Hraunið nánast komið út í enda Meradala Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2022 14:20 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, bíður spenntur eftir næstu hraunmælingu. Vísir/Arnar Lítið er að frétta af þróun eldgossins í Meradölum en ekki hefur verið hægt að fara í mælingarflug yfir svæðið frá því á fimmtudag vegna veðurs. Órói er nú stöðugur og hefur dregið úr skjálftavirkni. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir ekki hægt að sjá neinar breytingar sem máli skipti þessa stundina. Lítið skyggni er nú á svæðinu. „Hraunið er að breiða úr sér í Meradölum og það virðist ná nánast út í enda. Þá kemst það ekki mikið lengra og myndar nýja tungu. Svo það er svona hægt og bítandi að byggjast upp og skýrist bara næst þegar hægt er að mæla. Þá fáum við betri tölur, sjáum þróunina í þessu og þá er auðveldara að spá fyrir um í hvað stefnir. Eins og er þá er þetta bara svona við það sama,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. Ekki byrjað að renna út úr Meradölum Þrátt fyrir að hraunið sé búið að breiða úr sér eigi það dálítið í land áður en það rennur út úr Meradölum og þarf að hlaðast töluvert upp áður en að því kemur. Á sama tíma hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu. „Þetta er allt að verða býsna stöðugt, eins og var í síðasta gosi. Það virðist vera að aflögun sé mikið til hætt og það er bara kvikan að koma upp eins og algengt er í eldgosunum.“ Slæmt skyggni hefur verið á svæðinu síðustu daga.Vísir/Vilhelm Magnús Tumi bætir við að reynt verði að fljúga yfir svæðið um leið og skyggni leyfi til að taka loftmyndir, gera ný kort, reikna breytinguna frá því á fimmtudag og sjá hvert meðalhraunflæðið hefur verið á síðustu dögum. Fyrsta flugmæling sýndi að meðalhraunflæði gossins fyrstu þrjá klukkutímana eftir að það hófst var 32 rúmmetrar á sekúndu. Þegar önnur mæling var tekin á fimmtudag var hraunflæði komið niður í átján rúmmetra á sekúndu. Þessar fregnir komu fáum jarðvísindamönnum á óvart í ljósi þess að flest eldgos eru öflugust í upphafi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gígar farnir að byggjast upp í Meradölum Við upphaf eldgossins í Meradölum opnaðist ein löng sprunga sem hraun vall upp úr. Nú virðist sem sprungan sé farin að skiljast að og gígar farnir að byggjast upp líkt og í eldgosinu í fyrra. Sérfræðingur segir gosið svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. 8. ágúst 2022 20:50 Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42 Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir ekki hægt að sjá neinar breytingar sem máli skipti þessa stundina. Lítið skyggni er nú á svæðinu. „Hraunið er að breiða úr sér í Meradölum og það virðist ná nánast út í enda. Þá kemst það ekki mikið lengra og myndar nýja tungu. Svo það er svona hægt og bítandi að byggjast upp og skýrist bara næst þegar hægt er að mæla. Þá fáum við betri tölur, sjáum þróunina í þessu og þá er auðveldara að spá fyrir um í hvað stefnir. Eins og er þá er þetta bara svona við það sama,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. Ekki byrjað að renna út úr Meradölum Þrátt fyrir að hraunið sé búið að breiða úr sér eigi það dálítið í land áður en það rennur út úr Meradölum og þarf að hlaðast töluvert upp áður en að því kemur. Á sama tíma hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu. „Þetta er allt að verða býsna stöðugt, eins og var í síðasta gosi. Það virðist vera að aflögun sé mikið til hætt og það er bara kvikan að koma upp eins og algengt er í eldgosunum.“ Slæmt skyggni hefur verið á svæðinu síðustu daga.Vísir/Vilhelm Magnús Tumi bætir við að reynt verði að fljúga yfir svæðið um leið og skyggni leyfi til að taka loftmyndir, gera ný kort, reikna breytinguna frá því á fimmtudag og sjá hvert meðalhraunflæðið hefur verið á síðustu dögum. Fyrsta flugmæling sýndi að meðalhraunflæði gossins fyrstu þrjá klukkutímana eftir að það hófst var 32 rúmmetrar á sekúndu. Þegar önnur mæling var tekin á fimmtudag var hraunflæði komið niður í átján rúmmetra á sekúndu. Þessar fregnir komu fáum jarðvísindamönnum á óvart í ljósi þess að flest eldgos eru öflugust í upphafi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gígar farnir að byggjast upp í Meradölum Við upphaf eldgossins í Meradölum opnaðist ein löng sprunga sem hraun vall upp úr. Nú virðist sem sprungan sé farin að skiljast að og gígar farnir að byggjast upp líkt og í eldgosinu í fyrra. Sérfræðingur segir gosið svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. 8. ágúst 2022 20:50 Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42 Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Gígar farnir að byggjast upp í Meradölum Við upphaf eldgossins í Meradölum opnaðist ein löng sprunga sem hraun vall upp úr. Nú virðist sem sprungan sé farin að skiljast að og gígar farnir að byggjast upp líkt og í eldgosinu í fyrra. Sérfræðingur segir gosið svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. 8. ágúst 2022 20:50
Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42
Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33