Beið eftir helsta keppinautinum eftir fall en jók samt forskotið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júlí 2022 17:15 Jonas Vingegaard leiðir Tour de France. Tim de Waele/Getty Images Danski hjólreiðakappinn Jonas Vingegaard er nú með rúmlega þriggja mínútna forskot eftir átjánda legg Tour de France. Hann kom rétt rúmri mínútu á undan næsta manni, ríkjandi meistara Tadej Pogacar, í mark í dag, þrátt fyrir að hafa beðið eftir meistaranum. Vingegaard hafði rúmlega tveggja mínútna forskot fyrir átjánda legginn sem hjólaður var í dag. Leggur dagsins var jafnframt seinasti fjallaleggurinn og nú eru aðeins þrír leggir eftir. Þeir Vingegaard og Slóveninn Pogacar háðu harða baráttu í dag og fylgdust að lengi vel. Það er þó ekki hægt að segja að kappið hafi borið fegurðina ofurliði því Vingegaard sýndi af sér mikla prúðmennsku eftir að hann fór fram úr ríkjandi meistaranum. Pogacar datt nefnilega í beygjunni sem Vingegaard nýtti sér til að fara fram úr honum. Í stað þess að nýta sér mistök Slóvenans hægði Vingegaard fljótlega á sér til að athuga hvort ekki væri örugglega í lagi með mótherja sinn. Pogacar náði fremsta manninum fljótt og þeir félagarnir tókust í hendur áður en keppnin hófst fyrir alvöru á ný. Eins og áður segir kom Vingegaard þó fyrstur í mark, rétt rúmri mínútu á undan Pogacar sem varð annar. Vingegaard hefur nú tæplega þriggja og hálfrar mínútu forskot fyrir seinustu þrjá leggina. 😱 Jonas Vingegaard with a huge save💥 Tadej Pogacar goes down🤝 The yellow jersey waits for his rival to catch up and they shake handsThere really is 𝐧𝐨𝐭𝐡𝐢𝐧𝐠 else like the Tour de France 💛#TDF2022 | @discoveryplusUK pic.twitter.com/uavPNO9U7v— Eurosport (@eurosport) July 21, 2022 Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Vingegaard hafði rúmlega tveggja mínútna forskot fyrir átjánda legginn sem hjólaður var í dag. Leggur dagsins var jafnframt seinasti fjallaleggurinn og nú eru aðeins þrír leggir eftir. Þeir Vingegaard og Slóveninn Pogacar háðu harða baráttu í dag og fylgdust að lengi vel. Það er þó ekki hægt að segja að kappið hafi borið fegurðina ofurliði því Vingegaard sýndi af sér mikla prúðmennsku eftir að hann fór fram úr ríkjandi meistaranum. Pogacar datt nefnilega í beygjunni sem Vingegaard nýtti sér til að fara fram úr honum. Í stað þess að nýta sér mistök Slóvenans hægði Vingegaard fljótlega á sér til að athuga hvort ekki væri örugglega í lagi með mótherja sinn. Pogacar náði fremsta manninum fljótt og þeir félagarnir tókust í hendur áður en keppnin hófst fyrir alvöru á ný. Eins og áður segir kom Vingegaard þó fyrstur í mark, rétt rúmri mínútu á undan Pogacar sem varð annar. Vingegaard hefur nú tæplega þriggja og hálfrar mínútu forskot fyrir seinustu þrjá leggina. 😱 Jonas Vingegaard with a huge save💥 Tadej Pogacar goes down🤝 The yellow jersey waits for his rival to catch up and they shake handsThere really is 𝐧𝐨𝐭𝐡𝐢𝐧𝐠 else like the Tour de France 💛#TDF2022 | @discoveryplusUK pic.twitter.com/uavPNO9U7v— Eurosport (@eurosport) July 21, 2022
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira