Eftirlitsnefnd Fasteignasala – Hlutlaus eða í vasa Félags Fasteignasala? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. júlí 2022 12:00 Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að það væri „óþolandi að fasteignasalar þurfi að sitja undir rógburði“. Af viðtalinu að dæma sér Ingibjörg ekki að neitt vafasamt sé við núverandi vinnubrögð eða gjaldtöku fasteignasala, þetta sé einfaldlega rógburður. Ég held þó að staðan á þessum markaði sé jafnvel verri en ég hef teiknað upp hingað til og tel að Ingibjörg sé ekki endilega besti talsmaður hlutleysis og faglegra vinnubragða fasteignasala. Til að sjá af hverju ætla ég að kafa frekar í tengsl Eftirlitsnefndar Fasteignasala og Félags Fasteignasala. Þegar upp koma mál þar sem seljandi eða kaupandi fasteignar telur fasteignasala hafa brugðist starfsskyldum sínum eða unnið sér fjártjón eru þeim tvær leiðir færar. Í fyrsta lagi er hægt að kæra málið til dómstóla. Það hefur þó sjaldnast nokkuð upp á sig að kæra fasteignasala þar sem ábyrgðin liggur nær undantekningarlaust á kaupanda eða seljanda. Hins vegar er hægt að kæra málið til Eftirlitsnefndar Fasteignasala sem samanstendur af þremur aðilum. Eftirlitsnefndin á að hafa eftirlit með því að fasteignarsalar starfi í samræmi við fyrirmæli laga og góðra venja í fasteignasölu. Ég leyfi mér þó stórlega að efast um hlutleysi og jafnvel heilindi eftirlitsnefndarinnar í ljósi þess að í nefndinni situr maður sem er einnig framkvæmdastjóri Félags Fasteignasala. Rýnum í af hverju það er vandamál: Ekki eru nema fimm ár síðan að Félag Fasteignasala gekkst við að hafa staðið í umfangsmiklum brotum á samkeppnislögum um langt tímabil[1]. Það er erfitt að trúa því að framkvæmdarstjóri félags sem stuðlaði að ólöglegu samráði meðal fasteignasala sé hæfur til að vera hlutlaus við rannsókn á störfum fasteignasala og að gæta að hagsmunum þeirra sem leggja kærur til eftirlitsnefndarinnar. Þess má geta að Ingibjörg var sjálf formaður Félags Fasteignasala í þrjú af þeim fjórtán árum sem samráðið stóð yfir. Bróður partur fasteignasala eru meðlimir í Félagi Fasteignasala. Hvernig á maður sem er framkvæmdastjóri hagsmunafélags ákveðinnar starfstéttar að vera hlutlaus í mati sínu á störfum eigin félagsmanna? Það er svolítið eins og að lögmaður verjanda hefði einnig með það að gera hvort verjandinn væri dæmdur til saka. Ekki eru allir fasteignasalar meðlimir í Félagi Fasteignasala. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að framkvæmdarstjóri Félags Fasteignasala sjái um rannsóknir á starfsháttum þeirra fasteignasala sem samþykkja ekki starfshætti félagsins og haldi sig utan þess. Miðað við ofangreint þá er eftirlitsnefndin í allra besta falli hlutlaus í álitum sínum en algjörlega blind á hvað ásýnd núverandi fyrirkomulags er ofboðslega slæm. Í versta falli er hins vegar mjög illa komið fyrir fasteignakaupendum, seljendum og mögulega fasteignasölum utan Félags Fasteignasala. Að öllum líkindum er þetta fyrirkomulag til þess fallið að fasteignasalar þurfa enn sjaldnar að bera ábyrgð á störfum sínum, en sú ábyrgð er verulega takmörkuð þegar á hólminn er komið. Það að fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, aðili sem var formaður þegar samráð átti sér stað, sjá ekkert að slíku fyrirkomulagi eða öllu hinu sem er verulega ábótavant á þessum markaði breytir engu um staðreyndir málsins, og gerir slíkar vel ígrundaðar athugasemdir sannanlega ekki að rógburði. Staðreyndin er einfaldlega sú að fasteignasalar eru ekki að veita þjónustu í samræmi við gjaldtöku né eru þeir að auka traust eða taka á sig ábyrgð í söluferlum. Það sem þarf, og það sem er handan við hornið þökk sé tölvutækninni, er að seljendur og kaupendur geti stundað sín viðskipti milliliðalaust og að fasteignasalar selji sína þjónustu, hvort sem er að hluta (t.d. verðmat) eða í heild, á föstu verði sem er mun lægra en það sem gerist í dag. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Sjá sátt Samkeppniseftirlitsins og Félags Fasteignasala frá 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að það væri „óþolandi að fasteignasalar þurfi að sitja undir rógburði“. Af viðtalinu að dæma sér Ingibjörg ekki að neitt vafasamt sé við núverandi vinnubrögð eða gjaldtöku fasteignasala, þetta sé einfaldlega rógburður. Ég held þó að staðan á þessum markaði sé jafnvel verri en ég hef teiknað upp hingað til og tel að Ingibjörg sé ekki endilega besti talsmaður hlutleysis og faglegra vinnubragða fasteignasala. Til að sjá af hverju ætla ég að kafa frekar í tengsl Eftirlitsnefndar Fasteignasala og Félags Fasteignasala. Þegar upp koma mál þar sem seljandi eða kaupandi fasteignar telur fasteignasala hafa brugðist starfsskyldum sínum eða unnið sér fjártjón eru þeim tvær leiðir færar. Í fyrsta lagi er hægt að kæra málið til dómstóla. Það hefur þó sjaldnast nokkuð upp á sig að kæra fasteignasala þar sem ábyrgðin liggur nær undantekningarlaust á kaupanda eða seljanda. Hins vegar er hægt að kæra málið til Eftirlitsnefndar Fasteignasala sem samanstendur af þremur aðilum. Eftirlitsnefndin á að hafa eftirlit með því að fasteignarsalar starfi í samræmi við fyrirmæli laga og góðra venja í fasteignasölu. Ég leyfi mér þó stórlega að efast um hlutleysi og jafnvel heilindi eftirlitsnefndarinnar í ljósi þess að í nefndinni situr maður sem er einnig framkvæmdastjóri Félags Fasteignasala. Rýnum í af hverju það er vandamál: Ekki eru nema fimm ár síðan að Félag Fasteignasala gekkst við að hafa staðið í umfangsmiklum brotum á samkeppnislögum um langt tímabil[1]. Það er erfitt að trúa því að framkvæmdarstjóri félags sem stuðlaði að ólöglegu samráði meðal fasteignasala sé hæfur til að vera hlutlaus við rannsókn á störfum fasteignasala og að gæta að hagsmunum þeirra sem leggja kærur til eftirlitsnefndarinnar. Þess má geta að Ingibjörg var sjálf formaður Félags Fasteignasala í þrjú af þeim fjórtán árum sem samráðið stóð yfir. Bróður partur fasteignasala eru meðlimir í Félagi Fasteignasala. Hvernig á maður sem er framkvæmdastjóri hagsmunafélags ákveðinnar starfstéttar að vera hlutlaus í mati sínu á störfum eigin félagsmanna? Það er svolítið eins og að lögmaður verjanda hefði einnig með það að gera hvort verjandinn væri dæmdur til saka. Ekki eru allir fasteignasalar meðlimir í Félagi Fasteignasala. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að framkvæmdarstjóri Félags Fasteignasala sjái um rannsóknir á starfsháttum þeirra fasteignasala sem samþykkja ekki starfshætti félagsins og haldi sig utan þess. Miðað við ofangreint þá er eftirlitsnefndin í allra besta falli hlutlaus í álitum sínum en algjörlega blind á hvað ásýnd núverandi fyrirkomulags er ofboðslega slæm. Í versta falli er hins vegar mjög illa komið fyrir fasteignakaupendum, seljendum og mögulega fasteignasölum utan Félags Fasteignasala. Að öllum líkindum er þetta fyrirkomulag til þess fallið að fasteignasalar þurfa enn sjaldnar að bera ábyrgð á störfum sínum, en sú ábyrgð er verulega takmörkuð þegar á hólminn er komið. Það að fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, aðili sem var formaður þegar samráð átti sér stað, sjá ekkert að slíku fyrirkomulagi eða öllu hinu sem er verulega ábótavant á þessum markaði breytir engu um staðreyndir málsins, og gerir slíkar vel ígrundaðar athugasemdir sannanlega ekki að rógburði. Staðreyndin er einfaldlega sú að fasteignasalar eru ekki að veita þjónustu í samræmi við gjaldtöku né eru þeir að auka traust eða taka á sig ábyrgð í söluferlum. Það sem þarf, og það sem er handan við hornið þökk sé tölvutækninni, er að seljendur og kaupendur geti stundað sín viðskipti milliliðalaust og að fasteignasalar selji sína þjónustu, hvort sem er að hluta (t.d. verðmat) eða í heild, á föstu verði sem er mun lægra en það sem gerist í dag. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Sjá sátt Samkeppniseftirlitsins og Félags Fasteignasala frá 2017.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun