Látum okkur detta snjallræði í hug! Kolfinna Kristínardóttir skrifar 28. júlí 2022 16:00 Við búum við þau forréttindi að hafa öflugt stuðningsumhverfi á sviði nýsköpunar þar sem einstaklingum og sprotafyrirtækjum stendur til boða að afla sér hagnýtrar þekkingar með þátttöku í hröðlum og hugmyndasamkeppnum. Umræðan í samfélaginu endurspeglar ákall eftir lausnir fyrir betri framtíð barna okkar. Hérlendis er frjósamt umhverfi og hvati til nýsköpunar til þess að detta snjallræði í hug. Það eru forréttindi að geta unnið að lausnum sem bæta samfélagið og leiða af sér aukin lífsgæði. Undanfarin misseri hefur verið mikil gróska í sprotaumhverfinu hérlendis og erlendis. Það má hugsanlega rekja til einhvers kröftugs vexti í samfélaginu þar sem margvíslegar kveikjur að nýsköpunarverkefnum um framtíð samfélagsins hafa komið fram í dagsljósið. Samfélagslegar áskoranir eru af ýmsu tagi í nútíma samfélagi og má velta fyrir sér hvort við séum hluti af vandamálinu eða hluti af lausninni? Það hefur verið lenska að sjá hindranir án þess að horfast í augu við lausnir. Þá er spurning hvort við stöldrum aðeins við og hugsum um nýsköpunarkraftinn. Sá kraftur hefur sýnt sig í velferðarkerfinu á viðkvæmum tímum heimsfaraldurs þar sem við nýttum tæknina, hugvitið og nýsköpun til að aðlaga okkur á undraverðum hraða að breyttum aðstæðum. Áskoranir samfélagsins þurfa á hugviti að halda, til dæmis hækkandi aldurs íslensku þjóðarinnar, lífsstílssjúkdóma, loftslagsbreytinga og stríðsástands. Kerfin eins og þau eru uppbyggð í dag með þeirri tækni sem til er munu ekki geta borið kynslóðir framtíðarinnar og þess vegna þarf að virkja kraft nýsköpunar til að endurhanna og endurhugsa hvað við gerum, hvernig og hvers vegna. Látum okkur detta eitthvað snjallræði í hug til að takast á við áskoranir samtímans með nýsköpun að vopni. Höfundur verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups og Snjallræðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum við þau forréttindi að hafa öflugt stuðningsumhverfi á sviði nýsköpunar þar sem einstaklingum og sprotafyrirtækjum stendur til boða að afla sér hagnýtrar þekkingar með þátttöku í hröðlum og hugmyndasamkeppnum. Umræðan í samfélaginu endurspeglar ákall eftir lausnir fyrir betri framtíð barna okkar. Hérlendis er frjósamt umhverfi og hvati til nýsköpunar til þess að detta snjallræði í hug. Það eru forréttindi að geta unnið að lausnum sem bæta samfélagið og leiða af sér aukin lífsgæði. Undanfarin misseri hefur verið mikil gróska í sprotaumhverfinu hérlendis og erlendis. Það má hugsanlega rekja til einhvers kröftugs vexti í samfélaginu þar sem margvíslegar kveikjur að nýsköpunarverkefnum um framtíð samfélagsins hafa komið fram í dagsljósið. Samfélagslegar áskoranir eru af ýmsu tagi í nútíma samfélagi og má velta fyrir sér hvort við séum hluti af vandamálinu eða hluti af lausninni? Það hefur verið lenska að sjá hindranir án þess að horfast í augu við lausnir. Þá er spurning hvort við stöldrum aðeins við og hugsum um nýsköpunarkraftinn. Sá kraftur hefur sýnt sig í velferðarkerfinu á viðkvæmum tímum heimsfaraldurs þar sem við nýttum tæknina, hugvitið og nýsköpun til að aðlaga okkur á undraverðum hraða að breyttum aðstæðum. Áskoranir samfélagsins þurfa á hugviti að halda, til dæmis hækkandi aldurs íslensku þjóðarinnar, lífsstílssjúkdóma, loftslagsbreytinga og stríðsástands. Kerfin eins og þau eru uppbyggð í dag með þeirri tækni sem til er munu ekki geta borið kynslóðir framtíðarinnar og þess vegna þarf að virkja kraft nýsköpunar til að endurhanna og endurhugsa hvað við gerum, hvernig og hvers vegna. Látum okkur detta eitthvað snjallræði í hug til að takast á við áskoranir samtímans með nýsköpun að vopni. Höfundur verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups og Snjallræðis.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun