Eldgos hafið við Fagradalsfjall Ritstjórn skrifar 3. ágúst 2022 13:34 Göngugarpar nutu sín vel nærri gosinu í dag. Eyþór Árnason Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Jarðeldar sáust greinilega á vefmyndavélum frá svæðinu og staðfestu sérfræðingar Veðurstofunnar í framhaldinu að um eldgos væri að ræða. Samkvæmt þeim er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi.Vísir/Sara Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir gosið sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. Gostungan teygir sig um fimm hundruð metra og kvikustrókurinn er um tíu til fimmtán metrar. Sprungan teygir sig frá norðnorðvestur af Meradölum og upp fyrir hæðina þar fyrir norðan. Almenningur er beðinn um að halda sig fjarri gossvæðinu á meðan viðbragðsaðilar eru að ná áttum, að því er fram kemur í færslu lögreglunnar. Horfa má á brot úr útsendingu Vísis frá gosstöðvunum í spilaranum. Fylgst er með nýjustu vendingum í vaktinni hér að neðan.
Samkvæmt þeim er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi.Vísir/Sara Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir gosið sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. Gostungan teygir sig um fimm hundruð metra og kvikustrókurinn er um tíu til fimmtán metrar. Sprungan teygir sig frá norðnorðvestur af Meradölum og upp fyrir hæðina þar fyrir norðan. Almenningur er beðinn um að halda sig fjarri gossvæðinu á meðan viðbragðsaðilar eru að ná áttum, að því er fram kemur í færslu lögreglunnar. Horfa má á brot úr útsendingu Vísis frá gosstöðvunum í spilaranum. Fylgst er með nýjustu vendingum í vaktinni hér að neðan.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira