Erlent

Öldungadeildin samþykkir aðild Svía og Finna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mitch McConnell hvatti alla þingmenn til að samþykkja aðild Svíþjóðar og Finnlands að Nató.
Mitch McConnell hvatti alla þingmenn til að samþykkja aðild Svíþjóðar og Finnlands að Nató. AP/J. Scott Applewhite

Allir þingmenn öldungadeildar bandaríska þingsins nema einn samþykktu í gær aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, sagði aðild ríkjanna myndu efla Nató og auka öryggi Bandaríkjanna.

Eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði á móti aðild var Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður repúblikana fyrir Missouri, sem sagði málið draga athygli frá raunverulegum andstæðingi Bandaríkjanna; Kína. Sagði hann Bandaríkjamenn geta varið orku sinni í Evrópu eða Asíu, en ekki á báðum stöðum í einu.

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í samtali við South China Morning Post að hann vildi gjarnan eiga beinar viðræður við Xi Jinping, forseta Kína, þar sem Kína væri það ríki sem gæti mögulega haft áhrif á stjórnvöld í Rússlandi.

Áhyggjur eru nú uppi um öryggismál í Zaporitsia kjarnorkuverinu í Úkraínu. 

Rafael Grossi, yfirmaður alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, sagði fyrr í vikunni að ástandið í verinu, sem er það stærsta í Evrópu, væri komið gjörsamlega úr böndunum. Hvatti bæði Rússa og Úkraínumenn til að greiða fyrir eftirlit af hálfu stofnunarinnar. 

Grossi sagði hverja einustu grundvallarreglu er varðaði kjarnorkuöryggi hafa verið brotna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×