Prófessor á villigötum Svanur Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2022 15:01 Stundum er óskað eftir því að fólk í háskólasamfélaginu taki þátt í þjóðmálaumræðunni og leyfi þannig almenningi að njóta sérþekkingar sinnar og fræðikunnáttu. Ég veit ekki hvort þessi ósk hefur beinst sérstaklega að Þórólfi Matthíassyni, prófessor emerítus við Háskóla Íslands, en hann hefur oft verið fyrirferðarmikill í umræðunni og þá gjarnan notið talsverðar athygli í fjölmiðlum, nú síðast skoðanir sínar um sjávarútveginn. Undanfarið hef ég átt sífellt erfiðara með að átta mig á því á hvaða vegferð prófessorinn er eða hverju hann er að reyna að koma á framfæri með blaðaskrifum sínum. Því miður virðist hann fastur í slagorðakenndri umræðu um sjávarútveg sem er ótengd þeim raunveruleika sem ég þekki eftir að hafa verið tengdur sjávarútvegi frá því ég man eftir mér. Þórólfur segir orðrétt í grein sinni í Fréttablaðinu 4. ágúst 2022: „Án kvótans eru fyrirtækin varla rekstrarhæf. Samt láta endurskoðendur íslensku útgerðarfyrirtækjanna eins og þessi réttindi séu borðskraut á skrifborði forstjóra fyrirtækjanna þegar gerð er grein fyrir þeim í ársskýrslu í trássi við ótal ákvæði laga og reglugerða”. Fyrst vill ég segja, að ég efast ekki um að reikningar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja séu í samræmi við lög og reglur enda endurskoðaðir af til þess hæfu fólki með aðferðum sem njóta almennra viðurkenninga. Því furða ég mig á þessum ummælum prófessorsins um endurskoðun ársreikninga sjávarútvegsfyrirtækja. Hrakvirði prófessorsins Þegar rýnt er í skrif Þórólfs blasir við að það vefst fyrir honum að skilja að verðgildi veiðiheimilda byggist fyrst og fremst í þeim verðmætum sem úr þeim eru unnin. Veiðiheimildin er þannig eingöngu leyfi til að sækja óveiddan fisk, rétt eins og fjarskiptaleyfi er eingöngu heimild til að hefja rekstur fjarskiptafyrirtækis. Að sjálfsögðu eru taldar upp í ársreikningi sjávarútvegsfyrirtækja hvaða heimildir þau hafa til umráða, rétt eins og önnur fyrirtæki gera grein fyrir viðskipta- og eignasamningum sem eru í gildi. Hjá sjávarútvegsfyrirtækjum eru talin upp hús, bátar, bílar, lóðir og tæki sem unnið er með í ársreikningi, sem og veiðiheimildir. Það er ekki verið að reikna hrakvirði eða hvaða upplausnarvirði fengist fyrir hvern og einn hlut sem fyrirtækið hefur til umráða. Það myndi skiptastjóri gera ef fyrirtækið færi í gjaldþrotameðferð. Nýlega áttu sér stað athyglisverð viðskipti í íslenskum sjávarútvegi. Þar ákváðu stjórnendur Vísis hf. í Grindavík, sem er vel rekið fyrirtæki í fullum rekstri, að sameinast öðru vel reknu fyrirtæki sem er á hlutabréfamarkaði. Markaðurinn mat það svo samstundis að eignir þeirra ríflega 5.000 hluthafa sem þarna eiga hlut hafi aukist vegna þess rekstrarhagræðis sem sameiningunni fylgir. Eignir fyrirtækjanna eru lagðar saman og metnar á sambærilegan hátt. Það er ekkert flóknara en það. Seljendur fá hlutabréf í Síldarvinnslunni hf. í staðin fyrir hlutabréf í Vísi hf. og peninga til að borga í ríkissjóð vegna skatta sem falla á þá vegna þessara viðskipta. Síldarvinnslan hf. styrkir samkeppnisstöðu sína og verður fjölhæfari og stærri. Eigendur Vísis hf. fá hlut í öflugra fyrirtæki sem ávaxtar þeirra eign áfram og ríkissjóður fær marga milljarða króna í skatttekjur. Ekki verður séð annað en að allir hagnist á þessu, svo framarlega sem hagrænar forsendur sameiningarinnar standist. Framtíðin ein getur skorið úr um það. Réttindi voru skert Höfum í huga að bæði þessi fyrirtæki hafa vaxið og dafnað og hafa verið til frá því löngu fyrir daga kvótakerfisins. Það er villandi þegar prófessorinn heldur því fram að fyrirtækin sem um ræðir hafi fengið „réttindi [...] nánast ókeypis til ráðstöfunar”. Ekkert er eins fjarri lagi. Þessi fyrirtæki, eins og flest öll sjávarútvegsfyrirtæki, fengu leyfi til að halda áfram veiðum á fisk eftir að kvótakerfið var sett á. Með tilkomu kvótakerfisins var útgerðum bannað að veiða eins mikið og þær gátu. Í staðinn var þeim skammtað magn til veiða sem kallaði oft á sársaukafullar breytingar á rekstri þeirra. Með öðrum orðum, þau fengu takmörkuð „réttindi” til að veiða áfram í stað þess að vera með ótakmörkuð réttindi fyrir daga kvótakerfisins. Það ruglar eflaust prófessorinn í rýminu, þegar hann sér verð í viðskiptum með kvóta, þegar viðskipti eru með litlar einingar á milli fyrirtækja. Þá er um að ræða svokallað „jaðarverð“ sem er það verð sem útgerð er tilbúin að borga til að nýta betur þá fjárfestingu sem þegar er fyrir hendi. Það „jaðarverð“ er of hátt ef ætlunin væri að kaupa fullan kvóta og skip og hefja rekstur á nýju fyrirtæki. Afkoman í íslenskum sjávarútvegi stendur ekki undir slíkri fjárfestingu. Því er það svo að verðmat þeirra fyrirtækja, sem eru í kauphöllinni, mótast fyrst og fremst af þeirri afkomu sem fyrirtækin sýna en hefur lítið með hrakvirði eða upplausnarvirði fyrirtækjanna að gera. En það er rétt sem prófessorinn segir, án kvótans eru fyrirtæki í sjávarútvegi ekki rekstrarhæf. Það ættu þeir að hafa í huga sem vilja taka kvótann af þeim. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Stundum er óskað eftir því að fólk í háskólasamfélaginu taki þátt í þjóðmálaumræðunni og leyfi þannig almenningi að njóta sérþekkingar sinnar og fræðikunnáttu. Ég veit ekki hvort þessi ósk hefur beinst sérstaklega að Þórólfi Matthíassyni, prófessor emerítus við Háskóla Íslands, en hann hefur oft verið fyrirferðarmikill í umræðunni og þá gjarnan notið talsverðar athygli í fjölmiðlum, nú síðast skoðanir sínar um sjávarútveginn. Undanfarið hef ég átt sífellt erfiðara með að átta mig á því á hvaða vegferð prófessorinn er eða hverju hann er að reyna að koma á framfæri með blaðaskrifum sínum. Því miður virðist hann fastur í slagorðakenndri umræðu um sjávarútveg sem er ótengd þeim raunveruleika sem ég þekki eftir að hafa verið tengdur sjávarútvegi frá því ég man eftir mér. Þórólfur segir orðrétt í grein sinni í Fréttablaðinu 4. ágúst 2022: „Án kvótans eru fyrirtækin varla rekstrarhæf. Samt láta endurskoðendur íslensku útgerðarfyrirtækjanna eins og þessi réttindi séu borðskraut á skrifborði forstjóra fyrirtækjanna þegar gerð er grein fyrir þeim í ársskýrslu í trássi við ótal ákvæði laga og reglugerða”. Fyrst vill ég segja, að ég efast ekki um að reikningar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja séu í samræmi við lög og reglur enda endurskoðaðir af til þess hæfu fólki með aðferðum sem njóta almennra viðurkenninga. Því furða ég mig á þessum ummælum prófessorsins um endurskoðun ársreikninga sjávarútvegsfyrirtækja. Hrakvirði prófessorsins Þegar rýnt er í skrif Þórólfs blasir við að það vefst fyrir honum að skilja að verðgildi veiðiheimilda byggist fyrst og fremst í þeim verðmætum sem úr þeim eru unnin. Veiðiheimildin er þannig eingöngu leyfi til að sækja óveiddan fisk, rétt eins og fjarskiptaleyfi er eingöngu heimild til að hefja rekstur fjarskiptafyrirtækis. Að sjálfsögðu eru taldar upp í ársreikningi sjávarútvegsfyrirtækja hvaða heimildir þau hafa til umráða, rétt eins og önnur fyrirtæki gera grein fyrir viðskipta- og eignasamningum sem eru í gildi. Hjá sjávarútvegsfyrirtækjum eru talin upp hús, bátar, bílar, lóðir og tæki sem unnið er með í ársreikningi, sem og veiðiheimildir. Það er ekki verið að reikna hrakvirði eða hvaða upplausnarvirði fengist fyrir hvern og einn hlut sem fyrirtækið hefur til umráða. Það myndi skiptastjóri gera ef fyrirtækið færi í gjaldþrotameðferð. Nýlega áttu sér stað athyglisverð viðskipti í íslenskum sjávarútvegi. Þar ákváðu stjórnendur Vísis hf. í Grindavík, sem er vel rekið fyrirtæki í fullum rekstri, að sameinast öðru vel reknu fyrirtæki sem er á hlutabréfamarkaði. Markaðurinn mat það svo samstundis að eignir þeirra ríflega 5.000 hluthafa sem þarna eiga hlut hafi aukist vegna þess rekstrarhagræðis sem sameiningunni fylgir. Eignir fyrirtækjanna eru lagðar saman og metnar á sambærilegan hátt. Það er ekkert flóknara en það. Seljendur fá hlutabréf í Síldarvinnslunni hf. í staðin fyrir hlutabréf í Vísi hf. og peninga til að borga í ríkissjóð vegna skatta sem falla á þá vegna þessara viðskipta. Síldarvinnslan hf. styrkir samkeppnisstöðu sína og verður fjölhæfari og stærri. Eigendur Vísis hf. fá hlut í öflugra fyrirtæki sem ávaxtar þeirra eign áfram og ríkissjóður fær marga milljarða króna í skatttekjur. Ekki verður séð annað en að allir hagnist á þessu, svo framarlega sem hagrænar forsendur sameiningarinnar standist. Framtíðin ein getur skorið úr um það. Réttindi voru skert Höfum í huga að bæði þessi fyrirtæki hafa vaxið og dafnað og hafa verið til frá því löngu fyrir daga kvótakerfisins. Það er villandi þegar prófessorinn heldur því fram að fyrirtækin sem um ræðir hafi fengið „réttindi [...] nánast ókeypis til ráðstöfunar”. Ekkert er eins fjarri lagi. Þessi fyrirtæki, eins og flest öll sjávarútvegsfyrirtæki, fengu leyfi til að halda áfram veiðum á fisk eftir að kvótakerfið var sett á. Með tilkomu kvótakerfisins var útgerðum bannað að veiða eins mikið og þær gátu. Í staðinn var þeim skammtað magn til veiða sem kallaði oft á sársaukafullar breytingar á rekstri þeirra. Með öðrum orðum, þau fengu takmörkuð „réttindi” til að veiða áfram í stað þess að vera með ótakmörkuð réttindi fyrir daga kvótakerfisins. Það ruglar eflaust prófessorinn í rýminu, þegar hann sér verð í viðskiptum með kvóta, þegar viðskipti eru með litlar einingar á milli fyrirtækja. Þá er um að ræða svokallað „jaðarverð“ sem er það verð sem útgerð er tilbúin að borga til að nýta betur þá fjárfestingu sem þegar er fyrir hendi. Það „jaðarverð“ er of hátt ef ætlunin væri að kaupa fullan kvóta og skip og hefja rekstur á nýju fyrirtæki. Afkoman í íslenskum sjávarútvegi stendur ekki undir slíkri fjárfestingu. Því er það svo að verðmat þeirra fyrirtækja, sem eru í kauphöllinni, mótast fyrst og fremst af þeirri afkomu sem fyrirtækin sýna en hefur lítið með hrakvirði eða upplausnarvirði fyrirtækjanna að gera. En það er rétt sem prófessorinn segir, án kvótans eru fyrirtæki í sjávarútvegi ekki rekstrarhæf. Það ættu þeir að hafa í huga sem vilja taka kvótann af þeim. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun