Lögreglumenn sendir út til að kanna aðstæður við Fagradalsfjall Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2022 22:22 Eldgosinu við Fagradalsfjall lauk formlega þann 18. desember í fyrra. Vísir/Egill Fulltrúar lögreglunnar á Suðurnesjum könnuðu aðstæður við Fagradalsfjall í kvöld eftir að bera fór þar á reyk. Sáu þeir ekkert athugavert á svæðinu að sögn náttúruvársérfræðings sem segir engin merki um að kvika sé að koma upp á yfirborðið. Sigríður Kristjánsdóttir hjá eftirlits- og spásviði Veðurstofunnar segir að aðeins hafi hægt á skjálftavirkninni í kvöld þrátt fyrir að áfram sé nokkuð um smærri skjálfta. Fyrst hafi byrjað að bera á reyk við Fagradalsfjall í gær. „Við sjáum ekki neitt annað óvenjulegt á svæðinu,“ segir hún í samtali við Vísi. Áfram verði fylgst náið með stöðunni en óljóst sé á þessu stigi hvort um sé að ræða hita eða gas sem stígi þarna upp. „Þetta er ekki þar sem skjálftavirknin er búin að vera. Við búumst frekar við því að kvika komi upp þar sem skjálftarnir hafi verið svo það myndi koma okkur á óvart ef það kæmi upp akkúrat þarna.“ Veðurstofan gaf út fyrr í kvöld að verulegar líkur væru taldar á því að gos geti hafist á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum og vikum. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Á seinasta ári var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars. Þrír skjálftar hafa mælst yfir 3,0 að stærð í kvöld, sá stærsti 3,8 en allir hafa þeir verið staðsettir rétt suðvestur af Keili. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Vísir/Arnar Myndi gjósa norðar ef til goss kæmi Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ef til goss kæmi myndi væntanlega gjósa þar sem færslan hefur verið yfir ganginum, norðan við gosstöðvarnar þar sem gaus í fyrra og teygja sig í áttina að Keili. Nýjustu mælingar sýni að það séu engar kvikuhreyfingar við Krýsuvík og nær Grindavík þar sem íbúar hafa fundið vel fyrir skjálftum undanfarna daga. „Þetta eru dæmigerðir svokallaðir gikkskjálftar. Þetta er vegna þess að bergið er að gliðna í sundur á gosstöðvunum. Þetta er svolítið eins og ef við setjum járnkall niður einhvers staðar og ýtum honum til hliðar, þá eru miklir kraftar sem ýta blokkunum, sem eru kannski stórir steinar eða hellur, og þá ýtast þær allar til og það er þetta sem er að gerast. Skjálftarnir eru á jöðrunum á þessum hellum sem eru utan við ganginn og þess vegna fáum við þessa stóru skjálfta.“ Veðurstofan setti Grímsvötn á gulan fluglitakóða í dag eftir að nokkrir skjálftar stærri en 1,0 að stærð mældust þar í dag, sá stærsti 3,6 að stærð. Aðspurður um þetta segir Magnús Tumi að það sé vani að breyta litakóðanum þegar svona gerist. „Þetta er mjög óvanalegt í Grímsvötnum. Þetta gerðist reyndar í desember í fyrra en það er ekkert víst að þetta sé undanfari goss,“ segir hann um stöðuna í Grímsvötnum. Um þrjú þúsund skjálftar frá því á laugardag Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi seinustu sólarhringa og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á laugardag vegna þessa. Klukkan 02:27 í nótt varð skjálfti að stærð 5,0 vestan við Kleifarvatn á sama stað og skjálftar hafa verið í kvöld og nótt. Stærsti skjálftinn sem hefur mælst í yfirstandandi hrinu varð klukkan 17:48 á sunnudag. Hann var 5,4 að stærð en alls hafa 15 skjálftar yfir stærð 4 mælst og dreifa þeir sér um svæði frá Þorbirni að Kleifarvatni. Á fjórða tímanum í dag höfðu mælst tæplega 3 þúsund skjálftar með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar frá því að hrinan hófst á laugardag. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Lögreglumál Tengdar fréttir Reykurinn í Fagradalsfjalli ekki merki um kviku Reykur sem sést rjúka upp við Fagradalsfjall í vefútsendingu mbl.is frá svæðinu er ekki merki um að kvika sé á leið upp á yfirborðið, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Jarðskjálfti að stærð 3,8 mældist um 2,1 kílómetra suðsuðvestur af Keili um klukkan 19:40 í kvöld og fylgdu minni eftirskjálftar í kjölfarið. Stóri skjálftinn fannst meðal annars á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu. 2. ágúst 2022 19:49 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40 Öflugir skjálftar í Krýsuvík: „Þetta er enginn stórskaði eins og er“ Verulegar líkur eru taldar á eldgosi við Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum. Nýjar niðurstöður benda til þess að kvikugangur liggi mjög grunnt undir yfirborðinu. Ummerki skjálftahrinunnar eru greinileg á meðferðarheimilinu í Krýsuvík og segir framkvæmdastjórinn þá hörðustu líkjast brotsjó. 2. ágúst 2022 20:17 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Sigríður Kristjánsdóttir hjá eftirlits- og spásviði Veðurstofunnar segir að aðeins hafi hægt á skjálftavirkninni í kvöld þrátt fyrir að áfram sé nokkuð um smærri skjálfta. Fyrst hafi byrjað að bera á reyk við Fagradalsfjall í gær. „Við sjáum ekki neitt annað óvenjulegt á svæðinu,“ segir hún í samtali við Vísi. Áfram verði fylgst náið með stöðunni en óljóst sé á þessu stigi hvort um sé að ræða hita eða gas sem stígi þarna upp. „Þetta er ekki þar sem skjálftavirknin er búin að vera. Við búumst frekar við því að kvika komi upp þar sem skjálftarnir hafi verið svo það myndi koma okkur á óvart ef það kæmi upp akkúrat þarna.“ Veðurstofan gaf út fyrr í kvöld að verulegar líkur væru taldar á því að gos geti hafist á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum og vikum. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Á seinasta ári var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars. Þrír skjálftar hafa mælst yfir 3,0 að stærð í kvöld, sá stærsti 3,8 en allir hafa þeir verið staðsettir rétt suðvestur af Keili. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Vísir/Arnar Myndi gjósa norðar ef til goss kæmi Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ef til goss kæmi myndi væntanlega gjósa þar sem færslan hefur verið yfir ganginum, norðan við gosstöðvarnar þar sem gaus í fyrra og teygja sig í áttina að Keili. Nýjustu mælingar sýni að það séu engar kvikuhreyfingar við Krýsuvík og nær Grindavík þar sem íbúar hafa fundið vel fyrir skjálftum undanfarna daga. „Þetta eru dæmigerðir svokallaðir gikkskjálftar. Þetta er vegna þess að bergið er að gliðna í sundur á gosstöðvunum. Þetta er svolítið eins og ef við setjum járnkall niður einhvers staðar og ýtum honum til hliðar, þá eru miklir kraftar sem ýta blokkunum, sem eru kannski stórir steinar eða hellur, og þá ýtast þær allar til og það er þetta sem er að gerast. Skjálftarnir eru á jöðrunum á þessum hellum sem eru utan við ganginn og þess vegna fáum við þessa stóru skjálfta.“ Veðurstofan setti Grímsvötn á gulan fluglitakóða í dag eftir að nokkrir skjálftar stærri en 1,0 að stærð mældust þar í dag, sá stærsti 3,6 að stærð. Aðspurður um þetta segir Magnús Tumi að það sé vani að breyta litakóðanum þegar svona gerist. „Þetta er mjög óvanalegt í Grímsvötnum. Þetta gerðist reyndar í desember í fyrra en það er ekkert víst að þetta sé undanfari goss,“ segir hann um stöðuna í Grímsvötnum. Um þrjú þúsund skjálftar frá því á laugardag Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi seinustu sólarhringa og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á laugardag vegna þessa. Klukkan 02:27 í nótt varð skjálfti að stærð 5,0 vestan við Kleifarvatn á sama stað og skjálftar hafa verið í kvöld og nótt. Stærsti skjálftinn sem hefur mælst í yfirstandandi hrinu varð klukkan 17:48 á sunnudag. Hann var 5,4 að stærð en alls hafa 15 skjálftar yfir stærð 4 mælst og dreifa þeir sér um svæði frá Þorbirni að Kleifarvatni. Á fjórða tímanum í dag höfðu mælst tæplega 3 þúsund skjálftar með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar frá því að hrinan hófst á laugardag.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Lögreglumál Tengdar fréttir Reykurinn í Fagradalsfjalli ekki merki um kviku Reykur sem sést rjúka upp við Fagradalsfjall í vefútsendingu mbl.is frá svæðinu er ekki merki um að kvika sé á leið upp á yfirborðið, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Jarðskjálfti að stærð 3,8 mældist um 2,1 kílómetra suðsuðvestur af Keili um klukkan 19:40 í kvöld og fylgdu minni eftirskjálftar í kjölfarið. Stóri skjálftinn fannst meðal annars á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu. 2. ágúst 2022 19:49 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40 Öflugir skjálftar í Krýsuvík: „Þetta er enginn stórskaði eins og er“ Verulegar líkur eru taldar á eldgosi við Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum. Nýjar niðurstöður benda til þess að kvikugangur liggi mjög grunnt undir yfirborðinu. Ummerki skjálftahrinunnar eru greinileg á meðferðarheimilinu í Krýsuvík og segir framkvæmdastjórinn þá hörðustu líkjast brotsjó. 2. ágúst 2022 20:17 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Reykurinn í Fagradalsfjalli ekki merki um kviku Reykur sem sést rjúka upp við Fagradalsfjall í vefútsendingu mbl.is frá svæðinu er ekki merki um að kvika sé á leið upp á yfirborðið, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Jarðskjálfti að stærð 3,8 mældist um 2,1 kílómetra suðsuðvestur af Keili um klukkan 19:40 í kvöld og fylgdu minni eftirskjálftar í kjölfarið. Stóri skjálftinn fannst meðal annars á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu. 2. ágúst 2022 19:49
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40
Öflugir skjálftar í Krýsuvík: „Þetta er enginn stórskaði eins og er“ Verulegar líkur eru taldar á eldgosi við Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum. Nýjar niðurstöður benda til þess að kvikugangur liggi mjög grunnt undir yfirborðinu. Ummerki skjálftahrinunnar eru greinileg á meðferðarheimilinu í Krýsuvík og segir framkvæmdastjórinn þá hörðustu líkjast brotsjó. 2. ágúst 2022 20:17