Tælandi tölvutorg eða raunverulega vinsæl torg? Gró Einarsdóttir skrifar 23. júlí 2022 07:00 Berleggjuð kona í hvítum kjól og sambýlismaður með uppbrettar skyrtuermar og sólgleraugu eiga í djúpum samræðum á rölti sínu um bæinn. Skammt frá heldur maður ástúðlega utan um unnustu sína á meðan þau labba í takt yfir götuna. Á undan þeim labbar kona með sólhatt og bók í hönd með ekkert nema í slökun á dagskrá. Það er heitt og logn. Hvert sem litið er fallegt, léttklætt og hamingjusamt fólk. Allt iðar að lífi við þetta velheppnaða torg i hjarta Reykjavíkur. Eða hvað? Það sjá það flestir að lýsingin á lítið skylt við veruleikann. Dagana sem ég hef gengið um berleggjuð í miðbæ Reykjavíkurborgar get ég talið á fingrum annarrar handar og sólhattar fjúka burt ef maður rígheldur ekki í þá. Nei, þetta er ekki lýsing á raunveruleikanum heldur á tölvuteiknuðum skipulagsteikningum. Tölvutorg eru alltaf vel heppnuð. Tölvutorg eru alltaf iðandi af mannlífi. Enda eru torg sem ætla sér eitthvað annað einhverskonar ótorg sem skilja ekki tilgang sinn. Að kveikja raunverulegt líf En hvað er það sem laðar að mannlíf? Einn helsti fræðimaðurinn á þessu sviði, William H. Whyte, orðaði það ágætlega þegar hann sagði: “Það sem laðar að fólk, er að því er virðist, annað fólk”. Torg sem eru tóm gefa til kynna hið sama og tómur veitingastaður: Það hlýtur að vera eitthvað bogið við þennan stað fyrst enginn annar er þar… En hvernig fær maður fólk til að byrja að koma? Er það bara tilviljun hvaða torg uppfylla loforð tölvuteiknuðu torganna? Heppni eða óheppni sem ræður för? Er það tilviljun að Hjartagarðurinn er “misheppnuð tilraun” á meðan Óðinstorg er lifandi? Hefði enginn getað spáð fyrir um það að torgið við Tollhúsið á Tryggvagötu yrði ekki jafn líflegt og Káratorg? Til að skilja hvað gerir torg lifandi er ekki nóg að huga bara að efnisvali og kostnaði. Það verður að átta sig á fólki. Hvað fólk vill, hvað fólk gerir. Í því var Whyte einmitt sérfræðingur. Hann greindi ekki bara skipulag heldur fylgdist líka með fólki til að skilja hvað gæðir torg lífi. Í bók sinni, „The social life of small urban space“, leggur hann áherslu á átta megin þætti sem gæða torg lífi: Á lifandi torgum er oft á tíðum vatn eins og gosbrunnar eða buslulaugar, þau liggja oft við fjölfarnar götur, þau eru skjólgóð, sólrík og full af gróðri og trjám. Á lifandi torgum er hægt að sitja, fá sér góðan mat og skemmta sér við eitthvað. Torg geta verið vel heppnuð án þess að tikka í öll boxin, og hver þáttur fyrir sig hefur án efa mismikið vægi, en í grófum dráttum er hægt að segja að því fleiri af þessum eiginleikum sem torgið hefur, þeim mun meiri líkur eru á að það skapi líf. Torg sem tikka í boxin Hvernig standa Óðinstorg, Káratorg, Hjartagarðurinn og torgið hjá Tollhúsinu sig hvað þessa þætti varðar? Óðinstorg Vatn: Ekkert vatn Fjölfarin gata: Er nálægt Skólavörðustíg og sést frá götunni. Skjól: Gott skjól af húsunum Sól: Mjög sólríkt Skemmtun: Lítið leiksvæði fyrir börn Tré: Ágætis magn gróðurs Matur: Veitingastaður og bar Sæti: Tröppur sem virka, fjöldinn allur af sætum Niðurstaða: Tikkar í nær öll box, og telst til vel heppnaðs torgs í reynd Káratorg Vatn: Ekkert vatnssvæði Tré: Við torgið eru blómapottar, en mætti vera meiri gróður Fjölfarin gata: Nálægt bæði Laugavegi og Skólavörðustíg Skjól: Já, gott skjól frá húsum Sól: Já, góður sólarblettur Skemmtun: Leiksvæði fyrir börn Matur: Kaffihús og bakarí Sæti: Tröppusæti Niðurstaða: Tikkar í nær öll box, og telst til vel heppnaðs torgs. Torg við Tollhúsið á Tryggvagötu Vatn: Nei Matur: Nei Tré: Nei Skemmtun: Nei. Listaverkið er aðal yndið til að horfa á, en flestir bekkir snúa manni frá því Sól: Það er sól fyrripartinn, en líklegt að fleiri séu seinnipartinn Skjól: Niðri við höfnina blæs hafgolan, en torgið er líka of opið til hliðanna til að það myndist skjól Fjölfarin gata: Nálægt öðrum fjölförnum stöðum Sæti: Mjög mikið af sætum Niðurstaða: Tikkar í fá box og er lítið notað torg Hjartagarðurinn Vatn: Nei, ekkert vatn. Tré: Það er vissulega gróður í blómapottum, en það er mun minni gróður en var fyrir breytinguna. Aðal yfirbragðið er grá stétt. Skemmtun: Stundum eru viðburðir og þá gengur vel, en þeir eru ekki reglulegir. Áður var leiksvæði fyrir börn og sjálfsprottin starfsemi. Sæti: Stólum hefur verið bætt við eftirá, og einhverjir bekkir, en ekkert í líkingu við sætaframboðið á torgunum að ofan Matur: Það er vissulega matur en starfsemin hefur átt á brattan að sækja Fjölfarin gata: Sést frá Laugavegi Skjól: Gott skjól Sól: Getur verið sólríkt Niðurstaða: Tikkar ekki í nógu mörg box, enda ekki nógu lifandi torg. Að horfa til þess sem virkar Hjálmar Sveinsson, sem situr í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar, nefnir að það hafi verið ákveðin ráðgáta af hverju Hjartagarðurinn hafi ekki heppnast betur. Ég efast ekki um að skipulags teikningarnar hafi verið fullar af mannlífi. En þegar tölvuteiknað mannlíf byggir ekki á öðru en vonum og þrám arkitektanna, þá gætu þetta alveg eins verið álfar og hobbitar sem arka um götur og torg. Fullyrðingar um að torg verði lifandi þurfa að byggja á einhverju öðru en að hönnuðir teikni inn fólk á torgin. Þær verða að byggja á rannsóknum á lifandi torgum. Á þörfum, gildum, væntri starfsemi og á rannsóknum á því hvernig torg eru nýtt í reynd. Það er dýrt grín að búa til dauð torg. Torg sem eru ekki lifandi þjóna ekki tilgangi sínum. Hið sorglega er að Hjartagarðurinn var áður lifandi torg sem tikkaði einmitt í mörg af þessum átta boxum Whytes. Þar sem áður var leiksvæði fyrir börn er núna ekkert fyrir þau. Þar sem áður var sjálfsprottin listsköpun þarf nú að skipuleggja kostnaðarsama viðburði til að draga þangað fólk. Þar sem áður var gras og tré er núna stétt. Hjálmar nefnir að uppi séu hugmyndir um að setja gosbrunn á svæðið og það gæti vissulega skapað meira líf. Kaupmenn á svæðinu nefna að líf skapist við skipulagða viðburði, enda hentar svæðið vel til slíks. En það væri heldur ekki vitlaust að horfa til þess sem virkaði áður: meiri gróður, leiksvæði fyrir börn og rými fyrir listsköpun. Hjartagarðurinn var áður garður sem tikkaði í boxin! Höfundur er doktor í félagssálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gró Einarsdóttir Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Berleggjuð kona í hvítum kjól og sambýlismaður með uppbrettar skyrtuermar og sólgleraugu eiga í djúpum samræðum á rölti sínu um bæinn. Skammt frá heldur maður ástúðlega utan um unnustu sína á meðan þau labba í takt yfir götuna. Á undan þeim labbar kona með sólhatt og bók í hönd með ekkert nema í slökun á dagskrá. Það er heitt og logn. Hvert sem litið er fallegt, léttklætt og hamingjusamt fólk. Allt iðar að lífi við þetta velheppnaða torg i hjarta Reykjavíkur. Eða hvað? Það sjá það flestir að lýsingin á lítið skylt við veruleikann. Dagana sem ég hef gengið um berleggjuð í miðbæ Reykjavíkurborgar get ég talið á fingrum annarrar handar og sólhattar fjúka burt ef maður rígheldur ekki í þá. Nei, þetta er ekki lýsing á raunveruleikanum heldur á tölvuteiknuðum skipulagsteikningum. Tölvutorg eru alltaf vel heppnuð. Tölvutorg eru alltaf iðandi af mannlífi. Enda eru torg sem ætla sér eitthvað annað einhverskonar ótorg sem skilja ekki tilgang sinn. Að kveikja raunverulegt líf En hvað er það sem laðar að mannlíf? Einn helsti fræðimaðurinn á þessu sviði, William H. Whyte, orðaði það ágætlega þegar hann sagði: “Það sem laðar að fólk, er að því er virðist, annað fólk”. Torg sem eru tóm gefa til kynna hið sama og tómur veitingastaður: Það hlýtur að vera eitthvað bogið við þennan stað fyrst enginn annar er þar… En hvernig fær maður fólk til að byrja að koma? Er það bara tilviljun hvaða torg uppfylla loforð tölvuteiknuðu torganna? Heppni eða óheppni sem ræður för? Er það tilviljun að Hjartagarðurinn er “misheppnuð tilraun” á meðan Óðinstorg er lifandi? Hefði enginn getað spáð fyrir um það að torgið við Tollhúsið á Tryggvagötu yrði ekki jafn líflegt og Káratorg? Til að skilja hvað gerir torg lifandi er ekki nóg að huga bara að efnisvali og kostnaði. Það verður að átta sig á fólki. Hvað fólk vill, hvað fólk gerir. Í því var Whyte einmitt sérfræðingur. Hann greindi ekki bara skipulag heldur fylgdist líka með fólki til að skilja hvað gæðir torg lífi. Í bók sinni, „The social life of small urban space“, leggur hann áherslu á átta megin þætti sem gæða torg lífi: Á lifandi torgum er oft á tíðum vatn eins og gosbrunnar eða buslulaugar, þau liggja oft við fjölfarnar götur, þau eru skjólgóð, sólrík og full af gróðri og trjám. Á lifandi torgum er hægt að sitja, fá sér góðan mat og skemmta sér við eitthvað. Torg geta verið vel heppnuð án þess að tikka í öll boxin, og hver þáttur fyrir sig hefur án efa mismikið vægi, en í grófum dráttum er hægt að segja að því fleiri af þessum eiginleikum sem torgið hefur, þeim mun meiri líkur eru á að það skapi líf. Torg sem tikka í boxin Hvernig standa Óðinstorg, Káratorg, Hjartagarðurinn og torgið hjá Tollhúsinu sig hvað þessa þætti varðar? Óðinstorg Vatn: Ekkert vatn Fjölfarin gata: Er nálægt Skólavörðustíg og sést frá götunni. Skjól: Gott skjól af húsunum Sól: Mjög sólríkt Skemmtun: Lítið leiksvæði fyrir börn Tré: Ágætis magn gróðurs Matur: Veitingastaður og bar Sæti: Tröppur sem virka, fjöldinn allur af sætum Niðurstaða: Tikkar í nær öll box, og telst til vel heppnaðs torgs í reynd Káratorg Vatn: Ekkert vatnssvæði Tré: Við torgið eru blómapottar, en mætti vera meiri gróður Fjölfarin gata: Nálægt bæði Laugavegi og Skólavörðustíg Skjól: Já, gott skjól frá húsum Sól: Já, góður sólarblettur Skemmtun: Leiksvæði fyrir börn Matur: Kaffihús og bakarí Sæti: Tröppusæti Niðurstaða: Tikkar í nær öll box, og telst til vel heppnaðs torgs. Torg við Tollhúsið á Tryggvagötu Vatn: Nei Matur: Nei Tré: Nei Skemmtun: Nei. Listaverkið er aðal yndið til að horfa á, en flestir bekkir snúa manni frá því Sól: Það er sól fyrripartinn, en líklegt að fleiri séu seinnipartinn Skjól: Niðri við höfnina blæs hafgolan, en torgið er líka of opið til hliðanna til að það myndist skjól Fjölfarin gata: Nálægt öðrum fjölförnum stöðum Sæti: Mjög mikið af sætum Niðurstaða: Tikkar í fá box og er lítið notað torg Hjartagarðurinn Vatn: Nei, ekkert vatn. Tré: Það er vissulega gróður í blómapottum, en það er mun minni gróður en var fyrir breytinguna. Aðal yfirbragðið er grá stétt. Skemmtun: Stundum eru viðburðir og þá gengur vel, en þeir eru ekki reglulegir. Áður var leiksvæði fyrir börn og sjálfsprottin starfsemi. Sæti: Stólum hefur verið bætt við eftirá, og einhverjir bekkir, en ekkert í líkingu við sætaframboðið á torgunum að ofan Matur: Það er vissulega matur en starfsemin hefur átt á brattan að sækja Fjölfarin gata: Sést frá Laugavegi Skjól: Gott skjól Sól: Getur verið sólríkt Niðurstaða: Tikkar ekki í nógu mörg box, enda ekki nógu lifandi torg. Að horfa til þess sem virkar Hjálmar Sveinsson, sem situr í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar, nefnir að það hafi verið ákveðin ráðgáta af hverju Hjartagarðurinn hafi ekki heppnast betur. Ég efast ekki um að skipulags teikningarnar hafi verið fullar af mannlífi. En þegar tölvuteiknað mannlíf byggir ekki á öðru en vonum og þrám arkitektanna, þá gætu þetta alveg eins verið álfar og hobbitar sem arka um götur og torg. Fullyrðingar um að torg verði lifandi þurfa að byggja á einhverju öðru en að hönnuðir teikni inn fólk á torgin. Þær verða að byggja á rannsóknum á lifandi torgum. Á þörfum, gildum, væntri starfsemi og á rannsóknum á því hvernig torg eru nýtt í reynd. Það er dýrt grín að búa til dauð torg. Torg sem eru ekki lifandi þjóna ekki tilgangi sínum. Hið sorglega er að Hjartagarðurinn var áður lifandi torg sem tikkaði einmitt í mörg af þessum átta boxum Whytes. Þar sem áður var leiksvæði fyrir börn er núna ekkert fyrir þau. Þar sem áður var sjálfsprottin listsköpun þarf nú að skipuleggja kostnaðarsama viðburði til að draga þangað fólk. Þar sem áður var gras og tré er núna stétt. Hjálmar nefnir að uppi séu hugmyndir um að setja gosbrunn á svæðið og það gæti vissulega skapað meira líf. Kaupmenn á svæðinu nefna að líf skapist við skipulagða viðburði, enda hentar svæðið vel til slíks. En það væri heldur ekki vitlaust að horfa til þess sem virkaði áður: meiri gróður, leiksvæði fyrir börn og rými fyrir listsköpun. Hjartagarðurinn var áður garður sem tikkaði í boxin! Höfundur er doktor í félagssálfræði.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun