Segir að Messi hafi ekki ritað sinn seinasta kafla hjá Barcelona Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júlí 2022 12:01 Joan Laporta segir að Messi hafi ekki sagt sitt síðasta hjá Barcelona. Joaquin Corchero / Europa Press Sports via Getty Images Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Lionel Messi eigi enn eftir að rita einn kafla í sögu sinni hjá félaginu og segir það á sinni ábyrgð að leikmaðurinn fái fallegri endi á tíma sínum hjá Börsungum. Messi yfirgaf Barcelona seinasta sumar eftir 21 árs langa veru hjá félaginu. Mikil fjárhagsvandræði Börsunga leiddu til þess að félagið hafði ekki efni á því að endurnýja samning ofurstjörnunnar og Messi hélt því til Frakklands þar sem hann leikur nú með PSG. „Messi var allt,“ sagði Laporta um þennan 35 ára Argentínumann í viðtali við ESPN á dögunum. „Hann er líklega besti leikmaður Barcelona frá upphafi. Fyrir mér er bara hægt að bera hann saman við Johan Cruyff. En þetta varð að gerast einhvern daginn. Við þurftum að taka ákvörðun sem var afleiðing aðstæðna sem við erfðum. “ „Ég vona að kaflinn um Messi sé ekki búinn. Mér finnst eins og við berum ábyrgð á því að reyna að finna augnablik til að reyna að laga þennan kafla. Kafla sem er enn opinn og við þurfum að laga hann þannig hann endi eins og hann á að enda og að sá endir verði fallegri.“ https://twitter.com/ESPNFC/status/1551522651067371521 Laporta hefur áður talað um það að hann vilji fá Messi aftur til Barcelona. Á tíma sínum hjá liðinu var Messi valinn besti leikmaður heims sex sinnum, ásamt því að vera sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í sögu félagsins (672) og sá sem hefur spilað flesta leiki (778). Messi á þó eitt ár eftir af samningi sínum við PSG, auk þess sem samningurinn býður upp á eins árs framlengingu. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera sem forseti Barcelona. En sem forseti Barcelona, og sem persóna, held ég að ég skuldi honum,“ sagði Laporta að lokum. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Messi yfirgaf Barcelona seinasta sumar eftir 21 árs langa veru hjá félaginu. Mikil fjárhagsvandræði Börsunga leiddu til þess að félagið hafði ekki efni á því að endurnýja samning ofurstjörnunnar og Messi hélt því til Frakklands þar sem hann leikur nú með PSG. „Messi var allt,“ sagði Laporta um þennan 35 ára Argentínumann í viðtali við ESPN á dögunum. „Hann er líklega besti leikmaður Barcelona frá upphafi. Fyrir mér er bara hægt að bera hann saman við Johan Cruyff. En þetta varð að gerast einhvern daginn. Við þurftum að taka ákvörðun sem var afleiðing aðstæðna sem við erfðum. “ „Ég vona að kaflinn um Messi sé ekki búinn. Mér finnst eins og við berum ábyrgð á því að reyna að finna augnablik til að reyna að laga þennan kafla. Kafla sem er enn opinn og við þurfum að laga hann þannig hann endi eins og hann á að enda og að sá endir verði fallegri.“ https://twitter.com/ESPNFC/status/1551522651067371521 Laporta hefur áður talað um það að hann vilji fá Messi aftur til Barcelona. Á tíma sínum hjá liðinu var Messi valinn besti leikmaður heims sex sinnum, ásamt því að vera sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í sögu félagsins (672) og sá sem hefur spilað flesta leiki (778). Messi á þó eitt ár eftir af samningi sínum við PSG, auk þess sem samningurinn býður upp á eins árs framlengingu. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera sem forseti Barcelona. En sem forseti Barcelona, og sem persóna, held ég að ég skuldi honum,“ sagði Laporta að lokum.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira