Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2022 12:30 Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu upp að gosstöðvum í morgun. Vísir/Vilhelm Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í gær í samráði við björgunarsveitir að loka gosstöðvunum í Meradölum í dag. Lokunin tók gildi klukkan fimm í morgun og staðan verður endurmetin síðar í dag. „Lokanirnar hafa bara gengið fínt, það eru bara einhverjir túristar sem eru að koma og tékka, hafa ekki fengið upplýsingarnar og þeim er bara snúið við,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Almannavarnir beindu því til almennings í gær að láta erlenda ferðamenn vita af lokuninni og þeirri beiðni sérstaklega beint til starfsmanna í ferðaþjónustu, á gististöðum og annarra sem eiga í samskiptum við ferðamenn. Svo virðist þó sem einhverjir hafi ekki fengið að vita af lokuninni en þó ekki margir. „Sem eru bara á öðrum fjölmiðlum en við og eru ekki að sjá Safe Travel.“ Einhverjir hafi verið vonsviknir. „Já, þeir hafa náttúrulega takmarkaðan tíma á landinu og stundum kemur það alveg en þau skilja það alveg,“ segir Bogi. Björgunarsveitir munu þá funda með lögreglu og fulltrúum veðurstofunnar um miðjan daginn í dag til að endurmeta stöðuna, hvort tilefni sé til að opna gosstöðvarnar að nýju. Úrhelli er spáð á Suðvesturlandi og Faxaflóa í dag og lélegu skyggni, sem reynst getur erfitt á torfærum svæðum eins og gosstöðvunum. Þá er nokkuð hvasst á Reykjanesskaga en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu. Þá mun gasi frá eldgosinu blása yfir höfuðborgarsvæðið síðar í dag. Samkvæmt spá Veðurstofunnar mun gasið berast yfir höfuðborgarsvæðið um miðjan daginn í dag og fram á kvöld. Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Engar breytingar á gosinu sem bannað er að heimsækja í dag Eldgosið í Meradölum heldur uppteknum hætti og breytist ekkert milli daga að sögn náttúruvársérfræðings. Vonskuveður er við gosstöðvarnar og ákveðið var í gær að loka svæðinu fyrir almenningi. 7. ágúst 2022 08:12 Eldgosið kosti Grindavíkurbæ 60 milljónir Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs. 6. ágúst 2022 20:07 Tveir sérmerktir torfærubílar teknir í notkun hjá almannavörnum Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum. 6. ágúst 2022 17:32 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í gær í samráði við björgunarsveitir að loka gosstöðvunum í Meradölum í dag. Lokunin tók gildi klukkan fimm í morgun og staðan verður endurmetin síðar í dag. „Lokanirnar hafa bara gengið fínt, það eru bara einhverjir túristar sem eru að koma og tékka, hafa ekki fengið upplýsingarnar og þeim er bara snúið við,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Almannavarnir beindu því til almennings í gær að láta erlenda ferðamenn vita af lokuninni og þeirri beiðni sérstaklega beint til starfsmanna í ferðaþjónustu, á gististöðum og annarra sem eiga í samskiptum við ferðamenn. Svo virðist þó sem einhverjir hafi ekki fengið að vita af lokuninni en þó ekki margir. „Sem eru bara á öðrum fjölmiðlum en við og eru ekki að sjá Safe Travel.“ Einhverjir hafi verið vonsviknir. „Já, þeir hafa náttúrulega takmarkaðan tíma á landinu og stundum kemur það alveg en þau skilja það alveg,“ segir Bogi. Björgunarsveitir munu þá funda með lögreglu og fulltrúum veðurstofunnar um miðjan daginn í dag til að endurmeta stöðuna, hvort tilefni sé til að opna gosstöðvarnar að nýju. Úrhelli er spáð á Suðvesturlandi og Faxaflóa í dag og lélegu skyggni, sem reynst getur erfitt á torfærum svæðum eins og gosstöðvunum. Þá er nokkuð hvasst á Reykjanesskaga en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu. Þá mun gasi frá eldgosinu blása yfir höfuðborgarsvæðið síðar í dag. Samkvæmt spá Veðurstofunnar mun gasið berast yfir höfuðborgarsvæðið um miðjan daginn í dag og fram á kvöld.
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Engar breytingar á gosinu sem bannað er að heimsækja í dag Eldgosið í Meradölum heldur uppteknum hætti og breytist ekkert milli daga að sögn náttúruvársérfræðings. Vonskuveður er við gosstöðvarnar og ákveðið var í gær að loka svæðinu fyrir almenningi. 7. ágúst 2022 08:12 Eldgosið kosti Grindavíkurbæ 60 milljónir Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs. 6. ágúst 2022 20:07 Tveir sérmerktir torfærubílar teknir í notkun hjá almannavörnum Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum. 6. ágúst 2022 17:32 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Engar breytingar á gosinu sem bannað er að heimsækja í dag Eldgosið í Meradölum heldur uppteknum hætti og breytist ekkert milli daga að sögn náttúruvársérfræðings. Vonskuveður er við gosstöðvarnar og ákveðið var í gær að loka svæðinu fyrir almenningi. 7. ágúst 2022 08:12
Eldgosið kosti Grindavíkurbæ 60 milljónir Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs. 6. ágúst 2022 20:07
Tveir sérmerktir torfærubílar teknir í notkun hjá almannavörnum Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum. 6. ágúst 2022 17:32