Gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna ferðamanna og Covid-smita Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 12:32 Ástandið er einna verst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið undir miklu álagi undanfarið, erfiðara hefur reynst að manna vaktir og ferðamannastraumur hefur bætt gráu ofan á svarta Covid-bylgju. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru sammála um að mjög þungt sé að sinna aðsókninni nú í sumar. „Þetta er búið að vera sérlega erfitt í sumar; vaxandi aukning á Covid-tilfellum, mikill ferðamannastraumur og mikið að gera almennt á öllum sviðum. Svo hefur verið erfitt að fá afleysingar. Fólkið okkar er skiljanlega þreytt eftir tvö ár,“ segir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir.heilbrigðisstofnun Suðurlands Hún finnur fyrir því að erfiðara hafi reynst að fá starfsfólk til að taka að sér aukavaktir en stöðuna segir hún afleiðingu þess að ferðamennska hafi færst í aukana samhliða fleiri Covid-smitum. „Það er gríðarlega mikil aukning á ferðamönnum hjá okkur, við erum auðvitað með mikið og víðfemt svæði og það hefur verið töluvert mikið um slys. Bráðamóttakan er í raun alltaf drekkhlaðin,“ segir Baldvina og bætir við að staðan hafi verið viðbúin þar sem linnulaust álagið hafi varað ansi lengi. Stöðug fjölgun Samkvæmt tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur stöðug fjölgun verið á komum á bráðamóttöku. Mikil fjölgun varð milli 2018 og 2019 en þá var mjög mikil aukning á ferðamönnum um svæðið. Árið 2020 varð skiljanlega fækkun á komum en fjöldi koma á bráðamóttöku jókst að meðaltali um 25% fyrstu fimm mánuði. Miðað við sambærilega aukningu á komum árið 2022 má reikna með að komur á bráðamóttöku verði hátt í 20 þúsund á þessu ári, samanborið við 16 þúsund árið 2021. Fjöldi koma á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Myndin sýnir fyrstu fimm mánuði ársins má reikna með að komur verði hátt í 20.000 á þessu ári.heilbrigðisstofnun Suðurlands Fjöldi koma á BMT jókst að meðaltali um 25% á mánuði fyrstu 5 mánuði ársins 2022.heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar hafa einnig aukist og með sama áframhaldi má búast við 10-15 % fjölgun í sjúkraflutningum í ár miðað við árið í fyrra. Sjúkraflutningar höfðu aukist um 15% frá árinu 2019 -2021 Fjöldi flutninga eftir mánuðum. Rauða línan táknar fjölda flutninga síðastliðið ár en sjá má að aukningin er mikil þetta árið.heilbrigðisstofnun Suðurlands Svo virðist sem að ástandið sé einna verst á Suðurlandi en Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekur undir að erfitt hafi reynst að fá starfsfólk til að taka aukavaktir og manna bakvaktir þar sem mikið sé um útlandaferðir eftir heimsfaraldurinn. „Þetta er dálítil endursýning á sumrinu 2019 þegar túrisminn var á fullu og sama baslið með að fá afleysingar þar sem fólkið sem við gætum hringt í er ekki á landinu,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Árborg Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
„Þetta er búið að vera sérlega erfitt í sumar; vaxandi aukning á Covid-tilfellum, mikill ferðamannastraumur og mikið að gera almennt á öllum sviðum. Svo hefur verið erfitt að fá afleysingar. Fólkið okkar er skiljanlega þreytt eftir tvö ár,“ segir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir.heilbrigðisstofnun Suðurlands Hún finnur fyrir því að erfiðara hafi reynst að fá starfsfólk til að taka að sér aukavaktir en stöðuna segir hún afleiðingu þess að ferðamennska hafi færst í aukana samhliða fleiri Covid-smitum. „Það er gríðarlega mikil aukning á ferðamönnum hjá okkur, við erum auðvitað með mikið og víðfemt svæði og það hefur verið töluvert mikið um slys. Bráðamóttakan er í raun alltaf drekkhlaðin,“ segir Baldvina og bætir við að staðan hafi verið viðbúin þar sem linnulaust álagið hafi varað ansi lengi. Stöðug fjölgun Samkvæmt tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur stöðug fjölgun verið á komum á bráðamóttöku. Mikil fjölgun varð milli 2018 og 2019 en þá var mjög mikil aukning á ferðamönnum um svæðið. Árið 2020 varð skiljanlega fækkun á komum en fjöldi koma á bráðamóttöku jókst að meðaltali um 25% fyrstu fimm mánuði. Miðað við sambærilega aukningu á komum árið 2022 má reikna með að komur á bráðamóttöku verði hátt í 20 þúsund á þessu ári, samanborið við 16 þúsund árið 2021. Fjöldi koma á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Myndin sýnir fyrstu fimm mánuði ársins má reikna með að komur verði hátt í 20.000 á þessu ári.heilbrigðisstofnun Suðurlands Fjöldi koma á BMT jókst að meðaltali um 25% á mánuði fyrstu 5 mánuði ársins 2022.heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar hafa einnig aukist og með sama áframhaldi má búast við 10-15 % fjölgun í sjúkraflutningum í ár miðað við árið í fyrra. Sjúkraflutningar höfðu aukist um 15% frá árinu 2019 -2021 Fjöldi flutninga eftir mánuðum. Rauða línan táknar fjölda flutninga síðastliðið ár en sjá má að aukningin er mikil þetta árið.heilbrigðisstofnun Suðurlands Svo virðist sem að ástandið sé einna verst á Suðurlandi en Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekur undir að erfitt hafi reynst að fá starfsfólk til að taka aukavaktir og manna bakvaktir þar sem mikið sé um útlandaferðir eftir heimsfaraldurinn. „Þetta er dálítil endursýning á sumrinu 2019 þegar túrisminn var á fullu og sama baslið með að fá afleysingar þar sem fólkið sem við gætum hringt í er ekki á landinu,“ sagði Þórir í samtali við Vísi.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Árborg Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira