Gasmengun getur verið alvarlegt mál Snorri Másson skrifar 5. ágúst 2022 19:41 Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. Almannavarnir vara eldgosgesti æ ofan í æ við aðstæðum uppi í fjalli. Nýjar sprungur varasamar, hættulegt að fara upp að gosinu en ekki síst er andrúmsloftið við gosið hættulegt. Embætti sóttvarnalæknis sér um að fylgjast með áhrifum eiturefna á landsmenn. „Við erum að biðja fólk að fara varlega. Það hafa mælst gös þarna og það er þekkt að slík eiturgös koma í eldgosi. Veðurstofan sér um mælingar á staðnum; það er þarna brennisteinsdíoxíð sérstaklega og súlfúr. En það geta líka myndast önnur gös, eins og koldíoxíð eða kolmónóxíð. Þetta eru allt gös sem þarf að varast og geta haft áhrif á heilsu fólks,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi.vísir/arnar En hvað er til ráða? Að tryggja öryggi við gosstöðvarnar er að mörgu leyti spurning um vindátt. Meginreglan er að horfa á eldgosið með vindinn í bakið. Í norðanátt kemur vindurinn svona yfir gosstöðvarnar, þannig að þegar það blæs hressilega, getur maður verið niðri í dalverpinu við gosið. Þá er útsýnispallurinn suðvestanmegin einnig öruggur. Í sunnanátt er ekki mælt með því að standa í dalverpinu enda getur maður fengið gasið í fangið og það safnast saman. Best er að fylgjast vel með vindáttinni; annars getur maður hlotið verra af. „Á meðan þetta er ekki í miklu magni eru þetta helst óþægindi, erting í nefi, munni, koki; kannski hósti, en síðan þegar þetta fer að fara meira ofan í lungu í meira magni, sem myndi jafnvel gerast hjá öllum, er það meiri hósti, jafnvel bjúgur og meiri einkenni,“ segir Guðrún. Vísir/Vilhelm „Þetta er alvarlegt. Ef það er lygna og þetta fer að leggjast yfir byggð, þá hefur það áhrif á fólk.“ Við mikla gasmengun er einnig hætta á súru regni, þar sem brennisteinssýra blandast regnvatninu sem getur haft neikvæð áhrif á gróður og lífverur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Almannavarnir vara eldgosgesti æ ofan í æ við aðstæðum uppi í fjalli. Nýjar sprungur varasamar, hættulegt að fara upp að gosinu en ekki síst er andrúmsloftið við gosið hættulegt. Embætti sóttvarnalæknis sér um að fylgjast með áhrifum eiturefna á landsmenn. „Við erum að biðja fólk að fara varlega. Það hafa mælst gös þarna og það er þekkt að slík eiturgös koma í eldgosi. Veðurstofan sér um mælingar á staðnum; það er þarna brennisteinsdíoxíð sérstaklega og súlfúr. En það geta líka myndast önnur gös, eins og koldíoxíð eða kolmónóxíð. Þetta eru allt gös sem þarf að varast og geta haft áhrif á heilsu fólks,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi.vísir/arnar En hvað er til ráða? Að tryggja öryggi við gosstöðvarnar er að mörgu leyti spurning um vindátt. Meginreglan er að horfa á eldgosið með vindinn í bakið. Í norðanátt kemur vindurinn svona yfir gosstöðvarnar, þannig að þegar það blæs hressilega, getur maður verið niðri í dalverpinu við gosið. Þá er útsýnispallurinn suðvestanmegin einnig öruggur. Í sunnanátt er ekki mælt með því að standa í dalverpinu enda getur maður fengið gasið í fangið og það safnast saman. Best er að fylgjast vel með vindáttinni; annars getur maður hlotið verra af. „Á meðan þetta er ekki í miklu magni eru þetta helst óþægindi, erting í nefi, munni, koki; kannski hósti, en síðan þegar þetta fer að fara meira ofan í lungu í meira magni, sem myndi jafnvel gerast hjá öllum, er það meiri hósti, jafnvel bjúgur og meiri einkenni,“ segir Guðrún. Vísir/Vilhelm „Þetta er alvarlegt. Ef það er lygna og þetta fer að leggjast yfir byggð, þá hefur það áhrif á fólk.“ Við mikla gasmengun er einnig hætta á súru regni, þar sem brennisteinssýra blandast regnvatninu sem getur haft neikvæð áhrif á gróður og lífverur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44