Bannað að vísa starfsmönnum á dyr Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 28. júlí 2022 15:00 Við gerð síðustu kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands var gengið frá bókun um leigu húsnæðis í tengslum við ráðningarsamning starfsfólks í ferðaþjónustu. Ákvæðinu er ætlað að tryggja betur öryggi starfsmanna við þessar aðstæður, enda aðkallandi þörf. Vissulega er það þannig að það er sjaldan heppilegt að tengja húsnæði ráðningarsamningi starfsmanna. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og oft aftrað fólki frá því að gera athugasemdir við kjör sín og önnur réttindi þar sem það hefur óttast að missa leiguhúsnæðið. Kveðið er á um það í kjarasamningum að þegar vinnuveitandi útvegar starfsmanni húsnæði gegn endurgjaldi í tengslum við ráðningu gildi ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 um gerð og efni leigusamninga. Samningurinn skal vera skriflegur og uppfylla kröfur II. kafla húsaleigulaga þ.m.t. fjárhæð húsaleigu. Þá þarf húsnæðið að standast aðbúnað og hollustuhætti. Jafnframt skal leigan ekki vera hærri en almennt gerist og sanngjörn í garð beggja aðila sé tekið mið af þinglýstum húsaleigusamningum á sama svæði. Það sem af er sumri hafa aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands fengið fjölmargar fyrirspurnir frá félagsmönnum þar sem þeim hefur verið gert að hætta störfum, þrátt fyrir að ráðningartímabilinu hafi ekki verið lokið samkvæmt ráðningarsamningi. Þar er ekki síst um að ræða starfsmenn sem hafa verið í íbúðarhúsnæði á vegum ferðaþjónustuaðila. Hefur fólki í mörgum tilfellum verið gert að yfirgefa húsnæðið, stundum samdægurs þrátt fyrir að uppsagnarfrestinum sé ekki lokið samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Slíkt er óheimilt svo vitnað sé í gildandi kjarasamning. Alltof mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu koma sér hjá því að gera skriflega leigusamninga við starfsmenn, sem ekki fá greiddar húsaleigubætur nema þeir geti framvísað löglegum húsaleigusamningi. Samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands er þetta brot á samkomulagi aðila. Svo vitnað sé í bókun í fyrrgreindum kjarasamningi sem nær til starfsmanna í ferðaþjónustu ber að gera leigusamninga við starfsmenn sem hafa herbergi/íbúðarhúsnæði á vegum fyrirtækjanna til afnota gegn greiðslu. Þá er jafnframt tekið fram að um slíka leigu gildi Húsaleigulögin. Geri fyrirtæki ekki leigusamninga við starfsmenn gilda ákvæði Húsaleigulaga. Í 10. grein laganna er tiltekið að; „Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert tímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra.“ Í títtnefndum Húsaleigulögum er jafnframt tekið fram að uppsögn húsaleigusamninga skuli vera skriflegar. Í flestum tilfellum er uppsagnarfresturinn þrír til sex mánuðir. Í ákveðnum tilfellum er hann lengri. Sé ekki um annað samið ber atvinnurekendum að virða réttindi starfsmanna við starfslok er varðar aðgengi að íbúðarhúsnæði á þeirra vegum hvort heldur sem starfsmenn greiða fyrir afnotin eða hafa haft aðgengi að því endurgjaldslaust. Þessari umfjöllun er ætlað að minna atvinnurekendur á skyldur þeirra og ábyrgð gagnvart starfsmönnum sem þeir leggja til húsnæði gegn endurgjaldi. Það er hvort heldur starfsmenn eru í ótímabundnu eða tímabundnu ráðningarsambandi. Það er ekki í boði að kasta starfsfólki á dyr við ráðningaslit, sem ekki eru í samræmi við ákvæði kjarasamninga, nema fyrir því liggi ríkar og rökstuddar ástæður. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Við gerð síðustu kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands var gengið frá bókun um leigu húsnæðis í tengslum við ráðningarsamning starfsfólks í ferðaþjónustu. Ákvæðinu er ætlað að tryggja betur öryggi starfsmanna við þessar aðstæður, enda aðkallandi þörf. Vissulega er það þannig að það er sjaldan heppilegt að tengja húsnæði ráðningarsamningi starfsmanna. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og oft aftrað fólki frá því að gera athugasemdir við kjör sín og önnur réttindi þar sem það hefur óttast að missa leiguhúsnæðið. Kveðið er á um það í kjarasamningum að þegar vinnuveitandi útvegar starfsmanni húsnæði gegn endurgjaldi í tengslum við ráðningu gildi ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 um gerð og efni leigusamninga. Samningurinn skal vera skriflegur og uppfylla kröfur II. kafla húsaleigulaga þ.m.t. fjárhæð húsaleigu. Þá þarf húsnæðið að standast aðbúnað og hollustuhætti. Jafnframt skal leigan ekki vera hærri en almennt gerist og sanngjörn í garð beggja aðila sé tekið mið af þinglýstum húsaleigusamningum á sama svæði. Það sem af er sumri hafa aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands fengið fjölmargar fyrirspurnir frá félagsmönnum þar sem þeim hefur verið gert að hætta störfum, þrátt fyrir að ráðningartímabilinu hafi ekki verið lokið samkvæmt ráðningarsamningi. Þar er ekki síst um að ræða starfsmenn sem hafa verið í íbúðarhúsnæði á vegum ferðaþjónustuaðila. Hefur fólki í mörgum tilfellum verið gert að yfirgefa húsnæðið, stundum samdægurs þrátt fyrir að uppsagnarfrestinum sé ekki lokið samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Slíkt er óheimilt svo vitnað sé í gildandi kjarasamning. Alltof mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu koma sér hjá því að gera skriflega leigusamninga við starfsmenn, sem ekki fá greiddar húsaleigubætur nema þeir geti framvísað löglegum húsaleigusamningi. Samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands er þetta brot á samkomulagi aðila. Svo vitnað sé í bókun í fyrrgreindum kjarasamningi sem nær til starfsmanna í ferðaþjónustu ber að gera leigusamninga við starfsmenn sem hafa herbergi/íbúðarhúsnæði á vegum fyrirtækjanna til afnota gegn greiðslu. Þá er jafnframt tekið fram að um slíka leigu gildi Húsaleigulögin. Geri fyrirtæki ekki leigusamninga við starfsmenn gilda ákvæði Húsaleigulaga. Í 10. grein laganna er tiltekið að; „Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert tímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra.“ Í títtnefndum Húsaleigulögum er jafnframt tekið fram að uppsögn húsaleigusamninga skuli vera skriflegar. Í flestum tilfellum er uppsagnarfresturinn þrír til sex mánuðir. Í ákveðnum tilfellum er hann lengri. Sé ekki um annað samið ber atvinnurekendum að virða réttindi starfsmanna við starfslok er varðar aðgengi að íbúðarhúsnæði á þeirra vegum hvort heldur sem starfsmenn greiða fyrir afnotin eða hafa haft aðgengi að því endurgjaldslaust. Þessari umfjöllun er ætlað að minna atvinnurekendur á skyldur þeirra og ábyrgð gagnvart starfsmönnum sem þeir leggja til húsnæði gegn endurgjaldi. Það er hvort heldur starfsmenn eru í ótímabundnu eða tímabundnu ráðningarsambandi. Það er ekki í boði að kasta starfsfólki á dyr við ráðningaslit, sem ekki eru í samræmi við ákvæði kjarasamninga, nema fyrir því liggi ríkar og rökstuddar ástæður. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun