Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2022 14:45 Fjölskyldan var í eintómum vandræðum í gærkvöldi. Aðsend/Hermann Valsson Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. Hermann Valsson leiðsögumaður var staddur í Meradölum í gærkvöldi þegar hann varð vitni að því sem hann kallar firringu. Í skriflegri ábendingu til fréttastofu segir hann að vegna rigningar og úða á svæðinu hafi verið erfitt að fóta sig á svæðinu og margir hafi hrasað og dottið á leiðinni að gosstöðvunum. Aðstæður voru ekki góðar á gönguleiðinni að eldgosinu í Meradölum í gærkvöldi.Aðsend/Hermann Valsson „Erlendir ferðamenn, hjón höfðu farið þarna upp með tvö ung börn sín það eldra ca. 6 ára og það yngra ca. 5 ára. Á leiðinni niður þá örmagnast börnin og gátu ekki gengið lengra og þá voru foreldrarnir einnig algjörlega búin á því,“ segir hann. Hermann segist hafa ásamt björgunarsveitarmönnum reynt að stöðva för fólksins og kalla eftir hjálp en fjölskyldufaðirinn hafi ekki viljað óska eftir aðstoð af ótta við að kostnaður hlytist af því. „Eftir mikið tuð og þras gáfu hjónin eftir að stoppa og samþykkja að við myndum kalla eftir hjálp,“ segir Hermann. Aðstoð hafi borist eftir rúmlega hálfa klukkustund og vel hafi verið staðið að henni. Fjölskyldan hafi verið flutt niður af fjallinu á bíl björgunarsveitar og í sjúkrabíl. Ferðamenn hafi enga pössun Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segist ekki hafa heyrt af atvikinu sem Hermann lýsir, í samtali við Vísi. Hann segir þó að algengt sé að fólk fari með börn upp að eldgosinu. „Við skulum bara segja það að túristarnir eru ekki með pössun þannig að þeir náttúrulega upp með börnin. Sum börn eru nú oft í betra formi en sumir foreldrar en það er annað mál. Stundum velja menn bara vitlaus augnablik,“ segir hann. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Hermann Valsson leiðsögumaður var staddur í Meradölum í gærkvöldi þegar hann varð vitni að því sem hann kallar firringu. Í skriflegri ábendingu til fréttastofu segir hann að vegna rigningar og úða á svæðinu hafi verið erfitt að fóta sig á svæðinu og margir hafi hrasað og dottið á leiðinni að gosstöðvunum. Aðstæður voru ekki góðar á gönguleiðinni að eldgosinu í Meradölum í gærkvöldi.Aðsend/Hermann Valsson „Erlendir ferðamenn, hjón höfðu farið þarna upp með tvö ung börn sín það eldra ca. 6 ára og það yngra ca. 5 ára. Á leiðinni niður þá örmagnast börnin og gátu ekki gengið lengra og þá voru foreldrarnir einnig algjörlega búin á því,“ segir hann. Hermann segist hafa ásamt björgunarsveitarmönnum reynt að stöðva för fólksins og kalla eftir hjálp en fjölskyldufaðirinn hafi ekki viljað óska eftir aðstoð af ótta við að kostnaður hlytist af því. „Eftir mikið tuð og þras gáfu hjónin eftir að stoppa og samþykkja að við myndum kalla eftir hjálp,“ segir Hermann. Aðstoð hafi borist eftir rúmlega hálfa klukkustund og vel hafi verið staðið að henni. Fjölskyldan hafi verið flutt niður af fjallinu á bíl björgunarsveitar og í sjúkrabíl. Ferðamenn hafi enga pössun Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segist ekki hafa heyrt af atvikinu sem Hermann lýsir, í samtali við Vísi. Hann segir þó að algengt sé að fólk fari með börn upp að eldgosinu. „Við skulum bara segja það að túristarnir eru ekki með pössun þannig að þeir náttúrulega upp með börnin. Sum börn eru nú oft í betra formi en sumir foreldrar en það er annað mál. Stundum velja menn bara vitlaus augnablik,“ segir hann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13