Arnór, sem er enn samningsbundinn CSKA Moskvu, nýtti sér ákvæði alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, til þess að frysta samning sinn hjá rússneska félaginu og koma sér í annað félag.
Hjá Norrköping mun Arnór leika með Ara Frey Skúlasyni en Jóhannes Kristinn Bjarnason er einnig á mála hjá félaginu.
Arnor Sigurdsson är tillbaka
— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 14, 2022
Jag vill hjälpa laget att nå dit vi hör hemma i tabellen
Läs mer: https://t.co/lDjH43maQx
#ifknorrköping pic.twitter.com/avi4eEx3ot
Þá er hann að endurnýja kynni sín við Norrköping en hann lék með liðinu frá 2017 til 2018 áður en hann gekk til liðs við CSKA Mosvku.
Skagamaðurinn var á láni hjá Venezia seinni hluta síðasta keppnistímabils en hann lék níu leiki með ítalska liðinu.
Välkommen hem till Norrköping
— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 14, 2022
#ifknorrköping pic.twitter.com/XhUOsvzjMk