Eftirlitsnefnd Fasteignasala – Hlutlaus eða í vasa Félags Fasteignasala? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. júlí 2022 12:00 Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að það væri „óþolandi að fasteignasalar þurfi að sitja undir rógburði“. Af viðtalinu að dæma sér Ingibjörg ekki að neitt vafasamt sé við núverandi vinnubrögð eða gjaldtöku fasteignasala, þetta sé einfaldlega rógburður. Ég held þó að staðan á þessum markaði sé jafnvel verri en ég hef teiknað upp hingað til og tel að Ingibjörg sé ekki endilega besti talsmaður hlutleysis og faglegra vinnubragða fasteignasala. Til að sjá af hverju ætla ég að kafa frekar í tengsl Eftirlitsnefndar Fasteignasala og Félags Fasteignasala. Þegar upp koma mál þar sem seljandi eða kaupandi fasteignar telur fasteignasala hafa brugðist starfsskyldum sínum eða unnið sér fjártjón eru þeim tvær leiðir færar. Í fyrsta lagi er hægt að kæra málið til dómstóla. Það hefur þó sjaldnast nokkuð upp á sig að kæra fasteignasala þar sem ábyrgðin liggur nær undantekningarlaust á kaupanda eða seljanda. Hins vegar er hægt að kæra málið til Eftirlitsnefndar Fasteignasala sem samanstendur af þremur aðilum. Eftirlitsnefndin á að hafa eftirlit með því að fasteignarsalar starfi í samræmi við fyrirmæli laga og góðra venja í fasteignasölu. Ég leyfi mér þó stórlega að efast um hlutleysi og jafnvel heilindi eftirlitsnefndarinnar í ljósi þess að í nefndinni situr maður sem er einnig framkvæmdastjóri Félags Fasteignasala. Rýnum í af hverju það er vandamál: Ekki eru nema fimm ár síðan að Félag Fasteignasala gekkst við að hafa staðið í umfangsmiklum brotum á samkeppnislögum um langt tímabil[1]. Það er erfitt að trúa því að framkvæmdarstjóri félags sem stuðlaði að ólöglegu samráði meðal fasteignasala sé hæfur til að vera hlutlaus við rannsókn á störfum fasteignasala og að gæta að hagsmunum þeirra sem leggja kærur til eftirlitsnefndarinnar. Þess má geta að Ingibjörg var sjálf formaður Félags Fasteignasala í þrjú af þeim fjórtán árum sem samráðið stóð yfir. Bróður partur fasteignasala eru meðlimir í Félagi Fasteignasala. Hvernig á maður sem er framkvæmdastjóri hagsmunafélags ákveðinnar starfstéttar að vera hlutlaus í mati sínu á störfum eigin félagsmanna? Það er svolítið eins og að lögmaður verjanda hefði einnig með það að gera hvort verjandinn væri dæmdur til saka. Ekki eru allir fasteignasalar meðlimir í Félagi Fasteignasala. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að framkvæmdarstjóri Félags Fasteignasala sjái um rannsóknir á starfsháttum þeirra fasteignasala sem samþykkja ekki starfshætti félagsins og haldi sig utan þess. Miðað við ofangreint þá er eftirlitsnefndin í allra besta falli hlutlaus í álitum sínum en algjörlega blind á hvað ásýnd núverandi fyrirkomulags er ofboðslega slæm. Í versta falli er hins vegar mjög illa komið fyrir fasteignakaupendum, seljendum og mögulega fasteignasölum utan Félags Fasteignasala. Að öllum líkindum er þetta fyrirkomulag til þess fallið að fasteignasalar þurfa enn sjaldnar að bera ábyrgð á störfum sínum, en sú ábyrgð er verulega takmörkuð þegar á hólminn er komið. Það að fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, aðili sem var formaður þegar samráð átti sér stað, sjá ekkert að slíku fyrirkomulagi eða öllu hinu sem er verulega ábótavant á þessum markaði breytir engu um staðreyndir málsins, og gerir slíkar vel ígrundaðar athugasemdir sannanlega ekki að rógburði. Staðreyndin er einfaldlega sú að fasteignasalar eru ekki að veita þjónustu í samræmi við gjaldtöku né eru þeir að auka traust eða taka á sig ábyrgð í söluferlum. Það sem þarf, og það sem er handan við hornið þökk sé tölvutækninni, er að seljendur og kaupendur geti stundað sín viðskipti milliliðalaust og að fasteignasalar selji sína þjónustu, hvort sem er að hluta (t.d. verðmat) eða í heild, á föstu verði sem er mun lægra en það sem gerist í dag. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Sjá sátt Samkeppniseftirlitsins og Félags Fasteignasala frá 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Sjá meira
Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að það væri „óþolandi að fasteignasalar þurfi að sitja undir rógburði“. Af viðtalinu að dæma sér Ingibjörg ekki að neitt vafasamt sé við núverandi vinnubrögð eða gjaldtöku fasteignasala, þetta sé einfaldlega rógburður. Ég held þó að staðan á þessum markaði sé jafnvel verri en ég hef teiknað upp hingað til og tel að Ingibjörg sé ekki endilega besti talsmaður hlutleysis og faglegra vinnubragða fasteignasala. Til að sjá af hverju ætla ég að kafa frekar í tengsl Eftirlitsnefndar Fasteignasala og Félags Fasteignasala. Þegar upp koma mál þar sem seljandi eða kaupandi fasteignar telur fasteignasala hafa brugðist starfsskyldum sínum eða unnið sér fjártjón eru þeim tvær leiðir færar. Í fyrsta lagi er hægt að kæra málið til dómstóla. Það hefur þó sjaldnast nokkuð upp á sig að kæra fasteignasala þar sem ábyrgðin liggur nær undantekningarlaust á kaupanda eða seljanda. Hins vegar er hægt að kæra málið til Eftirlitsnefndar Fasteignasala sem samanstendur af þremur aðilum. Eftirlitsnefndin á að hafa eftirlit með því að fasteignarsalar starfi í samræmi við fyrirmæli laga og góðra venja í fasteignasölu. Ég leyfi mér þó stórlega að efast um hlutleysi og jafnvel heilindi eftirlitsnefndarinnar í ljósi þess að í nefndinni situr maður sem er einnig framkvæmdastjóri Félags Fasteignasala. Rýnum í af hverju það er vandamál: Ekki eru nema fimm ár síðan að Félag Fasteignasala gekkst við að hafa staðið í umfangsmiklum brotum á samkeppnislögum um langt tímabil[1]. Það er erfitt að trúa því að framkvæmdarstjóri félags sem stuðlaði að ólöglegu samráði meðal fasteignasala sé hæfur til að vera hlutlaus við rannsókn á störfum fasteignasala og að gæta að hagsmunum þeirra sem leggja kærur til eftirlitsnefndarinnar. Þess má geta að Ingibjörg var sjálf formaður Félags Fasteignasala í þrjú af þeim fjórtán árum sem samráðið stóð yfir. Bróður partur fasteignasala eru meðlimir í Félagi Fasteignasala. Hvernig á maður sem er framkvæmdastjóri hagsmunafélags ákveðinnar starfstéttar að vera hlutlaus í mati sínu á störfum eigin félagsmanna? Það er svolítið eins og að lögmaður verjanda hefði einnig með það að gera hvort verjandinn væri dæmdur til saka. Ekki eru allir fasteignasalar meðlimir í Félagi Fasteignasala. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að framkvæmdarstjóri Félags Fasteignasala sjái um rannsóknir á starfsháttum þeirra fasteignasala sem samþykkja ekki starfshætti félagsins og haldi sig utan þess. Miðað við ofangreint þá er eftirlitsnefndin í allra besta falli hlutlaus í álitum sínum en algjörlega blind á hvað ásýnd núverandi fyrirkomulags er ofboðslega slæm. Í versta falli er hins vegar mjög illa komið fyrir fasteignakaupendum, seljendum og mögulega fasteignasölum utan Félags Fasteignasala. Að öllum líkindum er þetta fyrirkomulag til þess fallið að fasteignasalar þurfa enn sjaldnar að bera ábyrgð á störfum sínum, en sú ábyrgð er verulega takmörkuð þegar á hólminn er komið. Það að fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, aðili sem var formaður þegar samráð átti sér stað, sjá ekkert að slíku fyrirkomulagi eða öllu hinu sem er verulega ábótavant á þessum markaði breytir engu um staðreyndir málsins, og gerir slíkar vel ígrundaðar athugasemdir sannanlega ekki að rógburði. Staðreyndin er einfaldlega sú að fasteignasalar eru ekki að veita þjónustu í samræmi við gjaldtöku né eru þeir að auka traust eða taka á sig ábyrgð í söluferlum. Það sem þarf, og það sem er handan við hornið þökk sé tölvutækninni, er að seljendur og kaupendur geti stundað sín viðskipti milliliðalaust og að fasteignasalar selji sína þjónustu, hvort sem er að hluta (t.d. verðmat) eða í heild, á föstu verði sem er mun lægra en það sem gerist í dag. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Sjá sátt Samkeppniseftirlitsins og Félags Fasteignasala frá 2017.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun