Segir að Messi hafi ekki ritað sinn seinasta kafla hjá Barcelona Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júlí 2022 12:01 Joan Laporta segir að Messi hafi ekki sagt sitt síðasta hjá Barcelona. Joaquin Corchero / Europa Press Sports via Getty Images Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Lionel Messi eigi enn eftir að rita einn kafla í sögu sinni hjá félaginu og segir það á sinni ábyrgð að leikmaðurinn fái fallegri endi á tíma sínum hjá Börsungum. Messi yfirgaf Barcelona seinasta sumar eftir 21 árs langa veru hjá félaginu. Mikil fjárhagsvandræði Börsunga leiddu til þess að félagið hafði ekki efni á því að endurnýja samning ofurstjörnunnar og Messi hélt því til Frakklands þar sem hann leikur nú með PSG. „Messi var allt,“ sagði Laporta um þennan 35 ára Argentínumann í viðtali við ESPN á dögunum. „Hann er líklega besti leikmaður Barcelona frá upphafi. Fyrir mér er bara hægt að bera hann saman við Johan Cruyff. En þetta varð að gerast einhvern daginn. Við þurftum að taka ákvörðun sem var afleiðing aðstæðna sem við erfðum. “ „Ég vona að kaflinn um Messi sé ekki búinn. Mér finnst eins og við berum ábyrgð á því að reyna að finna augnablik til að reyna að laga þennan kafla. Kafla sem er enn opinn og við þurfum að laga hann þannig hann endi eins og hann á að enda og að sá endir verði fallegri.“ https://twitter.com/ESPNFC/status/1551522651067371521 Laporta hefur áður talað um það að hann vilji fá Messi aftur til Barcelona. Á tíma sínum hjá liðinu var Messi valinn besti leikmaður heims sex sinnum, ásamt því að vera sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í sögu félagsins (672) og sá sem hefur spilað flesta leiki (778). Messi á þó eitt ár eftir af samningi sínum við PSG, auk þess sem samningurinn býður upp á eins árs framlengingu. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera sem forseti Barcelona. En sem forseti Barcelona, og sem persóna, held ég að ég skuldi honum,“ sagði Laporta að lokum. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Messi yfirgaf Barcelona seinasta sumar eftir 21 árs langa veru hjá félaginu. Mikil fjárhagsvandræði Börsunga leiddu til þess að félagið hafði ekki efni á því að endurnýja samning ofurstjörnunnar og Messi hélt því til Frakklands þar sem hann leikur nú með PSG. „Messi var allt,“ sagði Laporta um þennan 35 ára Argentínumann í viðtali við ESPN á dögunum. „Hann er líklega besti leikmaður Barcelona frá upphafi. Fyrir mér er bara hægt að bera hann saman við Johan Cruyff. En þetta varð að gerast einhvern daginn. Við þurftum að taka ákvörðun sem var afleiðing aðstæðna sem við erfðum. “ „Ég vona að kaflinn um Messi sé ekki búinn. Mér finnst eins og við berum ábyrgð á því að reyna að finna augnablik til að reyna að laga þennan kafla. Kafla sem er enn opinn og við þurfum að laga hann þannig hann endi eins og hann á að enda og að sá endir verði fallegri.“ https://twitter.com/ESPNFC/status/1551522651067371521 Laporta hefur áður talað um það að hann vilji fá Messi aftur til Barcelona. Á tíma sínum hjá liðinu var Messi valinn besti leikmaður heims sex sinnum, ásamt því að vera sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í sögu félagsins (672) og sá sem hefur spilað flesta leiki (778). Messi á þó eitt ár eftir af samningi sínum við PSG, auk þess sem samningurinn býður upp á eins árs framlengingu. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera sem forseti Barcelona. En sem forseti Barcelona, og sem persóna, held ég að ég skuldi honum,“ sagði Laporta að lokum.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira