Stærsta verkefnið: Verðbólga Lilja Alfreðsdóttir skrifar 25. júlí 2022 13:01 Óumflýjanlegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda um heim allan á Covid-19 tímanum sem snéru að auknum umsvifum hins opinbera og rýmri peningastefnu hafa ýtt undir hækkun á vöru og þjónustu. Þessu til viðbótar hefur innrás Rússlands í Úkraínu haft mikil áhrif á verðbólgu á heimsvísu. Verð á nauðsynlegum hrávörum, orku og matvöru hefur hækkað verulega og eru afleiðingarnar afar neikvæðar fyrir heimsbúskapinn. Á sama tíma eru mjög ríki enn að fást við farsóttina og hefur það lamandi áhrif framleiðslukeðju heimsins. Ofan á þetta bætist að skortur á vinnuafli í mörgum helstu hagkerfum heimsins. Þetta er staðan sem við glímum við. Seðlabankar víða um heiminn hafa hækkað stýrivexti sína með það fyrir augum að draga úr verðbólguvæntingum. Verðbólga í Bandaríkjunum í maí mældist 9,1% á ársgrundvelli og er sú mesta í yfir 40 ár. Verð á hveiti á heimsvísu hefur hækkað um 56% og mjólkurafurðir um 17%. Þá hefur verð á helíum hækkað um 135% á síðustu tveimur árum vegna erfiðleika í verksmiðjum í Rússlandi og Bandaríkjunum. Frumefnið er til að mynda mikilvægur þáttur í framleiðslu ljósleiðaraglers og skortur á því ógnar framþróun stafræna hagkerfisins. Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 8,6% í júní. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti um 0,5% í gær í fyrsta sinn frá árinu 2011. Eftir hækkunina eru stýrivextir bankans komnir í 0%. Vísbendingar er þó um það á evrusvæðinu að snarpur samdráttur sé í vændum þar sem framleiðsla og nýjar pantanir drógust saman í fyrsta sinn eftir Covid-19. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Verðbólgan mælist 9,9% en án húsnæðisliðarins er hún 7,5%. Verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 4,9% árið 2023 og 3,3% árið 2024. Skortur hefur verið á vinnumarkaði og mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs hefur haft mest áhrif á þróun verðlags undanfarin misseri. Meginverkefni allra hagkerfa verður að ná utan um verðbólguvæntingar og ráðleggur Alþjóðagreiðslubankinn seðlabönkum að vera ófeimnir að bregðast hratt við til skamms tíma með það að leiðarljósi að til lengri tíma verði búið að ná verðbólgunni niður. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti í nokkrum skrefum frá maí 2021 eða úr 0,75% í 4,75%. Íslensk stjórnvöld hafa þegar ráðist í mótvægisaðgerðir sem felast í því að bætur almannatrygginga hafa verið hækkaðar, ráðist var í sérstakan barnabótaauka og húsnæðisbætur voru hækkaðar. Farið verður í 27 milljarða aðhaldsaðgerðir hjá ríkissjóði til að draga úr verðbólguþrýstingi. Samkeppniseftirlitið hóf upplýsingaöflun um þróun verðlags á helstu mörkuðum í apríl til að meta hvort verðlagshækkanir kunni að stafa af ónægu samkeppnislegu aðhaldi eða óeðlilegum hvötum. Sérstök áhersla er lögð á dagvörumarkað, eldsneytismarkað og byggingarvörumarkað. Það gerir Samkeppniseftirlitinu auðveldara um vik að greina óhagstæð ytri áhrif á verðþróun eða greina hvort verðhækkanir kunni að stafa af mögulegum samkeppnisbresti á viðkomandi mörkuðum. Að auki hefur verið skipaður vinnuhópur til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Stór hluti af útgjöldum heimilanna rennur til bankanna, í formi afborgana af húsnæðis-, bíla- og neyslulánum auk vaxta- og þjónustugjalda. Markmiðið er að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum. Það er verk að vinna til að ná tökum á verðbólgu. Stærsta verkefni hagstjórnarinnar verður að koma böndum á verðbólguna til heilla fyrir allt samfélagið. Brýnt er að sjá hvernig þessar aðgerðir stjórnvalda koma til með að hafa áhrif. Ljóst er þó að lækki verðbólgan ekki nokkuð á næstu mánuðum, þá er aðkallandi að fara í frekari aðgerðir til að kveða verðbólgudrauginn í kútinn. Ávallt verða stjórnvöld að huga mest að þeim sem eru í viðkvæmri efnahagslegri stöðu. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Lilja Alfreðsdóttir Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Óumflýjanlegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda um heim allan á Covid-19 tímanum sem snéru að auknum umsvifum hins opinbera og rýmri peningastefnu hafa ýtt undir hækkun á vöru og þjónustu. Þessu til viðbótar hefur innrás Rússlands í Úkraínu haft mikil áhrif á verðbólgu á heimsvísu. Verð á nauðsynlegum hrávörum, orku og matvöru hefur hækkað verulega og eru afleiðingarnar afar neikvæðar fyrir heimsbúskapinn. Á sama tíma eru mjög ríki enn að fást við farsóttina og hefur það lamandi áhrif framleiðslukeðju heimsins. Ofan á þetta bætist að skortur á vinnuafli í mörgum helstu hagkerfum heimsins. Þetta er staðan sem við glímum við. Seðlabankar víða um heiminn hafa hækkað stýrivexti sína með það fyrir augum að draga úr verðbólguvæntingum. Verðbólga í Bandaríkjunum í maí mældist 9,1% á ársgrundvelli og er sú mesta í yfir 40 ár. Verð á hveiti á heimsvísu hefur hækkað um 56% og mjólkurafurðir um 17%. Þá hefur verð á helíum hækkað um 135% á síðustu tveimur árum vegna erfiðleika í verksmiðjum í Rússlandi og Bandaríkjunum. Frumefnið er til að mynda mikilvægur þáttur í framleiðslu ljósleiðaraglers og skortur á því ógnar framþróun stafræna hagkerfisins. Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 8,6% í júní. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti um 0,5% í gær í fyrsta sinn frá árinu 2011. Eftir hækkunina eru stýrivextir bankans komnir í 0%. Vísbendingar er þó um það á evrusvæðinu að snarpur samdráttur sé í vændum þar sem framleiðsla og nýjar pantanir drógust saman í fyrsta sinn eftir Covid-19. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Verðbólgan mælist 9,9% en án húsnæðisliðarins er hún 7,5%. Verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 4,9% árið 2023 og 3,3% árið 2024. Skortur hefur verið á vinnumarkaði og mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs hefur haft mest áhrif á þróun verðlags undanfarin misseri. Meginverkefni allra hagkerfa verður að ná utan um verðbólguvæntingar og ráðleggur Alþjóðagreiðslubankinn seðlabönkum að vera ófeimnir að bregðast hratt við til skamms tíma með það að leiðarljósi að til lengri tíma verði búið að ná verðbólgunni niður. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti í nokkrum skrefum frá maí 2021 eða úr 0,75% í 4,75%. Íslensk stjórnvöld hafa þegar ráðist í mótvægisaðgerðir sem felast í því að bætur almannatrygginga hafa verið hækkaðar, ráðist var í sérstakan barnabótaauka og húsnæðisbætur voru hækkaðar. Farið verður í 27 milljarða aðhaldsaðgerðir hjá ríkissjóði til að draga úr verðbólguþrýstingi. Samkeppniseftirlitið hóf upplýsingaöflun um þróun verðlags á helstu mörkuðum í apríl til að meta hvort verðlagshækkanir kunni að stafa af ónægu samkeppnislegu aðhaldi eða óeðlilegum hvötum. Sérstök áhersla er lögð á dagvörumarkað, eldsneytismarkað og byggingarvörumarkað. Það gerir Samkeppniseftirlitinu auðveldara um vik að greina óhagstæð ytri áhrif á verðþróun eða greina hvort verðhækkanir kunni að stafa af mögulegum samkeppnisbresti á viðkomandi mörkuðum. Að auki hefur verið skipaður vinnuhópur til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Stór hluti af útgjöldum heimilanna rennur til bankanna, í formi afborgana af húsnæðis-, bíla- og neyslulánum auk vaxta- og þjónustugjalda. Markmiðið er að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum. Það er verk að vinna til að ná tökum á verðbólgu. Stærsta verkefni hagstjórnarinnar verður að koma böndum á verðbólguna til heilla fyrir allt samfélagið. Brýnt er að sjá hvernig þessar aðgerðir stjórnvalda koma til með að hafa áhrif. Ljóst er þó að lækki verðbólgan ekki nokkuð á næstu mánuðum, þá er aðkallandi að fara í frekari aðgerðir til að kveða verðbólgudrauginn í kútinn. Ávallt verða stjórnvöld að huga mest að þeim sem eru í viðkvæmri efnahagslegri stöðu. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun