Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2022 12:30 Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu upp að gosstöðvum í morgun. Vísir/Vilhelm Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í gær í samráði við björgunarsveitir að loka gosstöðvunum í Meradölum í dag. Lokunin tók gildi klukkan fimm í morgun og staðan verður endurmetin síðar í dag. „Lokanirnar hafa bara gengið fínt, það eru bara einhverjir túristar sem eru að koma og tékka, hafa ekki fengið upplýsingarnar og þeim er bara snúið við,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Almannavarnir beindu því til almennings í gær að láta erlenda ferðamenn vita af lokuninni og þeirri beiðni sérstaklega beint til starfsmanna í ferðaþjónustu, á gististöðum og annarra sem eiga í samskiptum við ferðamenn. Svo virðist þó sem einhverjir hafi ekki fengið að vita af lokuninni en þó ekki margir. „Sem eru bara á öðrum fjölmiðlum en við og eru ekki að sjá Safe Travel.“ Einhverjir hafi verið vonsviknir. „Já, þeir hafa náttúrulega takmarkaðan tíma á landinu og stundum kemur það alveg en þau skilja það alveg,“ segir Bogi. Björgunarsveitir munu þá funda með lögreglu og fulltrúum veðurstofunnar um miðjan daginn í dag til að endurmeta stöðuna, hvort tilefni sé til að opna gosstöðvarnar að nýju. Úrhelli er spáð á Suðvesturlandi og Faxaflóa í dag og lélegu skyggni, sem reynst getur erfitt á torfærum svæðum eins og gosstöðvunum. Þá er nokkuð hvasst á Reykjanesskaga en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu. Þá mun gasi frá eldgosinu blása yfir höfuðborgarsvæðið síðar í dag. Samkvæmt spá Veðurstofunnar mun gasið berast yfir höfuðborgarsvæðið um miðjan daginn í dag og fram á kvöld. Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Engar breytingar á gosinu sem bannað er að heimsækja í dag Eldgosið í Meradölum heldur uppteknum hætti og breytist ekkert milli daga að sögn náttúruvársérfræðings. Vonskuveður er við gosstöðvarnar og ákveðið var í gær að loka svæðinu fyrir almenningi. 7. ágúst 2022 08:12 Eldgosið kosti Grindavíkurbæ 60 milljónir Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs. 6. ágúst 2022 20:07 Tveir sérmerktir torfærubílar teknir í notkun hjá almannavörnum Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum. 6. ágúst 2022 17:32 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í gær í samráði við björgunarsveitir að loka gosstöðvunum í Meradölum í dag. Lokunin tók gildi klukkan fimm í morgun og staðan verður endurmetin síðar í dag. „Lokanirnar hafa bara gengið fínt, það eru bara einhverjir túristar sem eru að koma og tékka, hafa ekki fengið upplýsingarnar og þeim er bara snúið við,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Almannavarnir beindu því til almennings í gær að láta erlenda ferðamenn vita af lokuninni og þeirri beiðni sérstaklega beint til starfsmanna í ferðaþjónustu, á gististöðum og annarra sem eiga í samskiptum við ferðamenn. Svo virðist þó sem einhverjir hafi ekki fengið að vita af lokuninni en þó ekki margir. „Sem eru bara á öðrum fjölmiðlum en við og eru ekki að sjá Safe Travel.“ Einhverjir hafi verið vonsviknir. „Já, þeir hafa náttúrulega takmarkaðan tíma á landinu og stundum kemur það alveg en þau skilja það alveg,“ segir Bogi. Björgunarsveitir munu þá funda með lögreglu og fulltrúum veðurstofunnar um miðjan daginn í dag til að endurmeta stöðuna, hvort tilefni sé til að opna gosstöðvarnar að nýju. Úrhelli er spáð á Suðvesturlandi og Faxaflóa í dag og lélegu skyggni, sem reynst getur erfitt á torfærum svæðum eins og gosstöðvunum. Þá er nokkuð hvasst á Reykjanesskaga en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu. Þá mun gasi frá eldgosinu blása yfir höfuðborgarsvæðið síðar í dag. Samkvæmt spá Veðurstofunnar mun gasið berast yfir höfuðborgarsvæðið um miðjan daginn í dag og fram á kvöld.
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Engar breytingar á gosinu sem bannað er að heimsækja í dag Eldgosið í Meradölum heldur uppteknum hætti og breytist ekkert milli daga að sögn náttúruvársérfræðings. Vonskuveður er við gosstöðvarnar og ákveðið var í gær að loka svæðinu fyrir almenningi. 7. ágúst 2022 08:12 Eldgosið kosti Grindavíkurbæ 60 milljónir Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs. 6. ágúst 2022 20:07 Tveir sérmerktir torfærubílar teknir í notkun hjá almannavörnum Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum. 6. ágúst 2022 17:32 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Engar breytingar á gosinu sem bannað er að heimsækja í dag Eldgosið í Meradölum heldur uppteknum hætti og breytist ekkert milli daga að sögn náttúruvársérfræðings. Vonskuveður er við gosstöðvarnar og ákveðið var í gær að loka svæðinu fyrir almenningi. 7. ágúst 2022 08:12
Eldgosið kosti Grindavíkurbæ 60 milljónir Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs. 6. ágúst 2022 20:07
Tveir sérmerktir torfærubílar teknir í notkun hjá almannavörnum Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum. 6. ágúst 2022 17:32