Ekki æða af stað upp í fjall, segir Víðir Snorri Másson skrifar 4. ágúst 2022 11:43 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það hörkuferðalag að fara upp að gosi. Eldgosið í Merardölum hefur haldið uppteknum hætti frá því að það hófst eftir hádegi í gær. Því er enn beint til almennings að fara ekki að gosinu fyrr en viðbragðsaðilar hafa náð utan um aðstæður þar. Tveir slösuðust í Fagradalsfjalli í gær - en Víðir Reynisson segir það hörkuferðalag að fara upp að gosinu. Það gýs enn á ný og fólk flykkist á staðinn. En gönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli nú er öllu lengri og torfærari en hún var í fyrra - nálgast þarf ferðalagið upp að gosinu öðruvísi. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að menn þurfi að undirbúa sig áður en lagt er af stað. Flestir tala um fjórar til fimm klukkustundir í heild af erfiðri göngu og þegar hafa orðið nokkur óhöpp. Einn ökklabrotnaði í fjallinu í nótt. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill Ekki aðeins eykur lengri vegalengd hættuna á að fólk lendi í vandræðum á leiðinni, heldur gerir hún björgunarsveitum erfiðara fyrir að flytja slasað fólk niður af fjalli. Því sér fólk fyrir sér að Landhelgisgæslan muni annast töluvert af sjúkraflutningum í þyrlu, eins og hún gerði í nótt. „Þegar það er orðið kalt úti getum við ekkert beðið endalaust með að flytja fólk niður. Það er vont að missa fólk í ofkælingu á nóttinni,“ segir Bogi Adolfsson í samtali við fréttastofu. Eyþór Árnason Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna lýsir göngunni sem „hörkuferðalagi.“ Engar lokanir eru þó í gildi á svæðinu nema til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Leiðin upp að gosi er þó erfið bæði gangandi og á bíl. „Við erum enn þá að biðja fólk að vera kannski ekki að æða þarna núna strax af því að við erum að fara af stað með að laga aðgengi, sérstaklega þegar það kemur í ljós eins og í nótt að það var erfitt að koma búnaði á staðinn,“sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36 Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Það gýs enn á ný og fólk flykkist á staðinn. En gönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli nú er öllu lengri og torfærari en hún var í fyrra - nálgast þarf ferðalagið upp að gosinu öðruvísi. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að menn þurfi að undirbúa sig áður en lagt er af stað. Flestir tala um fjórar til fimm klukkustundir í heild af erfiðri göngu og þegar hafa orðið nokkur óhöpp. Einn ökklabrotnaði í fjallinu í nótt. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill Ekki aðeins eykur lengri vegalengd hættuna á að fólk lendi í vandræðum á leiðinni, heldur gerir hún björgunarsveitum erfiðara fyrir að flytja slasað fólk niður af fjalli. Því sér fólk fyrir sér að Landhelgisgæslan muni annast töluvert af sjúkraflutningum í þyrlu, eins og hún gerði í nótt. „Þegar það er orðið kalt úti getum við ekkert beðið endalaust með að flytja fólk niður. Það er vont að missa fólk í ofkælingu á nóttinni,“ segir Bogi Adolfsson í samtali við fréttastofu. Eyþór Árnason Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna lýsir göngunni sem „hörkuferðalagi.“ Engar lokanir eru þó í gildi á svæðinu nema til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Leiðin upp að gosi er þó erfið bæði gangandi og á bíl. „Við erum enn þá að biðja fólk að vera kannski ekki að æða þarna núna strax af því að við erum að fara af stað með að laga aðgengi, sérstaklega þegar það kemur í ljós eins og í nótt að það var erfitt að koma búnaði á staðinn,“sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36 Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
„Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36
Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11