Utanríkisráðuneytið þvertekur fyrir fullyrðingar Fréttablaðsins Árni Sæberg skrifar 29. júlí 2022 15:01 Ekki er mikil ánægja með fréttaflutning dagsins í utanríkisráðuneytinu á Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Utanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að engin áform séu uppi um uppbyggingu varnarmannvirkja á því svæði. Í Fréttablaðinu í dag var haft eftir heimildum blaðsins að utanríkisríkisráðuneytið hefði farið fram á að langur viðlegukantur fyrir NATO yrði reistur norðan megin í Finnafirði við bæinn Gunnólfsvík. Þar myndi NATO hafa aðstöðu til að birgja skip sín og hvíla áhafnir. Þá myndi Landhelgisgæslan einnig fá aðstöðu á svæðinu. „Engin áform eru um uppbyggingu varnarmannvirkja í Finnafirði og engar beiðnir, hvorki formlegar né óformlegar, hafa verið lagðar fram af hálfu utanríkisráðuneytisins og staðhæfingar um beiðni Atlantshafsbandalagsins eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Fréttin er því röng,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Einfalt hefði verið að svara spurningum blaðamanns Í frétt Fréttablaðsins segir að ekki hafi fengist svör við fyrirspurnum blaðsins hjá ráðuneytinu. „Blaðamaður hafði samband við fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins sem er í sumarfríi erlendis og var vísað á staðgengil. Blaðamaður hafði ekki samband við staðgengil eða neinn hjá ráðuneytinu til þess að leita staðfestingar á þeim röngu upplýsingum sem hann byggði skrif sín á. Er þetta miður þar sem einfalt hefði verið að koma á framfæri upplýsingum og svara fyrirspurnum um málið,“ segir í yfirlýsingunni. NATO Fjölmiðlar Utanríkismál Langanesbyggð Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins. 29. júlí 2022 13:17 Óska eftir uppbyggingu á Langanesi fyrir NATO Utanríkisráðuneytið er sagt hafa óskað eftir því að langur viðlegukantur verði reistur norðanmegin í Finnafirði í Langanesbyggð. Kanturinn er ætlaður Atlantshafsbandalaginu en Landhelgisgæslan fengi einnig aðstöðu þar. 29. júlí 2022 06:27 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag var haft eftir heimildum blaðsins að utanríkisríkisráðuneytið hefði farið fram á að langur viðlegukantur fyrir NATO yrði reistur norðan megin í Finnafirði við bæinn Gunnólfsvík. Þar myndi NATO hafa aðstöðu til að birgja skip sín og hvíla áhafnir. Þá myndi Landhelgisgæslan einnig fá aðstöðu á svæðinu. „Engin áform eru um uppbyggingu varnarmannvirkja í Finnafirði og engar beiðnir, hvorki formlegar né óformlegar, hafa verið lagðar fram af hálfu utanríkisráðuneytisins og staðhæfingar um beiðni Atlantshafsbandalagsins eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Fréttin er því röng,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Einfalt hefði verið að svara spurningum blaðamanns Í frétt Fréttablaðsins segir að ekki hafi fengist svör við fyrirspurnum blaðsins hjá ráðuneytinu. „Blaðamaður hafði samband við fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins sem er í sumarfríi erlendis og var vísað á staðgengil. Blaðamaður hafði ekki samband við staðgengil eða neinn hjá ráðuneytinu til þess að leita staðfestingar á þeim röngu upplýsingum sem hann byggði skrif sín á. Er þetta miður þar sem einfalt hefði verið að koma á framfæri upplýsingum og svara fyrirspurnum um málið,“ segir í yfirlýsingunni.
NATO Fjölmiðlar Utanríkismál Langanesbyggð Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins. 29. júlí 2022 13:17 Óska eftir uppbyggingu á Langanesi fyrir NATO Utanríkisráðuneytið er sagt hafa óskað eftir því að langur viðlegukantur verði reistur norðanmegin í Finnafirði í Langanesbyggð. Kanturinn er ætlaður Atlantshafsbandalaginu en Landhelgisgæslan fengi einnig aðstöðu þar. 29. júlí 2022 06:27 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins. 29. júlí 2022 13:17
Óska eftir uppbyggingu á Langanesi fyrir NATO Utanríkisráðuneytið er sagt hafa óskað eftir því að langur viðlegukantur verði reistur norðanmegin í Finnafirði í Langanesbyggð. Kanturinn er ætlaður Atlantshafsbandalaginu en Landhelgisgæslan fengi einnig aðstöðu þar. 29. júlí 2022 06:27