaxtaður. Stjórnmálafólk ætti að hætta að gefa auðlindir þjóðarinnar og leyfa þessum 10% að stjórna afstöðu þeirra með því að „styrkja“ svo vel flokkana þ.e kaupa sig þannig inn að borðinu til að hafa áhrif og maka krókinn. Eftir alla gjörninga sem hafa fært þessum 10% meira en þeir ættu skilið er enn komið að sviðnu jörðinni, nú þarf að kreista þrælinn meira, skellum á aukasköttum við öll jarðgöng og látum almenning borga aftur allt sem ríkið þarf að sjá um í vegamálum, greiðum bifreiðagjöld, bensín og olíuskatt sem áttu að fara í samgöngur en var að stórum hluta nýtt í annað svo nú á að nota tolla til þeirra sömu vegabóta sem aðrar álögur áttu að sinna. Við, almenningur þurftum m.a. að greiða fyrir göng og veg fyrir stóriðju fyrir norðan, eigum svo að sjá um þennan veg og þjónusta án þess að nota hann nokkru sinni. Einu sinni sögðu menn að nú ætti að renna upp sú tíð að Geðheilbrigðismál yrðu tekin föstum tökum og stórefld þjónusta við þá sem hennar þyrftu með en hvar eru efndirnar? Ríkisstjórnin hefur verið duglega að setja mál í nefndir þar sem nú á sko að gera gangskör í að laga hlutina í lok kjörtímabilsins en þá verða menn bara ósammála með nefndarniðurstöður sem enda svo ofaní skúffu og ef þær kæmu nú fyrir þingið þá eru nokkrir sem samþykkja en aðrir sitja bara hjá, eru slíkar gungur að geta ekki sagt já eða nei. Ef þessi málefni og spilling verða ekki til þess að fólk mæti á Austurvöll til að krefjast breytinga þá veit ég ekki hvert þessi þjóð ætlar að stefna. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, kennari og nemi í þjóðfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum í landi sem á að geta brauðfætt alla, veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og þar með geðheilbrigðisþjónustu en NEI við fáum ekki notið þess. Það kemur sífellt betur í ljós í hvers konar landi við lifum í landi þar sem lítill hluti þjóðarinnar getur skarað eld að sinni köku og skilið eftir rústir einar fyrir ca. 90% landsmanna. Heilbrigðisþjónusta, félagsleg þjónusta og almenn velferð borgara hefur setið á hakanum. Sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að sjá fólki fyrir húsnæði sem getur það ekki sjálft en margbrýtur þau lög með því að selja frá sér félagslegt húsnæði án þess að kaupa annað. Fólk fær heilbrigðisþjónustu eftir dúk og disk og þá algera lágmarksþjónustu. Fólk sem þarf á geðheilbrigðisþjónustu fær hana af skornum skammti og alls ekki eftir þörfum sbr. unga konan með búsetu í Reykjavík þarf að leita læknisþjónustu norður á Þórshöfn verandi í sjálfsvígshættu. Einstaklingar sem eru með mikinn og fjölkvilla geðrænan vanda fær endalaust lyf en ekki aðstoð við undirliggjandi vanda sem lyfin eru ekki að hjálpa til við, einstaklingur þurfti á dögunum að tala við lækni á vaktinni á sunnudagsmorgni sá benti honum á að finna leið á götunni til þess að láta sér líða betur, hvurslags læknisþjónusta er það? Ríkið gengur fremst í flokki þess að selja eigur þjóðarinnar og auðlindir hafsins sem hefðu svo vel getað staðið undir þeirri þjónustu sem skylt er með lögum að veita. Fólki er haldið í gíslingu í bið eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, langir biðlistar eftir læknisaðgerðum, börn bíða allt upp í 1-2 ár eftir greiningum og hjálp á geðsviði, fullorðnir bíða enn lengur nema það geti greitt sig framar í þjónustu en fullorðnir þurfa að greiða sjálft fyrir dýrar greiningar. Ríkið selur mjólkurkýr þjóðarinnar, bankana, til vina og vandamanna og finnst það bara allt í lagi. Lífeyrissjóðirnir gambla svo með lífeyri landsmanna í fjárfestingum til misgóðra verkefna eða blautra drauma sumra um stóriðju og það kemur svo niður á almenningi sem á sitt undir í lífeyrissjóðum þegar eftirlaunaaldri er náð en þá þarf e.t.v að skerða hann vegna óráðsíu þeirra sem sjóðunum stjórna. Hversu margir félagar í þessum sjóðum eru í stjórn þeirra? Eru það allt „fagfjárfestar“ og atvinnurekendur sem sitja þar við stjórn? Er markvisst unnið að því undir ráðríki Sjálfstæðisflokks að samþykkja að efla geðheilbrigðisþjónustu og aðra læknisþjónustu en án þess að setja það fé sem þarf í þennan málaflokk heldur bíða færis á að setja þjónustuna í einkarekstur, koma almenning í þá stöðu að tryggja sig fyrir heilbrigðisþjónustu líkt og gerist í USA svo einkaaðilar og tryggingafélög geti alveg örugglega kreist síðasta lífsdropann úr fólki. Það eru allir stjórnmálamenn undir í þessum hatti, þeir sem framkvæma svona gjörninga og þeir sem blaðra bara um hvað þetta sé hræðilegt og lýsa yfir áhyggjum en gera nákvæmlega ekkert. Núna ætlar fyrirtækið Vísir að selja Síldarvinnslunni/Samherja fyrirtækið, þetta eru tengdir aðilar sama hvernig þeir reyna að moka yfir flórinn og setja allt í kross út og suður svo almenningur „fatti ekki djókið“, alvöru stjórnmálamenn sem virkilega væru að vinna fyrir þjóðina myndu stöðva þennan gjörning. Þessi samþjöppun mun skilja eftir sviðna jörð sbr. útgerðina á Ísafirði með Gugguna gulu og á þessu þurfum við ekki á að halda á Suðurnesjum við höfum endalaust þurft að rífa upp atvinnu á svæðinu vegna vinnubragða ráðamanna og þessara 10% sem fara með auðlindir þjóðarinnar sem sinn sparigrís. Sameina ætti alla lífeyrissjóði í einn, fólk fengi greitt úr sjóðnum sinn lífeyri eftir þeim réttindum sem það hefur aflað sér óháð starfsvettvangi, við þurfum bara eina stjórn fyrir einn eftirlaunasjóð, mikill sparnaður og í stjórn á að skipa a.m.k að hluta fólk sem er á plani og á sitt undir að sjóðnum gangi vel en atvinnurekendur eiga ekki að vera þar til þess að hafa áhrif á hvernig sjóðurinn er ávaxtaður. Stjórnmálafólk ætti að hætta að gefa auðlindir þjóðarinnar og leyfa þessum 10% að stjórna afstöðu þeirra með því að „styrkja“ svo vel flokkana þ.e kaupa sig þannig inn að borðinu til að hafa áhrif og maka krókinn. Eftir alla gjörninga sem hafa fært þessum 10% meira en þeir ættu skilið er enn komið að sviðnu jörðinni, nú þarf að kreista þrælinn meira, skellum á aukasköttum við öll jarðgöng og látum almenning borga aftur allt sem ríkið þarf að sjá um í vegamálum, greiðum bifreiðagjöld, bensín og olíuskatt sem áttu að fara í samgöngur en var að stórum hluta nýtt í annað svo nú á að nota tolla til þeirra sömu vegabóta sem aðrar álögur áttu að sinna. Við, almenningur þurftum m.a. að greiða fyrir göng og veg fyrir stóriðju fyrir norðan, eigum svo að sjá um þennan veg og þjónusta án þess að nota hann nokkru sinni. Einu sinni sögðu menn að nú ætti að renna upp sú tíð að Geðheilbrigðismál yrðu tekin föstum tökum og stórefld þjónusta við þá sem hennar þyrftu með en hvar eru efndirnar? Ríkisstjórnin hefur verið duglega að setja mál í nefndir þar sem nú á sko að gera gangskör í að laga hlutina í lok kjörtímabilsins en þá verða menn bara ósammála með nefndarniðurstöður sem enda svo ofaní skúffu og ef þær kæmu nú fyrir þingið þá eru nokkrir sem samþykkja en aðrir sitja bara hjá, eru slíkar gungur að geta ekki sagt já eða nei. Ef þessi málefni og spilling verða ekki til þess að fólk mæti á Austurvöll til að krefjast breytinga þá veit ég ekki hvert þessi þjóð ætlar að stefna. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, kennari og nemi í þjóðfræði.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar